Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 9
F Á L K 1 N N 9 Mazarof f - mor ðið. DULARFULL LÖGREGLUSAGA EFTIR J. S. FLETCHER. i>iska uni þrítugt, með gisið yfirskegg jarpl á litinn og með gleraugu. Vel til fax-a og með lina’n flókahatt, svipaði mest til skrif- stofumanns eða farandsala eða eittlivað í þá áttina. „Jæja, þjer liafið það lag' á þessu, sem þjer álítið hest. Látið mig vita, ef þið þurf- ið á hjálp minni að lialda, og ef jeg skyldi frjetta eitllivað sem máli skiftir þá skal jeg gera ykkur aðvart. Við verðum að revna að vera samlientir“. Svo fór hánn. Og Cottingley með honum. Þjer skuluð gera þetta sem þjer töluðuð um, Coltingley, og spyrjast fyrir hjá eim- skipafjelögunum“. Næslu tvo daga urðum við einskis vísaiá i málinu en að kvöldi á þriðja degi eftir að konurnar hurfu kom Maythorne eins og eldibrandur heim til mín og fleygði í mig einu kvöldhlaðinu. „Heyrið þjer, Holl!“ sagði liann í æsingi. „Lesið það, sem þarna stendur!“ 19. KAPlTULI. ÞENNAN MANN HÖFUM VIÐ SJEÐ FYR! Undir „Síðustu frjettir“ stóð þetta með stóru og feilu letri: Merkilegur fundur í Harrow Road. Sennilegt ránmorð! Þegar mr. Kilthwailhe, nýlenduvöru- kaupmaður i Harrow Road 625 kom út í garðinn hjá sjer klukkan hálf-fjögur i gær lil að sækja þangað kassa, er stóðu þar í lxlaða, fann hann þar lík af manni, sem auð- sjáanlega hafði verið dregið yfir þveran garðinn frá bakdyrunum og var falið jxarna undir nokkrum kassafjölum. Hann gerði lögreglunni aðvart samstundis og það konx á daginn, að maðurinn liafði fengið mörg högg og stór á höfuðið og liöfðu þau orðið honum að bana. Myrti maðurinn var á að giska um þrítugt, lítill og grannvaxinn. Hann var með gleraugu og hafði hægra glerið hrotnað, vel lil fara og lá linur flóka- liattur undir líkinu. Sennilega hefir hann verið rændur eftir að hann var myrlui*, því að hvorki fundust peningar eða nokkurl annað verðmæti á honum og eigi heldur nein skjöl, er sagt gátu til um, liver hann væri. Alt hafði verið tekið af honum nerna einn sjálfhlekungur og tveir hlýntar, nýlega yddir. Lögreglan náði þegar samhandi við Scotland Yard og lögreglumenn þaðan eru nú sem óðast að rannsaka málið. Ef nokluir gæti þekt hinn látna eftir lýsingunni, er hann heðinn að snúa sér til lögreglunnar. Jeg lagði frá mér hlaðið og horfði spyrj- andi á Maylhonie. Hann greip blaðið á ný. „HoIt!“ hrópaði hann. „Þetta er sami mfaðurinn, sem gekk á eflir kvenfólkinu fvrir þremur kvöldum frá Shorts Hotel! Jeg vil veðja einum móti tíu um það! Þetta er sífelt að verða dularfyllra. Komið þjer; jeg liefi hifreið lijerna við dyrnar svo förum við á gistihúsið og náum í dyravörð- inn og höldum svo áfram til llarrow Road. Hver veit nema kvenfólkið sje i lífshættu". Jeg var ekki lengi að hugsa mig um. Við ókum á Shorts Hotel og eftir örstutta stund var dyravörðurinn ferðbúinn. Þegar við vorum sestir inn í hílinn sýndi Maythorne honum lýsinguna í blaðinu. „Getur þessi lýsing átt við manninn, sem þjer sáuð fara á eftir frú Elphingstone þarna um kvöldið?“ spurði hann. Dyravörðurinn kinkaði kolli. „Já, lýsingin kemur ágætlega lieim. Þess er að vísu ekki getið, að maðurinn sé með jarpt vfirskegg, en ef liann er ineð það, þá ti „Það kemur.nú hráðlega á daginn", sagði Mavthorne með djúpri rödd. Gangstjettin fyrir utan búð nýlendu- vörukaupmannsins var troðfull af fólki. Tveir lögregluþjónar stóðu við dyrnar og lileyplu ekki öðrum inn en þeim, sem auð- sjáanlega áttu erindi. Maythorne þurfti ekki að segja'nema eitt orð til þess að við fengjum inngöngu. Við fórum inn og hittum þar Manners og Cork- erdale, sem voru að tala við kaupmanninn. Corkerdale kinkaði kolli íbygginn þegar hann sá Maythorne. „Hafið þjer sjeð hann?“ spurði May- thorne. „Ekki ennþá“, svaraði Corkerdale. „Hann hefir verið fluttur í líkhúsið, en Jxað er lijerna rjett hjá“. Við hjeldum áfram niður dimma götuna og komum að gráu ömurlegu húsi. Myrli maðurinn hafði verið lagður á horð á miðju gólfi í livítkölkuðu herbergi og hvítt klæði lagt yfir hann. Maythorne gaf Coi’kerdale og dyraverðinum hendingu um að koma nær, og lögregluþjónninn svipti lakinu af. En það var ekki dyravörðurinn sem þekti liann. Við Manners litum samstundis hvor á annan og sögðum, eins og með einum múnni: „Þenan mann höfuð við sjeð fvr!“ Hinir horfðu forviða á okkur. „Þið þekkið hann háðir?“ spurði May- thorne. „Hver er það þá?“ „Rlaðamaður frá Marrasdale11, sagði Manners. „Hann heitir Bownas“. „Hann og Manners komu báðir til mín á Hrossagauikskrána eftir að Mázaroff var horfinn“, skaut jeg frarn i. „Jeg liefi lika sjeð liann síðan, það var í Gilchester. Víst er þetta Bowas, ]>að er ekki nokkur vafi á þvi“. „Og myrtur lijer í London!“ tautaði Manners. „Hvernig í ósköpunum vikur þessu við. Iljer hlýtur eitthvað merkilegt að liggja að baki“. „Augnablik!“ sagði Maythorne og vjek sjer að dyraverðinum. „Athugið þjer liann nú vel — og segið okkur svo, hvort þetta er maðurinn, sem kom á Shorts Hotel?“ „Vísl er það hann!“ sagði dyravörðurinn. „Jeg sá það undir eins! Hann er að vísu fölari, en —“ „Það er engum vafa bundið jeg er handviss um það“, sagði Manners. „Þetta er Bownás, hlaðamaðurinn við „Tweed and Border Gazette“ i Gilchester. En livað hefir liann verið að vilja liingað?" „Hvað hefir hann verið að vilja á Shorls Hotel?“ sagði Mavthorne. „Það er meiri á- stæða til að spvrja um það. En svo mikið er vist, að það hefi rverið frú Elphingstone, sem hann var að elta. Óg svo það, að hann lijelt í humátt á eftir lienni þegar hún fór út. En livert fór liann? Og hvar eru þær nú, kvenfólkið?" „Við skulum tala betur við kaupmanu- inn“, sagði Corkerdale. Við föruni aftur út á dininiu gotuna. Dyravörðinn sendum við heim á gistihúsið i bílnum en við hinir hjeldum til húðar Kilthwaithe. Garðurinn hak við húðina var talsverl stór og haka til í honum múrveggur, með gamalli og ræxnislegri liurð. „Hjerna fundum við hann“, hvíslaði Kilth- waitlie. „Jeg gat ekki sjeð nednn áverka á lionum, en lögreglumennirnir, sem voru hjerna áðan sögðu að liann hefði verið dreg- inn að kassahlaðanum frá þessari hurð hjerna“. „Hvað er hinumegin við hurðina og múr- garðinn?“ spurði Corkerdale. Við fóruni allir þangað til að skoða. Þar var mjór steinlagður stígur með liáum veggjum á háða vegu og hrunnu þar tvau* daufar gastýrur. Þarna var skuggalegt og staðurinn kjörinn til óhæfuverka. „Einhver sagði, að það væri blóðslettur á steinunum þarna!“ hvíslaði kaupmaðurinn. „En jeg heyrði alls ekki neitt og enginn hefir heyrt nein hljóð þaðan, svo jeg viti“. Við fórum aftur inn í búðina og töluðum um athurðinn og reyndum að l'inna ein- hverja skýringu. Þá var hringt i símann. Kaupmaðurinn tók áhaldið og leit siðan a okkur. „Það er einhver sem vill tala við mr. May- thorne“, sagði hann. „Það er dyravörðurinn á Shorts Hotel“, sagði hann. „Frú Elphingstone og ungfrú Merchison eru komnar aftur“. 20. KAPÍTULl. ÁKÆRAN. Fram að þessu hafði jeg liaft mig lítl frammi, en varla hafði Meythorne talað þessi orð, fyr en jeg tók viðhragð. Jeg var á svipstundu kominn út að búðardyrunum; en Maythorne var líka viðbragðsfljótur og' þreif i handlegginn á mjer, um-Ieið og jeg var að skjótast út úr dyrunum. „Hvert ætlið þjer?“ spurði ha.in. „Það var hyggilega spurt“, svaraði jeg. „Auðvitað á Shorts Hotel. Ætlið þjer ekki þangað líka?“ „Náttúrlega", svaraði liann. „En dokið þjcr uú ofurlítið við. Þeir verða að koma mcð okkur hinir, en jeg þarf að segja nokk- ur orð áður við kaupmanninn. Það stóð dálítið á því að ná í bíl, og það var ekki fyr en við vorum komnir rjett að gistihúsinu, að Manners tók til máls. „Þessi Bownas veslingurinn liefir auðvit- að komið til London með sömu leslinni og* Elphingstone-fólkið. Það er eins og haiin hafi veitl því eftirför. En hversvegna? Það væri fróðlegt að vita“. Það varð ofulítil þögn. „Blaðamenn, skiljið þjer! Sú manntegund þarf altaf að vera með nefið ofan í málum, sem ekki koma þeim við. Þeir eru alstaðar hoðflennur. Oftar en einu sinni liafa þeir eyðilagt mál fyrir mjer. Þeir eru sólgnir í að gerast levnispæjarar fvrir hönd hlaðsins

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.