Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Stœrsta skipiff, sem Bretar eiga í herflota símim er herskipið ,,IIood“. Sjest það hjer á myndinni. Fyrir áltatíu árum byrjaði flotinn að færast í vjelaáttina og tók sú þróun langan tíma. Millibilsástandið var það, að berskipin höfðu að vísu eimvjel, sem notuð var jafnframt segl- um. Þá var sjómenskukunnátt- an mest áríðandi, fyrir þá, sem áttu að ráða á skipum og stjórna þeim. Nú er fyrir löngu komið í það borf, að það er þekking- in á vjelum, sem er eigi minna atriði en sjómensku kunnáttan. Herskipin eru orðin fljótandi vígi úr stáli, þar sem einkum er lagt upp úr braðanum og því, að skipin láti vel að stjórn. Þegar eimtúrbínan kom lil sög- unnar varð hún til þess að auka stórum liraða skipanna. Og þeg- ar olía var tekin upp sem elds- neyti i stað kolanna bafði það m. a. þýðingu í þá átt, að skip- in komust mikíu lengri leið frá burtfararstað, án þess að þurfa að koma við á annari flotastöð til þess að fá sjer eldsneyli. Bretar bafa jafnan haft for- göngu að öllum mikilsverðari nýjungum í lierskipasmíð, m. a. því að smíða stór skip. Þeir eiga stærstu beitiskipin i beimi, Nel- son og Rodney (sem er stærsta skipið, sem komið hefir til ís- lands) og berskipið Iiood. Og þeir urðu fvrstir lil að smíða skip, sem verið gæti lendingar- staður fyrir flugvjelar, þó að aðrar þjóðir — og' þá einkum Bandarikjamenn bafi fetað þar í fótspor þeirra. Sem dæmi um vöxt enska flötans má nefna, að árið sem orustan við Trafalgar stóð voru 120.000 liðsmenn í sjóbernum og árleg útgjöld til bans voru um 15 miljón pund. En á fjár- bagsárinu 1835- 36 voru clcki nema 26.500 rnanns i flotanum og gjöldin til hans aðeins 4(4 miljón pund. Fyrsta janúar 1914 var tala liðsmanna í sjó- bernum hinsvegar orðin 145 þúsund og útgjöldin við flot- ann 49 miljón sterlingspund og árið sem ófriðnum lauk voru 115.000 manns í flotaliðinu. Eftir ófriðinn var nokkuð dreg- ið úr útgjöldunum, en nú virð- ist sem nýr ákafi sje hlaupin i ■ aukningu sjóliðsins breska. Flotasýningin mikla i sumar, þar sem 157 herskip voru sam- an komin gefa bendingu um, að Bretar sjeu að búa sig undir að fara langt fram úr keppi- iíautum sínum á ný, þó að það kosti þjóðina ærnar álögur of- an á þær, sem fyrir eru. Um 6000 þátltakendur voru á 14. norræna skólamálaþinginu i Stokk- hólmi 6.—8. ágúst, þar af helming- urinn frá SvíþjóS. Á þessu þingi voru í fyrsta sinni fulltrúár frá Estlandi, Lettlandi og Lithauen. Um 7(1 fyrirlestrar voru haldnir á þing- inu, þar var og skólasýning, tveir hljómleikar og fjórar skemtiferðir. Þátttakendur voru gestir borgar- innar í Stadshuset og lokahátíðin fór fram á Skansen. Líf og heilsa. IV. Bláber og krækiber. Eftir Dr. G. CLAESSEN. Berjatíminn stendur yfir. Það þykir mörgum gaman að tína, en næstuin því allír eru fiknir i að gæða sjer á nokkrum lúkum af berjum. Bláber með góðu útáláti hefir löngum þótt herramannsmatur. Hagnýting berja má þó teljast ó- fullkomin, ef hún er bundin aðeins við sjálfan berjatímann, seinni part sumars. Það væri æskilegt að menn gætu neytt berjaafurða alt árið, vegna þess að berin eru holl fæða, og kærkomin til þess að gera tit- hreyting og bragðbæti í daglegt fæði. En ber má hafa alt árið í saft og suttu. Hjer og hvar um land eru út- sjónarsamar húsmæður, sem nota berin þannig, en j>að er ekki nærri nógu algengt. Flestum er reyndar kunnugt, að samkvæmt seinni tíma hugmyndum lækna og heilsufræðinga er einkar holt að hafa sem mest af ávöxtum í daglegu fæði. En ]>að er auðveld- ara að kenna lieilræðin, en haldaþau. A íslandi eru ávextir þvi miður lúxus-vara, sem almenningur getur ekki veitt sjer, nema (il hátíðabrigð- is. Þeir sem eiga aðgang að berja- landi gela þó byrgt sig að hláberj- um og krækiberjum til vetrarins, og í görðum mætti rækta miklu meira af rauðberjum og sólberjum, en nú gerist. En safin í sólberjum geymir i sjer fjörefni á við appel- sínusafa. Kaupstaðarbúar standa sveitafólki liér á landi miklu fram- ar í berjarækt. íslenskar húsmæður þurfa að út- búa sig með saft og berjamauk til vetrarins, þar sem berin eru nær- tæk. Hugmyndir húsmæðranna um saft þurfa að breytast. Saft ber ekki nafn með rentu nema hún sje unn- in úr berjum eða öðrum ávöxtum eða jurtahlutum (l. d. rabarbara- leggjum). Sú saft sem víða hefir verið seid hjer á landi fyrir ódýran pening, er i mörgum tilfellum ekki þannig til komin, heldur litað og sykrað vatn. Húsmóðir, sem vinnur saft úr blá- berjum, og notar hana í bláberja- súpu, finnur strax, að þetta er alt annar og betri réttur, heldur en þegar notuð eru þurkuð bláber. En krækiberjasaft er iíka fyrirtak. Sú fáránlega aðferð hefir tíðkast, að sprengja berin með upphitun, lil þess að ná úr þeim safanum, og jafnvel verið ráðlagl í kensluhókum um matreiðslu. Einfaldast er að láta krækiberin ganga gegnum kjötkvörn eða söxunarvjel („hakkavjel"). Þau kremjast þá, og hratið verður að- eins eins og fyrirferðalitill korgur á síunni, þegar búið er að sjóða sam- an safann og hratið, sem ekki iná gerast nema i fáar mínútur. Vel til- búin krækiberjasaft er fyrirtak, og batnar við geymslu. Sumar reyndar húsmæður nota hana helst misseris- eða ársgamla. En hún er lika ágæl ný, ef rjett er að farið. í matargerð er gott að blanda saman fleiri teg- undum af saft. Hrásultu má vinna úr bláberjum. Þau eru l>á ekki soðin, en hrærð í 2 klst. — með hvíldum — saman við álíka mikið af steyttum sykri. Þannig má geyma berin hrá alt árið, ef nákvæmt hreinlæti er haft við tilbúninginn, og berin geymd á svölum stað. Það fara margar miljónir króna gegnum hendur íslenskra húsmæðra á ári hverju til matarkaupa, og þær bera ábyrgð á, að þeim peningum sé vel varið. Jeg vii eggja þær á, að leggja áherslu á að útvega sér saft og sultu úr berjum, þar sem ber er að fá. Berin gera matinn heilnæm- an og bragðgóðan. RISALOFTFARIÐ L. 129. Um þessar mundir er hið nýj- asta loftfar Zeppelinssmiðjanna að verða fullgert í Friedrichhafen. Er það mildu stærra en „Graf Zeppé- lin“ var og langstærsta loftfar, sem smíðað hefir verið i heiminum. Hjer er mynd af Ioftfarinu i smiða- skálanum. Það er ennþá nefnt smíðanúmeri sínu, L. 129, en talið er vist að það verði skirt „Ilinden- burg“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.