Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIIÍUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltestcd. Aðalskrifstofa: Bankaslræti 3, Reykjavík. Siiui 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—0. Skrifstofa i Oslo: A n I o n S c h j ö t h s g a (1 e 14. Blaðið keninr út livern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. 4ugh'jsingaverö; 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Stefán Guðmundsson og Páll ísölfsson. Skraddaraþankar. Niðurl. Fjarlægðin gerir fjöllin blá. II. Þó að brautir stjarnanna sem næstar eru hafi verið reiknaðar út og við vitum með nokkurri ná- kvæmni um hreyfingar þeirra sem næstar eru, þá vitum við ekkert um algeiminn sjálfan — hvaðán hann kemur og hvert hann fer. Yið get- um sagt i'yrir sólmyrkva og tungl- myrkva, og vitum um innbyrðis af- stöðu stjarnanna, en raunveruleg- a'n stað þeirra í tilverunni vitum við ekki, meðal annars af því, að við höfum engan fastan punkt að miða við. — En svo vikið sje að hraðanum, þá eru það sumar stjörn- urnar i himingeiminum, sem virðast þurfa að flýta sjer. Tökum íil dæmis 1830 Groombridge, hún fer 241 kiló- metra á sekúndu og stjörnuþokan i • Andromeu fer 325 kilómeíra á sek- úndu. Salander hefir fundið stjörnu sem fer 331 kílómetra, en Árktúrus ler 413 kílómetra, íiann mundi ekki þurfa neina tvær miljónir ára lil að komasl um ókkar himingeim. „Er það sátt?“ — jeg er farinn að lita fyrirlitningaraugum á jafn stuttan tima og 2.000.000 ár. „Þe.ssar hraðfara stjörnur eiga eflaust ekki heima í okkar hnatta- hverfi. Þær virðast, svo að segja vera að villast". „Jeg vona þá að jiær fari var- lega. Það er þá hægl að hugsa sjer fleiri himingeima en okkar?‘ „Ef til vi 11. Aðskilda frá okkur af ómælanlegum fjarlægðum og ekki tengdá okltar himingeim ineð ljós- vakanum, sein færir okkur birin sólarinnar. En niöurtunum teksl tæp- lega nokkurntíma að fá að vila vissu sína um það“. Þegar jeg kom heim og konan mín spurði hvernig stæði á jiví að vinnukonan gleymdi altaf að loka ísskápnum, svaraði jeg: „Kona það ei ráðgáta, sem jeg læl elcki á mig fá núna. Nú er jeg að hugsa um al- geiminn og jeg er hissa á, að við skulum hafa fengið svo óendanlega litið af gáfum til að skilja hinar órannsakanlegu gátur himingeims- ins“. „Já, en nú er ísinn bráðnaður og hvað eigum við að gera þegar gest- irnir koma?“ „Kona“,sagði jeg. „Eftir fjórlán miljón ár verður alt gleyml!" Og aldrei þessu vant hafði jeg siðasta orðið. Frank Crane. ----- ----------- hjeldu kirkjuhljómleika i Fri- kirkjunni síðastliðinn miðvikudag og var hvert sæti skipað í kirkj- unni. Stefán, sem nú er á förum til útlanda hefir haldið nokkra hljóm- leika i Gamla Bió og jafnan fyrir fullu húsi síðustu viku, en i Frí- kirkjunni komast tvöfalt fleiri áheyr endur að og sýnir þessi mikla að- sókn, að enn eru Reykvikingar ekki hættir að koma á hljómleika, þegar góðir listamenn eiga hlut að máli, lirátt fyrir útvarp og grammófón. Fiíkirkjuhljómleikarnir voru i fjór- um þáttum, tveir söngþættir og tveir þættirnir orgelsóló. Fyrri söngþátt- urinn var skipaður fjórum lögum: Friður á jörðu, eftir Á. Thorsteins- son, Vögguvísa eftir Pál ísólfsson, Alfaðir ræður eftir Kaldalóns en síð- asta lagið var Lofsöngur Beethovens, sungið af Stefáni. Þá ljek Páll tvö lög á orgelið: Berceuse eftir Armas Jarnefelt og Kvöldljóð eftir Schu- bert. Næst söng Stcfán þrjú íslensk lög og tvö ítölsk lög: Addio eftir Tosti og Kirkjuaríu Stradella, en að lokum ljek Páll Tokkötu og fúgu eft- ir Bach. Undu áheyrendur sjer vel við þessar ágætu „góðgerðir“ og mundu eflaust óska þess að fá að heyra aðra hljómleika slíka. O. EUingseiv,- kaupmaður, verð- ur 60 ára 30. þ. m. ÞÝSK-ÍSLENSK ORÐABÓK. Til þessá hafa þýskunemandi fs- lendingar orðið að notast víð er- lendar orðabækur viö námið, en nú er ráðin bót á þessu irteð útkomu Jón Isleifsson, verkfræðingur, verður 55 ára 20. þ. m. Sigurbjörn Þorkelsson, kauþ- maður, verður 50 ára 25. þ. m. Sigurður Arngrímsson, kaupm., verður 50 ára 28. ágúst. orðabókar Jóns Ófeigssonar yfir- kennara. Bók þessi er 930 bls. að stærð, 1 stóru broti og með smáu lctri. Hefir Jón Öfeigsson unnið meginhtuta þess starfs einn, þó að nokkurrar aðstoðar hafi hann not- ið hjá þeim Einari Jónssyni magister og dr. Max Keil við prentun bók- arinnar, og starfað að henni, þó eigi óslitið, í 25 á'r. Er það fengur ísl. bókmenlum að liafa eignást þessa orðabók eftir jafn ágætan höfund, þvi að um elju og kunnáttu Jóns Ófeigssonar Ijúka allir upp einum munni. Bókversl. Sigfúsar Eymundssonar gaf bókina út.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.