Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 1

Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 1
12siður 40aara Reykjavík, laugardaginn 1. febrúar 1936. W Útför Georgs Bretakonungs fór fram síðastliðinn þriðjudag meú allri þeirri viðhöfn, sem hugsanleg er við slík tækifæri. Áður hafði lik- ið legið ú viðhafnarbörum nokkru daga og um 800.000 manns notað sjer tækifærið til þess að ganga framhjá börunum og sýna konungi síðustu virðingu. En við útförina sjálfa voru staddir flestir konung- ar Evrópu, eða allir nema Gustáf Svíakonungur, Grikkjakonungur, Jugoslavakonungur og ltalíukon- ungur, en fulltrúar allra þessara mættu við athöfnina. Fjötmenni var svo mikið þar sem líkfylgdin fór hjá, að talið er að fleiri hafi sjeð hana en skrúðför konungsins til Pálskirkjunnar 6. maí í vor á 'ríkis- stjórnarafmælinu. — Hjer til vinstri birtum vjer safn af myndum úr æfi hins látna kon- ungs. í efri röð frá vinstri mynd af Georg þáverandi prins og Mary á dansleik árið 1807, þá kemur mynd af honum í einkennisbúningi sín- um sem yfirofursta í indverska líf- varðarliðitíu og loks mynd af kon- ungshjónunum í krýningarskrúða 22. júní 1911. Að neðan til vinstri er mynd af Georg (t. h.) ásamt móður sinni, Alexöndru þáverandi prinsessu af Wales og systkinum sínum. Loks sjást á síðustu mynd- inni fjórir ættliðir ensku konungs- fjölskyldunnar: Victoria drotning, Játvarður sjöundi sonur hennar, Georg 'V. og loks núverandi Breta- konungur, Játvarður áttundi, sem þá var smábarn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.