Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1935, Blaðsíða 13

Fálkinn - 09.11.1935, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Setjið þið samanl 68 Þrenn verðlaun: br. 5, 3 oo 2. 2.......................... 3 ......................... 4 ......................... 5 ......................... 6 ......................... 7 ........................... 8 ........................... 9............................ 10......................... (1......................... 12......................... 13 ........................ 14 ........................ Samstöfurnar: a—a—aks—am—an—as—á—bo—e— e n—e n—f o ss—f j e—go ð—i—i—i sk—í —í s—j úd—1 i c—me t—n e—n ó—n y r—o f —op—óh—rou—seg—si—son—ull— um. MATTHÍAS JOCHUMSSON. Frh. af bls. 5. dreif í blöðum, ekki síst i Þjóð- ólfi á ritstjórnarárum skálds- ins. Árið 1886 fjekk Matthias veitingu fyrir Akureyrarpresta- kalli og fluttist þangað vorið 1887. Urðu prestskaparár lians þar 13, því að árið 1900 fjekk hann lausn frá embætti og fjekk þá jafnframt 2000 lieið- urslaun á ári upp frá því. Dvaldi hann á Akureyri allan aldur sinn eftir það og andað- ist þar 18. nóvember 1920, saddur lífdaga og mikils met- inn af öllum landslýð. Heið- ursborgari Akureyrar hafði liann verið gerður nokkru fyrir dauða sinn og heiðursdoktor háskólans. Á Akureyrarárum sínum fór Matthías að gefa út blað á ný. Hjet það „Lýður“ og var Matt- hías ritstjóri þess í tvö ár, 1889—90. Og auk þess sló hann ekki slöku við skáldskapinn. Þar kvað liann „Grettisljóð“, samdi leikritin „Jón Arason", „Ilelga magra“ og „Aldamót11 — stuttan ljóðleik, sem sýndur var á Akureyri, í tilefni af aldaskiftunum. Þá þýddi hánn leikinn „Gísli Súrsson“ eftir ensku skáldkonuna Helen Barmby. Og loks þýddi hann á Akureyri allar „Sögur herlækn- isins“ eftir Zacris Topelius, sex stór bindi, sem öll liafa komið út á prenti. Þegar Matthías varð sjötug- ur gaf David Östlund út ljóð hans í fimm bindum og var 1. Var Esaú. 2. Þar kom Móses. 3. ísl. foss. 4. Einskonar gigt. 5. Úrvalsgripur. 6. Segja prestarnir. 7. Franskur bær. 8. Hluti úr GySingalandi. 9. —óf, óþarfa eyðsla. 10. Gamall skipstjóri. 11. Frumefni. 12. Dregur að sjer. 13. Ekki undir. 14. Danskur málfræðingur. Samstöfurnar eru alls 34 og á að setja þær saman í 14 orð í samræmi við það sem orðin eiga að tákna, þannig að fremstu stafirnir í orðun- um, taldir ofan frá og niður og öft- ustu stafirnir, taldir að neðan og upp, myndi nöfn tveggja skólastjóra í Reykjavík. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d og i sem í, a sem á, og u sem ú. Sendið „Fálkanum", Bankastræíi 3 lausnina fyrir 30. des. og skrifið nöfnin í horn umslagsins. Matthias Jochumsson 65 ára. þar prentað flest sem til náðist, þó að ekld sjeu þar t. d. hinir stóru ljóðaflokkar Mattliíasar, svo sem Grettisljóð og eigi þýð- ingar ljóðflokka og leikrita. Mundi það verða stórt ritsafn, sem ætlað væri að geyma alt það, sem þjóðskáldið hefir þýtt og ritað um æfina. Úrvalssafn af ljóðum hans hefir Guðmund- ur Finnbogason gefið út og Steingrímur sonur hans hefir gefið út „Sögukafla" hans „af sjálfum sjer“ og ýmislegt fleira. Ferðalýsingu, sem þó er meira en venjuleg ferðalýsing gaf Gyldendals bókaverslun út fyrir allmörgum árum eftir Matthías og heitir liún „Frá Danmörku“. Fðt verða svona mjallhvlt, sjeu þau þvegin or BIKSO. Allur þvottur er miklu auðveldari með Biuso. Ekkert annað en lirista of- urlítið af því út í bala af heitu vatni og þeyta það þangað til það títur lit eins og rjómafroða. Síðan er þvotturinn lagður í blönduna og látinn liggja nokkra klukkutíma, eða yfir nóttina ef vill. Hin þykka froða af Rinso vinnur meðan þjer sofið og bleytir burt hvern einasta óhrein- an blett, svo að þú þarf ckki ann- að en að skola þvottinn og þurka síðan. Iiart nudd er óþarft! Einmitt |>essvegna er Rinso svo ágælur vinnuspari. Og það sparar líka föt- in, þ. e. hlífir þeim svo þau endast niiklu lengur ef þau eru þvegin úr Rinso. Auk þess að gera hvítan þvott drifhvítan, gerir Rinso þá liti, sem þola þvott, miklu skærari. ,,Hvernig stendur á þvi, að kjólarnir lillu tclp- unnar þinnar eru altaf svona drifhvítir?" ,,Hvernig spyrðu? En af Rinso. Iíjólarmr verða miklu hreinni og þvotturinn endisl miklu betur ef Rinso er notað, af þvi það bleytir burt óhreinind- in án þess að skemma viðkvæmasta þvott' R. S. HUDSON LTD., LIVERPOOL Hjer er eigi staður til, að gefa lýsingu á skáldskap síra Matthíasar. Þeir gera það sjálf- sagt sem betur mega, nú í til- efni af aldarafmæli hans. En af þessum dráttum, sem raktir hafa verið, getur engum dulist hve feikna mikill afkastamaður Mattliías Jochumsson hefir ver- ið. Honum liefir verið ákaflega ljett um að yrkja — hann hefir talað í ljóðum. Hann þekkir kyngilcraft íslenskrar tungu og er svo sýnt um að beita hon- um að furðu gegnir. Hann er djúpsæismaður, sem kafar djúpt, en hann er líka góðlát- legur rabbari, sem getur lijalað við hörn í ljóðum. Víðfeðmari anda hefir ísland sjaldan átt. Það er víkingseðli í lionum, eins og Agli Skallagrímssyni, þó að það lýsi sjer með öðru móti. Hann vill sjá heiminn og slítur sig upp frá prestsstörf- unum til þess að fara út í lönd og kynnast þar góðum og mikl- um mönnum og nýjum stefn- um. Hann er fljótur að verða fyrir áhrifum af þeim og hann vill kynnast þeim til hlítar, því að „ekkert mannlegt er honum óviðkomandi“. Hann ræðst meira að segja í það, á prest- skaparárum sínum á Akureyri, að gera sjer ferð alla leið vest- ur til Cliicago til þess að skoða heimssýninguna þar, árið 1893. í þá daga var slikur ferðahug- ur sjaldgæfur, en engin bönd lijeldu Matthíasi Jochumssyni þegar hann vildi ferðast. Hann les erlend rit um alt það nýja, sem kemur fram í umheiminum, löngun hans eftir því, að láta ekki lieimsþróun- ina fara ósjeða fram hjá sjer, er óslökkvandi. En þó hefir hann altaf tíma til alls. Hann getur setið og rahhað við kunn- ingjana um daginn og veginn, jafnvel tímunum saman og rahhið er honum eigi siður kært, en samveran við merka bók eflir heimsfrægan höfund. Hann er allsstaðar. Slík andans stórmenni eru sjaldgæf. Og þegar það er smá- þjóð, sem eignast slika menn, þá er annað tveggja fvrir. Þeir kafna i sinnuleysinu eða skapa vakningu og hlása á hurt mollu og sinnuleysi. Lífsverk síra Matthíasar Jochumssonar er gimsteinn, sem eigi má setja undir mæliker, heldur þar, sem ljómar af honum, svo að allir finni birtuna, sem frá honum kemur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.