Fálkinn - 10.08.1935, Side 15
F Á L K 1 N N
15
r —11 ................."...........1Ei
Hvað er „Peró“?
Peró er nýtt þvottaduft, framleitt hjer á landi, eftir upp-
skrift sænska efnafræðingsins dipl. ing. Alfred Zadig, er byggir
samsetninguna á 50 ára reynslu elstu verksmiðju Svía í ])essari
grein, ásámt margra ára ví sindalegum rannsóknum.
„Peró“ inniheldur ekkert efni.
jávorki klór eða annað, sem hefir
skaðleg áhrif á fatnað, enda verð-
ur fatnaður, sem þveginn er úr
tPeró“, langtum mýkri en við notk-
in nokkurs annars þvottadufts.
Þetta orsakast af því, að „Peró“
þvær (hreinsar) fatnaðinn en
bleykir hann ekki en við alla bleyk-
ingu verður fatnaður stökkur og
tapar stórkostlega slitstyrk.
Það mun spara yður fatnaðar-
kaup að nota „Peró“. Gætið þess
aðeins að blanda „Peró“ ekki með
nokkru öðru þvottaefni, en sápu
eða sápuspænum. Leggið í bleyti í
„Peró“ og sjóðið (hvítan fatnað)
úr „Peró“, þá gengur þvotturinn
leikandi ijett, því óhreinindin fljóta
fyrirhafnarlaust burt og fatnaður-
inn fær sinn rjetta blá-hvíta blæ.
Gleymið ekki að „Peró“-þvotta- |
duft með fjóluilm cr framleitt á ís-
landi, undir eftirliti færustu er-
lendra sjerfræðinga, sem ábyrgjast vörugæðin.
Verksmiðjan V E N U S h.f.
Laufásvegi 58. Sími 2602.
11 n n-------. --■■ -=»1 -----ieS
Framh. af bls. 2.
(.harlie Ruggles. Af öðrum leikend-
um má nefna Walter Kingsford.
Myndin sem lijer fylgir sýnir elsk-
endurna, sem skriðu i bólið.
ENDUDFUNDIN ÁST.
Handritið að þessari mynd er
samið af Gösta Stevens og sænska
leikaranum Edvin Adolphson, sem
ejnnig hefir annast leikstjórn rnynd-
arinnar. Er hanii einn af fremstu
leikurum Svía uiii þessar mundir,
bæði á leikhúsum og í kvikmynd-
um. Segir myndin frá bólcsaladótt-
urinni Margit Björklund og æfin-
týri, sem hún ratar í og er sagan
að vísu ekki frumleg, en taglega
sögð og prýðilega meðfarin af leik-
stjóra og leikendum.
Margit Björkland hefir mist
móður sina og býr í kyrð hjá föð-
ur sínum, gömlum bóksala i litlum
Iiæ í Sviþjóð, en ráðskonan, Hedvig
gamla, gengur henni í móður stað.
Björn , frændi" er aðal heimilisvin-
urinn og einu sinni í viku siiila þeir
á spil saman ásamt Fritz Hellberg
skjalaritara (sem í svigum sagt er
ástfanginn af Margit.)
Nú ber svo við, að ungur um-
ferðasali kemur í bæinn, Gösta
Bergmann að nafni, og ætlar nú að
selja vefnaðarvörukaupmanninum
Möller vörur. Kynnist hann þá Mar-
git Björklund, sem verður ástfangin
af honum. Síðasta daginn, sem Gösta
er i bænum, er haldin þar skemtun
og eru þau þar saman og kjafta-
kerlingar taka eftir, að eitthvað
jiruni vera á milli þeirra. Hellberg
skjalaritari verður fár við er hann
sjer þetta, og gerir sig bliðan við
Gertrud Blomkvist, bestu vinkonu
Margit, til þess að ná sjer niðri. En
Gösta kemur oftar og oftar í bæinn
í verslunarerindum og hittast þau
Margit þá jafnan. En svo ber það
við, vefnaðarvörukaupmaður sá, sem
Gösta hefir selt vörur með gjald-
fresti þarna i bænum, verður gjald-
þrota, og húsbóndi Gösta segir hon-
um upp stöðunni fyrir það skeyt-
ingarleysi, að rannsaka ekki efna-
hag hans áður en hann lánaði hon-
um. Og Gösta lilítir því ráði, að
skrifa Margit ekki um hvernig orðið
er. Hann hverfur úr hennar heimi,
og henni tekst ekki að ná sambandi
við hann þó henni liggi mikið á.
Því að hún hefir orðið þunguð af
hans völdum, og faðir hennar visar
henni á gaddinn, er hann heyrir
hvernig komið er. Lendir hún i
mestu örvílnan og ætlar að fyrir-
fara sjer.
Hjer er best að skilja við sögu-
þráðinn og láta svo áhorfendurna
upplifa seinni hluta myndarinnar
sjálfa.
Ungu stúlkuna, sem sagan gerist
um, leikur hin ágæta unga leikkona
Birgit Tengroth, sem biógestir kann-
ast við af öðrum sænskum mynd-
um. Er leikur hennar með afbrigð-
um á köflum. En mótleikari hennar
er Hákon Westergren, sömuleiðis
kunnur hjer á landi úr kvikmynd-
um. Þá má nefna Hildu Borgstrom,
sem leikur ráðskonu bóksalans og
hinn gamalkunna leikara Tore
Svennberg. En sjerstaklega skal vak-
in athygli ú þvi að Anders de Wahl,
frægasti leikari Svía um langt skeið,
leikur þarna hlutverk föðursins
snildarlega eins og vænta mátti.
Myndin verður sýnd á Nýja Bió á
næstunni.
Fimtán fangar í hermannafang-
elsi Arbour Hill við Dublin hafa
krafist þess að fá ýmsar umbætur
á fangelsinu svo sem sundlaug,
knattspyrnuvöll og útvarp. Og þeg-
ar yfirvöldin neituðu að verða við
þessum kröfum um aukin þægindi
þá neituðu fangarnir að hreyfa sig
úr klefum sinum, til hinnar daglegu
útiveru. Margt hefir verið gert til
aukinna þæginda fyrir fanga á
síðustu áratugum, en dæmi þetta
sýnir, að mikill vill altaf meira.
til þess að hreinsa
eldhúsvaskinn yðar.
Matarfeiti er óvíða eins föst
og í eldhúsvasknum og kring
um hann. Svo blandast hún
óhreinindum, sem venjulegur
þvottur vinnur ekki neitt á.
Hjer dugar ekkert nema Vim!
Vim verkar tvöfalt, þannig.
að það bæði losar óhreinind-
in og rífur þau burt. Engin
feiti eða aðrir blettir stand
ast þessa tvöföldu verkun
þvottaefnisins. — Vaskarnir
verða hreinir og sýklalausir.
Heimtið Vim!
WV 502*50IC
IiVUR DROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. ENGLAND
NOTIÐ
Þetta eru hinar
ágætu nýju um-
búðir um Vim.
Gæði vörunnar
eru altaf hin
sömu — ekki ein
tegund i einni
dós og önnur i
annari.
SWAN
SWAN
SWAN
mælir með sjer sjálft.
Heildsölubirgðir:
GARÐAR GÍSLASON.