Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 annarsstaðar í veröldinni. Jeg skal segja yður nákvæmlegá hvað gerð- ist þar þetta kvöld fyrir þrjátíu árum. Eins og jeg hefi sagt yður áður komu mæðgurnar báðar á gistihús- ið. Frú Farringham fjekk herbergi á fjórðu hæð, og um tólf leytið um kvöldið kom dóttir hennar að her- berginu tómu. Jeg skal taka fram, að það var ekkert merkilegt við þetta herbergi, það var eins og herbergi gerast á stórum hótelum. En það skrítna var að frú Farringh- am hafði verið þarna um klukkan hálf níu en var horfin klukkan tólf. Takið þjer nú eftir: Nokkrum mínútum eftir að frú Farringham var orðin ein hringdi hún á stúlk- una. Stúlkan kom og sjer tii mikill- ar skelfingár sá hún, að frú Farr- ingham lá meðvitundarlaus á gólf- inu. Hún hringdi á ármanninn og ármaðurinn náði í forstjórann. For- stjórinn náði í lækni, sem var gest- ur á hótelinu. Hann rannsakaði frú Farringham. Hún var dáin. — Dáin? endurtók jeg. — Já, svaraði John Chester. Dauðs fall kemur sjer altaf illa á gistihúsi og þetta dauðsfall var jiess eðlis, að í stað þess að hringja til lögregl- unnar hringdi læknirinn beint i stjórnarráðið og náði þar i hátt settan embættismann. Á minna en klukkutíma komu tíu manns á gisti- húsið. Sumir virtust vera gestir, aðr- ir verkamenn. Ef einhver hefði sett það á sig hefði hann sjeð, að ýms- ir innanstokksmunir voru fluttir á burt. Dívan, rúm og nokkrir stólar var borið út á götu og sett á vagn. Ef maður hefði atlnigað herbergið vel, þá hefði sjest, að þar voru komin önnur húsgögn, sumir hefðu ínáske furðað sig á einkennilegri lykt þar inni, og ef maður hefði spurt forstjórann af hverju hún stafaði mundi hann hafa svarað, að stúlkan hefði velt um lysólflösku og og það runnið i gólfdúkinn. Á einkaskrifstofu forstjórans mundi maður hafa hitt hánn í ákafri við- ræðu við ármanninn, eina stúlku og bílstjóra, sem eftir mikla erfiðis- muni hafði tekist að ná i. Þau fengu öll álitlega fjárhæð fyrir að þegja. — Jeg botna ekkert í þessu, sagði jeg. Það yfirgengur minn skilning. — Jæja, sagði Chester. Þá skal jeg skýra það fyrir yður með einu orði. — Einu orði? — Já. Frú Farringham liafði verið á ferðalagi í austurlöndum. Skiljið þjer ekkert ennþá. —• Þjer eigið við — —, byrjaði jeg. En hann tók fram í. — Svartidauði, sagði hann. — En jeg skil ekki — — — Það er auðskilið. Haldið þjer að fólk mundi hafa komið á heims- sýninguna í París, ef það hefði frjett að svartidauði væri að stinga sjer niður í borginni? Stjórninni var nauðugur einn kostur. Hún hjelt því fram, að frú Farringliam hefði alls ekki komið til París. — Mjer finst þetta hræðilegt, tautaði jeg. — Það er það líka. En við meg- um ekki gleyma, að það gerðisl heimssýningarárið. Á síðustu árum hefir fjöldi Gyð- inga flutst frá Póllandi til Palestínu. En gyðingastúlkurnar hafa ekki ver- ið eins fúsar að flytja til lándsins helga, því að nú er sagt, að pólsku gyðingarnir í Palestínu sjeu alveg í vandræðum með að ná sjer í konur. Gyðingafjelagið Aknasas Kala hefir þvi hafist handa um, að fá pólskar gyðingastúlkur til að fara til Pal- estínu og lofar þeim gulli og græn- um skógum í fyrirheitna landinu og fyrst og fremst því, að þær þurfi ekki að pipra, ef þær flytjast þang- að. þrjár vjelar þess liafa farist hver að það hafi verið bilun á hensín- Hollenska flugfjelagið K.L.M. sem eftir aðra. Við eitt af þessum slys- leiðslunni, sem olli slysinu. Stýri- hefir fengið orð á sig fýrir að vera um sem varð skamt frá liollenska maður flugvjelarinnar var þýskur eitt fullkömnasta flugfjelag heimsins flugvellinum í Schiphol fórst vjelin gyðingur, Silberstein að nafiii, sem og m. a. i mörg ár hefir starfrækt „Kwikstart" og á henni sex nienn hafði orðið að flýja land vegna gyð- llugferðir milli Hollands og Japan, sýnir önnur myndin hvernig vjel- ingaofsókna Hitlers. hefir nýlega orðið fyrir því, að in var útlits eftir hrapið. Er lialdið DANSK-NORSKUR TENNISLEIKUR. Nýlega fór fram viðureign í tennis milli Iandsflokka frá Danmörku og Noregi, og var hún háð í Kaupmanna höfn. Hjer á myndinni sjesl fara fram einstaklingsviðureignin milli Danans Ulricli og Norðmannsins Finn Smitli, sem sjest fremst á myndinni. Ameríkönsk blöð segja frá því, að Trotsky hafi fengið lilboð frá amer- íkönsku kvikmyndafjelagi um að leika aðalhlutverkið í rússneskri byltingakvikmynd og átti kaupið að vera 100.000 krónur. Trotsky svar- aði um hæl og kvaðst ekki vera peninga þurfi og mundi eingöngu helga sig ritstörfum, en hann hefir i smíðum stórt ril um sögu rúss- nesku byltingarinnar. llann kvað hafa huga á að fá að setjast að í Sviþjóð, en þar á hann marga vini. — Þegar Trotsky dvaidi á eynni Prinkipo í Tyrklandi fyrir nokkr- um árum hafði hann verið langt kominn með rit sitt um rússnesku byltinguna og hafði ameríkanskur bókaúlgefandi þá boðið honnm um hálfa miljón dollara fyrir handritið. En það brann til kaldra kola. Síð- an hefir Trotsky verið að endur- semja ritið, en það hefir verið miklum erfiðleikum bundið, því að nú hefir hann ekki aðgang að skjalasöfnum Rússa lengur. ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.