Fálkinn - 10.08.1935, Qupperneq 7
F Á L K 1 N N
7
„Hefir þú lesið um þetta morð
í Sadaja?"
„Já, það er hryllilegt“, svaraði
hann.
„Heldurðu að Morosov verði fund-
inn sekur“, spurði hún og röddin
skalf.
„Tvímælalaust. Hann fær æfilangl
fangelsi. Og hann hefir líka til þess
unnið.“
Vera laut höfði. Eitt au^nablik
hafði hana langað til að hrópa hált
að það væri ekki Morosov sem væri
sekur, að hún sjálf væri morð-
inginn. Hvað mundi Semen segja
þá? Þegar Uglanov leit á hana, sá
hann sjer til mikillar furðu, að tár
hrundu niður andlitið á henni.
„Heyrðu Vera .... Al' hverju ertu
að gráta? Ertu veik eða sorgbitin?"
„Jeg veit ekki .....leg veit ekki
hvérsvegna jeg græt .... Jeg vor-
kenni svo þessúm Morosov. Hann er
svo ungur“.
Fram til þess síðasta hafði Moro-
•;ov vonað, að sakleysi hans mundi
sannast og rjetti morðinginn fina-
ast, en nú, er hann horfði á von-
leysissvipinn í andliti verjanda síns,
brast þessi von. Hann horfði yfir
mannfjöldann i dómsalnum og datt
í hug, að þarna í hópnum sæti lík-
lega morðinginn og horfði sigur-
brosandi á hann, sem ætti að fá
refsinguna fyrir afbrot hans. Svo
laut hann höfði og hlustaði á ræðti
ákærandans:
„.... hefði það verið mentuna--
laus bóndi eða verkamaður, sem
hefði framið þetta dýrslega morð,
þá myndi.jeg liafa lagt til, að refs-
ingin yrði æfilangt fangelsi. En í
þessu tilfelli hefir stúdent, mentað-
m maður, myrt mann, fyrir nokkr-
ar rúblur. Þessvegna krefst jeg þess,
að hann verði dæmdur til þyngstu
hegningar .... lífláts".
Þegar ákærandinn hafði lokið
máþ 'sinu varð dauðaþögn i saln-
um .... En á næsta augnabliki
heyrðist skerand) neyðaróp frá
kvenmanni ....
Vera og Semen sátu á fremst a
bekk í rjettarsalnum. Uglnaov tók
eftir hve óróleg Vera var, sá að hún
bliknaði og roðnaði á víxl og fann
að hún skalf eins og hrísla.
„Veslingurinn, hún er veik" hugs-
aði hann. „Þetta mál hefir haft svo
mikil áhrif á hana“.
En þegar ákærandinn hafði lok-
ið máli sínu, stóð Vera upp og hróp-
að i, h'átt:
„Morosov er saklaus .... Það er
jeg sem drap Bragin .... Jeg stóð
bak við tjaldið við dyrnar, þegar
Morosov kom inn .... En jeg drap
ekki Bragin vegna peninganna. Jeg
drap hann til þess að fá aftur brjef-
in mín .... Hann notaði þau til
■s að þvinga af mjer fje“.
Svo hnje hún meðvitundarlaus i
faðm marins síns.
Vera Uglanov fjekk vægan dóm.
Hún var sýknuð af morði, en fjekk
fjögra mánaða fangelsi fyrir gálaus-
lega meðferð skotvopns.
Maður hennar og Morosov stóðu
við fangelsishliðið þegar hún kom
út. Og það voru þrjár hamingjusam-
ar manneskjtir, sem sátu við arininn
heima hjá lækninum þá um kvöldið.
Hver græðir mest? Hnefaleikamað-
ur, sem er kominn í fyrstu röð, get-
ur grætt um eina miljón króna á
einum einasta hnefaleik. Greta Gar-
bo hefir nýlega gert samning við
Metro Qoldvyn Mayer og á að fá
300.000 dollara eða upp undir hálfa
aðra miljón króna fyrir hverja kvik-
myrtd, sem hún leikur í. Hún er
því sú leikkona heimsins, er hæst
hefir komist i kaupi. Á Spáni fá
verulega góðir nautaatsmenn uin
6—700.000 króna kaup á ári.
FYRSTA HAFIÐ Á STÓRSTRAUMS- ana. Hvílir hann á 8. og 9. stöpli, inn á Reykjavíkur-Apóteki. Alls
BRBUNNI. talið frá Masnedsö, er 75 metrar á verða á brúnni 47 svona bitar, og
Hjer a myndinni sjest fyrsti spöl- lengd, en lyftan sem notuð var til af því geta menn gert sjer hugmynd
urinn af Stórstraumsbrúnni dönsku, að koma honum fyrir, er 75 metra um, hve' risavaxin brúin verður.
eftir að hann var kominnn á stöpl- há, eða um helmingi hærri en turn-
STÓR GISTIHÚSBRUNI.
Eitt af stærstu skemtigistihúsum
‘Svía, Hindás Turisthotell, brann til
kaldra kola í vetur. Fórst þar einn
géstanna, kaupmaður frá Odense,
Breum að nafni. Gistihús þetta var
eftirsóttur dvalarstaður og hafði sjer
staklega góða aðstöðu til iþrótta-
iðkaria fyrir gesti sína. Og á íþrótta-
vóljinum þar hjelt sænská ferðafje-
lagið á hverju sumri námskeið fyrir
unglinga i ýmsum íþróttum og leið-
beiningum í því, sem hverjum manni
er gott að kunna á ferðalagi. Mynd-
in er tekin þegar bruninn stóð sem
hæsl.
----x——-
Húsgagnaverksmiðja í New Hamp-
siiire er farin að smíða flugvjejár,
sem kosta aðeins 700 dollara.
----x-----
Þjóðhöfðingjabörn verða að vera
luinnandi í málum. Þau sem ekki
hafa eitt þriggja stórmálanna,
ensku, frönsku og þýsku að móður-
máli, verða að læra þessi mál öll
og auk þess móðurmál sitt. Þannig
verða börn Ástríðar Belgadrottn-
ingar að kunna flæmsku auk frönsk-
unnar þvi að bæði þessi mál eru
jafnrjetthá í Belgíu, svo kemur enska
og þýska og ennfremur mál móður
þeirra, sem er sænska. Þó að tvó
elstu börn Belgakonungs sjeu enn
kornung kunna þau þegar frönsku
og flæmsku prýðilega og auk þess
bjárga þau sjer vel í sænsku þegar
þau eru i sumarheimsókn í Sví-
þjóð.