Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1936, Síða 5

Fálkinn - 01.02.1936, Síða 5
F Á L K 1 N M ;> Otto Luihn: FARÐU VARLEGA MEÐ TRYGÐAPANTINN! RAUNASAGA í EINUM ÞÆTTI. I>að var eitthvað að mjer í mag- anum. I>að er hægra ort en gjört að útskýra hvað það var, en það var einhver ónota-fiðringur. Og kóleru- dropar og brennheitir bakstrar verk- uðu ekki baun. Og svo var það einn mónudag að jeg afrjeð að leita læknis. Jeg veit ekki af hverju það er, en flestir af- ráða að fara til Iæknis ó mónudögum. En mannleg náttúra er gefin fyrir að draga á langinn það sem afróð- ið er. Og þessvegna er aldrei eins fult ó biðstofunum hjá læknunum og siðustu daga vikunnar. Eftir að liafa endurtekið mánudagsókvörðun mína hæfilega oft, fann jeg svo sjálfan mig einn föstudag í biðstofunni hjá hlutaðeigandi magalækni. Við heilsuðumst með tilbærilegum hætti og jeg sagði: Það er eitt- hvað að maganum. Og læknirinn heilsaði og sagði: — Hm. Jæja, best' að lita á liann. Gerið þjer svo vel að færa yður úr. Manni finst altaf svo notálegt hjá læknunum — lil að hyrja með. Og þessvegna er maður þægur og fer úr og leggur sig á þar til gerðan dívan eða legubekk. Svo kom læknirinn og rendi augunum yfir magann ó mjer eins og lierfor- ingi, setti ó sig heilabrotastút og sagði: —- Þetta getur verið svo margt. — Nei, sagði jeg. Þetta getur bara verið magi. Og það er það. En maður á aldrei að andmæla læknum. í fyrsta lagi dugir það ekk- ert og í öðru lagi espast þeir bara við það. Og nú fór hann að boxa mig i kviðinn með kreptum hnefunum. Þegar hann hitti reglulega vel njeri liann staðinn eina eða tvær mínút- ur ó eftir..... Jeg hefi einu sinni sjeð bakarasvein taka meistarapróf í að hnoða bolludeig. Hann komst ekki í hálfkvisti við læknirinn. Og þó getur verið að læknirinn hafi ekki verið upp ó sitt besta því að hann var að doka við öðru hverju, dró andann og spurði hvort það væri sárt. — Já, sagði jeg. Og það er þar að auki ekki samkvæmt leikreglum. Það er fyrir neðan beltisstað. Læknirinn virtist hugsa um þetta um stund. Ef til vill varð hann svo- lítið skömmustulegur yfir því, að jeg skyldi ekki taka á móti honum. Hann hætti að minsta kosti að boxa og leit á ný yfir vígvöllinn og þreif svo alt i einu harkalega í huppinn á mjer. Þetta. kont mjer á óvart og jeg veinaði. — Ber ekki á öðru, sagði læknir- inn ljómandi af ánægju. Það var eins og jeg lijelt. Botnlanginn! — Það kemur ekki til mála, svar- aði jeg. Botnlanginn er hinumegin. Og þar að auki er botnlanginn i mjer ejns vel uppalinn og nýfermdur eng- ill á molluskýi i logni. — Hm??? sagði læknirinn á þessu skýra máli sem liann talaði, og jeg sá að honum kom á óvart. — Botn- langinn hinumeginn Ja—hm. Það kemur af því að þjer liggið öfugt. Hann reyndi að afsaka fyrri frum- hlaup sitt með því að gera nýja at- lögu að hinum huppnum á mjer. En jeg var viðbúinn og glotti hreykinn. Þá breytti hann til og reyndi að fara að mjer með góðu. Hann setti visifingur og löngutöng vinstri hand- ar á inagann á mjer og barði var- lega á þá með vísifingri hægri hand- ar. Það heyrðist tómaliljóð og mig kitlaði dálítið, en þetta var einstak- lega tilbreytingalitið til lengdar. Læknirinn varð alvarlegri og al- varlegri á svipinn og loks sagði hann. — Þetta er ekki algengt til- felli. Það htur út fyrir að vera bæði alvarlegt og flókið. (Mjer datt í hug garnaflækja þegar liann sagði flók- ið). Þjer verðið að leggjast á spitala. Við komumst sennilega ekki hjá upp- skurði. — Hjartans þakkir, sagði jeg og skók hendina á honum. Þjer hafið bjargað lifi minu. Svo borgaði jeg, hysjaði upp um mig og fór með þeim einlæga ásetningi að stíga þarna áldrei fæti framar. Og það gerði jeg heldur ekki. En læknirinn var iðiiin við kolann. Efl- ir fjóra daga kom sallafínn sjúkra- bíll að búsdyrunum lijá mjer. Hvít- klæddur sjúklingavörður kom inn og krafðist þess að jeg yrði fram- seldur viðstöðulaust. Jeg þverneitaði og spertisl í móti. En hann hafði betur. Hann var með skipunarbrjef upp á vasann um að taka mig hvað sem það kostaði og jeg varð að láta undan. Nágrannarnir stungu saman nefjum og liöfðu hátt, og þessi tvö hundruð börn, sem eiga heima í götunni voru öll saman komin þeg- ar jeg var borinn og studdur og dreginn út i sjúkrabílinn. Og öll umferð staðnæmdist. Jeg hafði aldrei legið á spítala áður. En það var ekki sem bölvað- ast. Það hafði þvert á móti ýmsar góðar hliðar. Maður er svo blessan- lega ábyrgðarlaus. Maður hefir rúm og er ekki krafinn um lnisaleigu. Og svo litil blessuð gyðja býr um rúm- ið og tekur ekkert fyrir það. Matur- inn kemur reglulega og þarna eru hvorki þjónar nje þórfje. En við- feldnar stúlkur eru á vakki fram og aftur um stofuna og stjana við mann eins og þær geta, spyrja hvernig manni líði og mæla i manni hita- stigið. Jeg hefi aldrei haft þjón eða vinnu konu. En nú uppgötvaði jeg að þetta er íddeilis prýðilegt húsgagn. Jeg skil ekki í þeim, sem eru að gera sjer rellu út af vinnukonunum. Mjer finst þær vera mesta hnoss og spurs- málslaust tilveruhlunnindi að láta brosandi ljóshærða og bláeygða stúlku stjana við sig, með hvíta svuntu í bak og fyrir og hvita hettu yfir hárinu og móðurlegan umönn- unarsvip i ungu andlitinu. Alt þetta sagði jeg líka stúlkunni, sem hafði tekið á sig aðalábyrgðina á mjer þarna á spítalanum. Og hún sagði að sjer findist það fallega sagt. Og smátt og smátt sagði jeg margt fleira fallegt við hana og við urðum bestu kunningjar. Við töluðum visindalcga um magann í mjer i samanburði við aðra maga sem voru til athugunar þarna á spítalanum. Og við urðum sammála um, að eiginlega væri minn magi mesti kostagripur. Jeg var al- veg hættur að hafa óþægindi af honum. Það var bara læknirinn sem jeg hafði óþægindi af. Hann var dags daglega að sletta sjer fram í mag- ann á mjer og gera allskonar lil- raunir með hann. Þegar jeg hafði legið þarna nokkra daga, reyndi hann að gera hann vitlausan með því að sveltn hann. Jeg fjekk lág- mark af litlum mat og mjer tókst ekki að fleka ]>á ljóshærðu til þess að stinga að mjer nokkrum kjöt- bollum í laumi. Jeg álasaði henni fyrir að hún væri harðbrjósta, og jeg sá að hún tók sjer það nærri. Ef sveltið hefði orðið lengra getur vel verið að hún hefði komið með bollurnar. Hvað veit jeg? Þegar mað- ur heldur stúlku vera fjarlæga og ósveigjanlega er hún máske nær og sveigjanlegri en nokkru sinni l'yr. Það hjelt jeg i raun og veru einn daginn. Þvi að ]>á kom hún nteð fallegasta brosið sem hún átti á vör- unum og stóran disk af rúsínugraut með sveskjum i höndunum. Jeg sett- ist upp i rúminu, tók fast og innilega i hendina á henni og át grautinn. Jeg varð saddúr og ánægður og hugsaði mjer að segja eitthvað ljóm- andi fallegt við liana þegar jeg hefði sofið miðdegisblundinn. En áður en að því kom þá koin læknirinn. Og með lækninum kom slanga. Þið megið ekki misskilja mig. Jeg meina hvorki stúlkuna nje nöðru heldur langa mórauða gúmmíslöngu. En stúlkan og tvær aðrar komu líka. Læknirinn heimtaði að jeg gleypti slönguna. Jeg svaraði nei og þakk- aði fyrir og sagðist vera svo prýði- lega saddur. En haldið þið að hann hafi látið sig? Jeg leitaði hjálpar og huggunar hjá þeirri móðurlegu ljóshærðu. En hún forherti hjarta sitt og i stað þess að rjetta mjer hjálparhönd-sétti lnin upp biiðasta andlitið sitt og bað mig nú um að vera þægan. Hún lók í hendina á mjer og horfði á mig bláu a.ugunum sinum. Gat jeg annað en látið und- an? En með sjálfum mjer þótti mjer vænt um, að jeg hafði ekki fengið tækifæri til að segja henni þetta fallega sem jeg ætlaði að segja henni fyrir rúsinugrautinn með sveskjun- um. Jeg át gúmmíslönguna eins og hetja. Það var hálfgert kjánabragð að henni, en mjer datt i hug að iækn- irinn nuindi iðrast og gera yfirbót er hann sæi hve mikið jeg legði á mit til þess að gera honum til hæfis. Jeg var kominn svo langt að það stóð ekki nema rjett blá-endinn áf þessari gúmmígörn út úr munnvik- inu á mjer og var í þann veginn að hakka liana i mig þegar læknirinn greip í hann og hjelt í. Jeg reyndi að mótmæla þessu háttarlagi. En það er ekki blaupið að því að liaga orð- um sinum ræðumannslega þegar munnurinn og hálsinn er fullur af ótugðu gúmmi. Þessvegna getur yer- ið að læknirinn hafi ekki gripið það, sem jeg sagði. Að minsta kosti þá sinti hann því ekkert en dró upp einskonar pumpu sem liann festi a endaþarminn á slöngunni og fór að pumpa eins og háseti á götugum mótorbát, Og þarna kom brunandi bæði grauturinn og rúsinurnar og sveskjurnar. Jeg gat nú ekki að þvi gert að mjer fanst það ómerkilegt, að öfunda mig syona af miðdegis- matnum. Það gat svo sem verið að slúlkan hefði af gæsku sinni slolið grautnum lianda mjer og hann ætti að notast handa . öðrum. En þar var nú hart samt. En það var víst ekki svona sem i þessu lá. Jeg skildi það þegar farið var að grannskoða grautarspýjunn. Læknirinn rýndi i þetta og sagði: Tarna var skrítið? Jeg get ekki fund- ið neitt! ()g svo fór hann og allar stúlk- urnar út og jeg fór að brjóta heil- ann um þetta. Hvort eldakonan hefði kanske mist dýrmætan dem- antshring ofan í grautarpottidn og nú væri verið að leita að honum 1 öllum, sem hefðu fengið graut til middags. Tilhugsunin um þetta hugg- aði mig dálítið, en jeg var nú samt dapur yfir því, hvernig stúlkan mín hafði hagað sjer. Og það sagði jeg henni lika þegar hún kom inn seinn i um daginn. Og hún iðraðist af liug og hjarta, þó að hún vildi ekki meðganga það af eintómri blygðun- artilfinningu. En hún sýndi sinn innra mann i verki, því að upp frá þessu fjekk jeg all það besta sem jeg gat liugsað mjer: svínasteik með súrkáli, apríkósugraul með vaniliu- sósu, bumar og hörpudiska. Einn daginn fjekk jeg þrjú linsoðinn egg um morguninn og annan daginn þrjú harðsoðin. Og allir voru svo vingjarnlegir. Jafnvel læknirinn iðr- aðist eftir að hann liafði tekið úr mjer matinn og spurði hvernig mjer líkaði nýja mataræðið. Og jeg þakk- aði og mjer Iíkaði vel en.... Því að eina áhyggjuefnið var það, að jeg kendi mjer ekki nokkurs meins. Góði maturinn hafði læknað mágann i mjer. En það gat jeg ekki sagt lækninum. Þessvegna varð jeg altaf þegar jeg sagði en.... að bæta við einhverju framhaldi, um nýja kvilla. Og hann skrifaði þetta altaf hjá sjer og sagði að þetta væri af- ar einkennilegt tilfelli. Það var eins og hann hrestist við hverja nýja sjúk- dómslýsingu og jeg yrði enn verð- mætari fyrir hann. En svo kom reiðarslagið einn góð- an veðurdag. — Við verðum að röntgenmyndfi yður, sagði læknirinn. — Með mestu ánægju, sagði jeg án þess að detta nokkur ljæta í hug, Þvert á móti — jeg lá og braut heil- ann um, hve margár tylftir jeg ætti að panta til þess að gefa vinum míri- um og vandamönnum. Það væri ekki amalegt að koma í heimboð til þeirra síðar og sjá sinn innra mann i silf- urramma á píanóinu! Og svo var jeg Ijósmyndaður. Það var talsvert öðruvísi en hjá öðrum Ijósmyndurum. Jeg var ekki beðinn um að brosa og vera vingjarnlegur. Og jeg hafði aðeins örlitið meira af fötum á mjer eri dansmær í ný- tískuleik. Jeg fjekk riefriilega að vera i nærskyrtunni. Jeg beið úrslitanna með eftirvænl- ingu. Morguninn eftir kom stúlkan mín inn. Og hún horfði á mig eins og krossgátu. Jeg spurði livort mynd- in hefði tekist vel. En i stað þess að svara varð hún stokkrjóð eins og tómata, sneri hið bráðasta við og hljóp til dyra. Og þegar luin hafði skelt hurðinni í lás heyrði jeg rok- ur af hlátri framan af ganginum. Jeg varð forvitinn og órólegur og önugur. Hvað gat verið svona hlægi- legt við innýflin i mjer? Jeg hringdi. Iin eriginn kom. Jeg hringdi aftur. Ákaft. Önnúr stúlka kom og stakk nefinu inn i gætina, glápti á mig og rak upp roku eins og belja sem er að springa af hlátri og skaust burl aftur. Jeg varð mál- laus og vissi ekki mitt rjúkandi ráö. Var jeg ekki sterkur eins og björn? Atti jeg að láta hafa mig að spotti hjer á mínum eigin sjúkrabeði? Jeg braut heilann um orð og atgerðir, undirbúning undir dómadagsræðu og sjóðbullandi skammargrein, þegar jeg heyrði einhvern fyrirgang frain i ganginum. Og innan skamms kom heill borgarafundur þrammandi inn til mín. Þar var yfirlæknirinn og undirlæknirinn og aðstoðarlæknirinn og aukaaðstoðarlæknirinn og 7—8 læknastúdentar og sandur af yfir- og undir- og aukahjúkrunarkonum og hjúkrunarkonuefnum. Og svo læknirinn, sem hafði nauðgað mjer á spítalann. Hann var skrambi mersk- inn og jeg heyrði að hann var altaf að segja hinurn, að það hefði verið hann, sem uppgötvaði „tilfellið". Það setti að mjer kvíða. Þvi að þetta var alvarlegt. En ef ,jeg væri að dauða korriinn — hversvegna höfðu hláturgusurnar þá slaðið upp úr stúlkunum? Var það kanske til að leyna sálarkvölunum og hjarta- sorginni yfir að missa mig? Hvað

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.