Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 8
8 P Á L K I N N YNSStU g£rtNbVRNIR Keiluspil. Keiluspil er oftast nær leikið úti, á löngum brautum, sem kosta all- mikla peninga. En nú skal jeg sýna ykkur aðra tegund af keiluspili, sem ætlaS er til ])ess að leika það inn- an veggja og reynir á leikni ekki síður en liitt keiluspilið. ingin sýnir, því að blettirnir eru þannig settir, að kúlan á að geta hitt bverja keiluna sem vera skal, þegar henni er kastað. Við hvern blett er sett tala, sem sýnir hve mikið maður fær fyrir að hitta hverja keilu um sig. Svo getur leikurinn byrjað. Hver þátttakandi kastar kúlunni einu sinni, eftir röð, og það er um að gera að fella sem flestar keilur og Fyrst og fremst er nauðsynlegt að hafa alveg sljett borð fyrir leikvöll. Stærðin á því á að vera (50 senti- metrar lengdin og breiddin 40 senti- metrar. ()g áríðandi er að hin mál- in, sem gefin eru hjer á eftir og líka sjást á teikningunni, sjeu nákvæm. Standurinn, sem kastkúlan er fest við, er (51 sentimetri á hæð. Er gott að nota í hann enda af gamalli gluggatjaldastöng eða eitthvað þvi líkt. Standurinn er festur með nagla á aðra borðröndina, 19 sentimetra frá endanum. Keilurnar eru alls níu. Er best að nota gamalt kústskaft i þær, og á hver keila að vera 10 senimetrar á hæð. Áríðandi er að þverskurðurinn á þeini sje alveg rjettur, þegar sagað er, svo að þær standi vel. Er best að gera ofur- litla holu upp í þær, í þann endann sem þær eiga að standa á. En hinn endinn er gerður ávalur, fyrst með hnif og svo lagaður til með þjöl eða sandpappír. Svo eru keilurnar málaðar með sterkum litum. Kúlan, sem notuð er til þess að fella keil- urnar, er fest við standinn með bandi, sem er það langt, að þegar kúlan hangir beint niður nær hún alveg niður að borðinu, en snertir það þó ekki. Nú eru merktir á horð- ið blettirnir, sem keilurnar eiga að standa á. Verður að gera þetta með mestu nákvæmni og hafa hlutföllin og fjarlægðirnar alveg eins og teikn- þær sem hafa mest gildi. En það er miðkeilan, sem er verðmætust, því að maður fær 9 fyrir að fella hana. Sá sem verður fyrstur til að ná í 50 stig hefir unnið leikinn. Italskur barnaher. Mussolini, einvaldsherra ítala, sem þið hafið sjálfsagt heyrt og lesið margt um, leggur mikla áherslu á, að ala börnin upp í hermenskuanda og ])essvegna hefir hann stofnað barnadeildir, bæði fyrir drengi og stúlkur, og þar eru þeim kendar allskonar íþróttir, og þau eru van- in við líkamlega áreynslu og nægju- semi. Börnin í þessum sveitum eru kölluð „balillasJeg get vel iiugsaö að ykkur langi til að lieyra, hvaðan þetta nafn er komið. Einu sinni var lítill ítalskur dreng- ur, sem hjet Balilla. Hann var uppi fyrir nálægt 200 árum og varð fræg- ur fyrir það, að bjarga borginni Genua frá falli, þegar Frakkar rjeð- ust inn í landið með her manns. begar herinn, sem var í borginni til þess að verja hana, var i þann veg- inn að gefast upp fyrir franska á- rásarhernum, safnaði Balilla saman heilum hóp af drengjum, og rjeðst með hópnum á fjandmennina, og Setjið þið saman! 75' Þrenn verðlann: kr. 5, 3 oq 2. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 1. Hjerað í Palestinu. 2. Enskur bær (fornt). 3. Mannsnafn. 4. Frægt skip. 5. — — —i, litur. (i. Eyða. 7. Sorgarljóð. 8. Bæjarnafn. 9. Rússn. sleði. 10. Gott spil. 11. Athafnir. 12. Sjálfseign. 8........................... 9........................... 10........................... 11........................... 12........................... Samstöfurnar: a—a—a—a—al—ar—ar—ár—ás—fa rv —fram—i—i—ik—í—í-—-jón—1 us— lækj—óð—rek—sel—sól—sam—sæll— tak—tan—tor—tro—tromf—und—vík —ær. Samstöfurnar eru alls 32 og á að setja þær saman í 12 orð í samræmi við það sem orðin eiga að tákna, þannig að fremstu stafirnir í orðun- um, taldir ofan frá og niður og öft- ustu stafirnir, taldir að neðan og upp, mýndi nöfn tveggja ísl. skáld- sagna. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d og i sem í, a sem á, o sem ó og u sem ú. Sendið „Fálkanum", Bankastræti 3 lausnina fyrir 10. mars og skrifið . nöfnin í horn umslagsins. grýtti á þá steinum svo að óvinirnir, sem voru orðnir örmagna eftir margra daga baráttu og voru orðnir skotfæralausir, hörfuðu undan, þeg- ar þeir urðu fyrir þessari óvæntu árás. En þegar borgarbúar sáu að fjandmennirnir voru að láta sig óx þeim hugur á ný og hófu ný nýja sókn, svo að Frakkarnir gáfust upp og flýðu sem fætur toguðu. Þau ótrúlegu tíðindi höfðu gersl, að Balilla, sem var aðeins tiu ára, hafði með hugrekki sínu og hug- kvæmni frelsað borgina. Og því er engin furða, þó að öll börn í Ítalíu þekki nafn hans og að það sje notað öðrum börnum til eftirbreytni. SAMSETTA FLAGGIÐ. Einu sinni sameinuðust átta land- skikar í eitt ríki og nú þurfti þetta nýja ríki að eignast sameiginlegan fána. En allir landskikarnir vildu hafa hvern sinn lit i flagginu. Það var þvi ákveðið, að flaggið skyldi sett saman úr átta pörtum, sem allir ir væru eins i laginu og jafnstórir en hver með sínum lit. Flaggið átti að vera í laginu eins og myndin sýnir. Nú er best að þið spreytið ykkur á að finna hvernig partarnir voru. Lausnin kemur í næsta blaði. Lausn á samsetningargátunni í síðasta blaði. Svona eru sneplarnir lagðir saman i ferhyrning.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.