Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1935, Qupperneq 10

Fálkinn - 09.11.1935, Qupperneq 10
10 F Á L K I N N S k r í t I u r. NÝl LÖGREGLUÞJÓNNINN: Já, en þjer sögðnð sjálfur, að jeg ætti að talia númer allra þeirra bif- reiða, sem æki yfir 50 kílómetra. Nr. 356. Adamson og hundurinn hans. Kötturinn og litli fuglinn í gauks- klukkunni. — Hvor fetillinn er fyrir ben- sínið, frændi, og hvor er fyrir fót- hemilinn? — Viljið þjer kemba skeggið á mjer niður á við. Jeg er i sorgum. — Jeg er ávalt fús til þess aö treysta almenningi, sagði frambjóð- andinn í rœðu sinni og barði í borð- ið. — Blessaðir, þá ætla jeg að biðja yður að setja upp klæðaverslun hjerna í bænum, tók einn af áheyr- endunum fram í. Kona sem leið af martröð og org- aði oft upp yfir sig í svefni, aug- lýsti eftir herbergi hjá fólki, sem ekki væri illa við org á næturþeli. Meðal svaranna sem hún fjekk var þetta: — Hvað oft þurfum við að orga1 á nóttu? Presturinn (að tala við Kidda, sem hefir verið beinbrotinn): — Jeg ætla að biðja guð þess, að hann láti þig fyrirgefa honum Jóni það, að hann beinbraut þig með múr- sleininum. Kiddi: — Jeg vildi heldur prestur minn, að þjer geymduð þessa bæn þangað til jeg er gróinn. En þá skul- uð þjer biðja fyrir Jóni. Jimmy fjekk tvær afmælisgjafir: Dagatal og baunabyssu. í dagatalið skrifaði hann: Mánudag: fjekk daga- tal og baunabyssu. Þriðjudag: Óð i lappirnar og skeit mig út. Miðviku- dag: Skaut ömmu. — Veiða? Þau hafa nú varla get- að veitt mikið, úr þvi að þau höfðu ekki nema tvo ánamaðka. Kennarinn (stendur yfir smástrák með reiddan sóflinn): —- Veistu, strákur, hversvegna jeg ætla að berja þig? — Eins og jeg viti það ekki? Af því að þú ert stærri en jeg. — Þú hefir ekki kyst mig i heila viku, sagði prófessorsfrúin með grát- stafina í kverkunum, við manninn sinn. — Er það sátt, væna miín, svaraði hann. — Hver skyldi það þá vera, sem jeg hefi kyst? Pabbi hefir verið að skamma sex ára gamla dóttur sína. Og hún svar- ar: —Þú skalt ekki halda það pabbi, að þó að þú hafir gifst henni mömmu hafir þú leyfi til að vera ókurteis við alt kvenfólk. — Tommi, sagði kennarinn, — geturðu nefnt mjer tvent, sem er nauðsynlegt til þess að skírn geti farið fram? — Já, svaraði Tommi. — Vatnið og barnið. — Þú skalt ekki vera hrædd, María. Ilann dinglar rófunni. — Já, hjartans þakkir fyrir vindi- ana, Maria mín. Jeg hefi þá hjerna beint fyrir framan mig. — Nú skuluð þjer ekki salta meira. Það gereyðilegur súpuna. Kennarinn: — í hvaða orustu var það, sem Nelson lávarður týndi lífi? Greindur drengur: — f síðustu orustunni sinni. Leigjandinn: ■—Jeg kem til að láta yður vita, húseigandi, að kjallarinn hjá mjer er fullur af vatni. Húseigandinn: — Nú, og hvað er með það. Þjer liafið varla búist við RÖDD FRAMAN ÚR ELDHÚSINU: — tlvað erlu að gera þarna, Pjesi minn? — Jeg er að bursta tennurnar á hljóðfærinu, mamma. að finna kjallarann fullan af kampa- víni fyrir 40 króna leigu á mánuði. — Hvað heldurðu að hann Nói og fólkið hans hafi getað gert sjer til dægrastyttingar meðan þau voru í Örkinni? spyr drengurinn föður sinn. — Jeg veit ekki. Kanske þau hafi verið að veiða.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.