Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.02.1936, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN ----- QAMLA BÍÓ --------- Ljettlynda Marletta. Skemtilég og hrífandi tal- og söngvamynd eftir hinni við- frægu operettu Victor Herberts (Naughty Marietta), sem er nærri jjví eins þekt og „Káta ekk.jan“. Aðalhlutverkin leika og syngja: JEANETTE MACDONALD og NELSON EDDY. Söngleikur þessi, sem gerður er af vinsælasta óperettutónskáldi Amer- íkumanna, Victor Herbert, var sýnd- ur á leikhúsi í fyrsta sinn árið 1910 og hefir síðan liaft líka aðstöðu i Ameríku eins og „Káta ekkjan“ í Evrópu. Er sagt að „Marietta“ liafi bjargað mörgum leikhúseigendum frá gjaldþroti. Nú hefir hinn frægi leikstjóri W. S. van Dyke gert söng- mynd úr leiknunt og valið í aðalhlut- verkið Jeanette MacDonald, sem einnig ljek „Kátu ekkjuna", sem sýnd var hjer nýlega. Leikur hún káta og ijettlynda prinsessu, sem á að gift- ast gamla spánska hertoganum Don Carlos. En liún hefir hlutverkáskifíi við herbergisþernu sína og fer sjáif til Louisiana, en þangað er mikill útflutningur af kvenfólki, sem vill giftast, því að karlmenn liafa eink- um flutst þangað. Heldur nú sagan áfram í New Orleans, þar sem Mari- elta kynnist kaptein einum (Neison Eddy), sem er ágætur söngmaður, og verður hún ástfangin af lionum. Nelson Eddy er nýr leikari, stór- friður maður og geðslegur og ágætur söngvari, enda er hann þegar á góð- um vegi með að vera heimsfrægur og hefir þessi mynd átt mikinn þátt í jjví. Eddy var blaðamaður áður en hann gerðist leikari. Hann lærði að syngja á jjann hátt, að liann hlustaði á grammófónplötur eftir á- gæta söngvara og söng sjálfur með og endurtók plöturnar upp aftur og aftur. Að joví loknu fór hann tii ágæts kennara og komst innan skamms að Metropolitan-söngleik- húsinu og því næst söng hann ýms lítil hiutverk í kvikmyndum, þangað til loks að hann tókst á hendur að syngja Warrington kaptein í „Ljett- lyndu Mariettu“. Myndin gerist á dögum l.úðvíks fimtánda og er ait umhverfi hennar og búningar miðaðir við þann tima. Hjer verður ekki rnkið efni myndar- innar en þess skal getið, að leikút- búnaðurinn er allur gerður af Iiinni mestu hugkvæmni og að fjöldi á- gætra leikara er í myndinni, auk þeirra tveggja sem nefndir hafa ver- ið og vitanlega bera uppi lang- stærstu hlutverkin. Af öðrum leik- endum má nefna Frank Morgan, Elsu Lanchester, Douglas Dumbrille og Cecilia Parker, sem leikur her- bergisþernuna er hefir hlutverka- skifti við prinsessuna. Herbert Stoth- art stjórnar hljómsveitinni. Mynd þessi verður sýnd um heig- Undanfarnar vikur hafa skautahlaup verið iðkuð af miklu kappi i Reykjavik, bæði á Tjörninni og Austurvelli. Myndin er af Austiirvelli en sýnir ekki nema fátt fólk i samanburði við það, sem er þar á skautum á kvöldin. — Myndina tók Vignir. Guðbj. Þorv. Einarsson bakari Laugarnésveg 56 verður hO ára í dag. Loftur Jónsson Vegamótum. Seltjarnarnesi, verður H3 ára h. þ. m. Þórður Bjarnasón kaupmaður Lambastöðum, verður 65 ára á' morgun. Guðrún Jónsdóttir, frá Þyrli, verður 60 ára 3. febrúar. „Modern Times“ síðasta my.nd Chaplins, átti að sýnast á frumsýn- ingu i London í síðasta mánuði, en þar hafði „Tivoli Theatre“ keypt frumsýningarrjettinn fyrir miljón krónur. Til þess að vekja athygii á sýningunni hafði Chaplin lofað að koma ásamt konuefni sinu, Paulette Goddard, sem leikur annað aðai- hiutverkið í myndinni. En jafnframt hafði leikhúsið fengið tvær fyrver- ina í GAMLA BÍÓ og má óhikað ráðleggja öllu söngelsku fólki til þess, að láta hana ekki ósjeða. Það má telja liklegt, að hún falli í góðan jarðveg. andi konur Chaplins, sem háðar eru staddar i London, Lita Grey og Mildred Harris til þess að koma á frumsýninguna og ennfremur Virg- iníu Cherris, sem leikið hefir aðal- hlutverk í Chaplinsmyndum. Vantar þá ekki nema eina konu Chaplins, Ednu Purvivance. ----x---- Óheppinn veiðimaður var á ferli í Sjona skamt frá Harstad í Noregi rjett fyrir jólin. Hann hleypti af skoti á gamlan mann, — hjelt að það væri refur, sem liann miðaði á. Gamli maðurinn dó samstundis. ----x---- ------- NÝJABÍO ------------- Frasquita. Þýsk tal- og söngvamynd sam- kvæmt lieimsþektri „Operettu' með sama nafni eftir Franz Lehár, er sjálfur stjórnar hljóm- leikunum í myndinni. Efni myndarinnar er æfintýraríkt og skemtilegt og gerist myndin að miklu leyti á fögrum stöðum við Miðjarðarhafið. Aðalhlutverkin leika: Heins Itiihmann, Hans Bollmann og söngkonan fræga JARMILA NOVOTNA. Aukamynd: CAtíARETTSÝNING- AIi, gamansöngvar — músik — dans og fl. Þetta er hljómmynd eftir einni af hinum ágætu óperettum Franz Le- har, mannsins sem undanfarna ára- tugi hefir sarnið vinsælustu óperett- urnar sem komið hafa fram í heim- inum. Voru þær falinn fjársjóður öðrum en lteim, sem höfðu aðgang að óperettuleikhúsum, þangað til hljómmyndin náði fullkomnun, því að vitanlega er það ekki nema svip- ur hjá sjón þó maður heyri einstölc lög úr slíkum tónsmíðum leikin á hljóðfæri eða á grammófón. En efni þessa leiks er talsvert ó- svipað flestum öðrum óperettum. Vitanlega er leikurinn æfintýraleg- ur, en hann gerist ekki i neinu í- mynduðu furstadæmi, heldur í höll suður við Miðjarðarhaf. Þar býr Elmar greifi og Dolly dóttir hans, sem samkvæmt foreldra ákvörðun á að giftast Harald húsameistara, sem hún hefir ekki sjeð síðan hún var barn. Harald er á leið suður í höllina til að kynnast konuefninu, ásamt Hippolyt vini sinum. En þeg- ar þeir eiga skamt ófarið bilar bíll- inn skamt þar frá, sent zigaunahóp- ur er á ferð. Og þar í hópnum hittir Haraid mærina Frasquitu, og verður vitiaus af ást lil hennar. Hann send- ir Hippolyt á undan sjer í höllina til að tilkynna komu sína og konu- efnið tekur hann fyrir Harald og verður bráðástfangin af honum. En Harald er í mestu klípu. Hann vill nauðugur rjúfa loforðið, sem for- eldrar hans hafa gefið foreldrum Dolly og nú segir myndin frá því, hvernig þessu sálarstríði lýkur og hvernig alt fellur í ljúfa löð, með því að þeir giftast báðir vinirnir, annar Dolly og hinn Frasquitu. Mynd þessi er búin til leiks eftir Carl Lamac, sem heimskunnur er orðinn af ýmsum ágætum óperettu- myndum. Og sjerstakt gildi gefur það myndinni, að Franz Lehar liefir sjálfur stjórnað hljóm- sveitinni og aðstoðarkraftarnir eru ekki valdir af verri endanum, nfl. kór rikisóperunnar i Wien og hinn frægi söngflokkur Wienar Sanger- knaben. Aðal kvenhlutverkið leikur söngkona, sem eigi er mikið kunn af kvikmyndum en hefir getið sjer mikinn orðstír: Jarmila Novotna. En karlmannahlutverkin tvö leika Hans Bollmann og Heinz Riihmann. Myndin verður sýnd um helgina í NÝJA BÍÓ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.