Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1936, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.03.1936, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N Sokkar i öllum lítum hjá Lárns G. Lúðvígsson -- skóverslun - GAMLA BÍÓ Tonita eða RAUÐA BRÚÐURIN. Tal- mynd eftir skáldsögu Gilbert Parker, tekin af Paramount- fjelaginu. — Aðalhlutverk leika: SYLVIA SIDNEY og GENE RAYMOND. Myndin verður sýnd bráðlega. Heildsölubipgöir: 5KÚLI J D li fi H P155 D H & CD. □g HEILDUERZLUH 515. RKHDLD5. Það er talið, að Kínverjar sjeu óá- reiðanlegir menn, en eftirfarandi saga frá Sjanghaj virðist benda á jjað mótsetta. Þar eru tveir Þjóðverj- ar sem reka söðlasmiðastofu í sain- einingu. Seldu þeir manni hnakk en gleymdu að skrifa hann og gátu ekki munað Iiver keypt hafði. Sendu þeir því reikning til 12 skiftavina sinna, sem þeir töldu mögulegt að Iiefðu keypt hnakkinn. Og nú skeði það einkennilega, að þeir fengu borg- un frá 11. Skömmu síðar fundu þeir i bókum sinum, hver keypt hefði hnakkinn. Það var 12. maðurinn af þeim sem þeir höfðu sent reikning- inn — sá sem ekki hafði borgað! -----x---- Ekkja öldungardeildarmannsins Huey Long, sem myrtur var í haust, hefir verið tilnefnd sem eftirmaður hans i öldungadeildinni, það sem eftir er af kjörtíma hans. Aðeins ein kona á sæti í öldungadeildinni fyrir. -----x---- Tonita — eða Rauða brúðurin — er heiti þessarar myndar og skáld- sögunnar, sem hún byggist á. Er sagan samin af sir Gilbert Parker og efni hennar kunnugt mörgum hjer á landi, vegna þess að lnin er afar víðlesin. En efnið er í sem slystu máli það, að ungur miljóna- mæringssonur, sem foreldrarnir vilja i hvivetna láta semja sig að háttum ríka fólksins og m. a. endilega á að giftast stúlku, sem honum er „sam- boðin“ gerir uppreisn. Hann ann hugástum ungri skrifstofustúlku, en verður að hafna henni vegna and- stöðu foreldra sinna en stúlkan fyrir- fer sjer af sorg. Og meðfram til hefnda fyrir þetta giftist hann ungri Indi- ánastúlku suður í Mexico, sem að vísu er falleg og mentuð — en livaða hneysa er foreldrum hans gerð meiri en að fá „rauða“ stúlku fyrir tengda- dóttur? Þessi stúlka liefir orðið ást- fanginn af lionum vegna þess að liann hefir sýnt hugrekki, og skorið kúlu úr handlegg hans, er hanii hefir fengið í vopnaviðskiftum, en sjálfur er hann ekki ástfanginh af henni, en liygst aðeins að nota sjer ást liennar til þess að hefna sin á foreldrunum fyrir missi stúlkunnar sem hann unni. Hann símar lieim til sín og segist hafa gifst stúlku af einni af „eístu ættum“ Ameriku, en þegar foreldrarnir taka á móti brúðhjónun- um á járnbrautarstöðinni lendir alt i uppnámi og stúlkao skilur það hlutverk, sem henni er ætlað og tryllist og kemur þá náttúrubarnið í Ijós. Henni er veitt viðtaka í sam- kvæmislífinu og alveg á óvænt vek- m hún hylli þar, bæði fyrir það hve falleg hún er í tískubúningum livítra manna og eins fyrir hitt, að hún hefir svör á reiðum liöndum handa öllum. Til þess að hefna sín á manni sínum játar liún á sig af- brýðismorð, sem systir hans hefir framið, en nú loks skilst honum hve mikil mannkostamanneskja hún er og reynir að bjarga henni með því að játa sjálfur á sig morðið, en lög- reglan kemst að liinu sanna i mál- inu, með því að hlera samtal, sem fram fer milli hjónanna. Myndin er tekin af Paramount undir sljórn Mitchell Leisen. Og aðalhlut- verkin eru snildarlega leikin af Sylviu Sidney og Gené Raymond, sem sjást á myndinni sem hjer fylgir. Verður myndin sýnd á næst- unni í GAMLA BIO. ------- NÝJA BÍO --------------- Zarevitz. Ljómandi falleg söngmynd eftir óperettu Franz Lehars, tekin af Primaton Ciné-Allianz undir stjórn Viktor Jansons. Aðalhlut- verk leika: HANS SÖHNKER — IDA WUST — OTTO WALL- BURG og MARTHA EGGERTH, sem syngur hina gulfallegu söngva Lehars i myndinni. Þetta er kvikmyrtdun á óperettu Franz Lehars með sama nafni, gerð í unaðslegu umhverfi og leikin af hinum ágætustu leikurum og söngv- urum; saga um ást, sem ekki fær að rætast fremur en ástarsagan í „Alt Heidelberg“, Zarewitz — keis- arasonurinn — er sendur til Nissa til þess að vera viðstaddur flotasýn- ingu, að þvi er honum er sagt, en hinu er þagað yfir við hann, að það eigi að koma honum í kynni við Doroteu prinsessu i ferðinni. Svo ber við, rjett fyrir utan Nissa að lestin sem flytur Zarewitz staðnæmist vegna bilunar á sporinu og liann fer út, en verður eftir af lestinni og labbar nú áfram þangað til að hann hittir unga stúllui ásanit strák ein- um, á bílskrjóð. Hún er blaðamaður og biður þessum gesti upp í bílinn og trúir honum fyrir því, að hún hafi skipun um, að reyna að ná viðtali við Zarewitz og lofar gesturinn henni því. Hjá henni kemst hann að því, að það stendur til að hann giftist prinsessunni og á þann hátt kemst hann að hinu raunverulega markmiði ferðarinnar. Þau hittast oft eftir þetta, án þess að hún liafi hugmynd um hver hann er, en fylgdarmenn hans eru jafnan á hött- unum á eftir honum. Verður þetta ásaint öðru til þess að hún heldur að hann sje umsetinn glæpamaður. Fn nú er það af prinsessunni að segja, að liún kærir sig alls ekki baun um Zarevitz, en er ástfangin af vini hans, Symoff fursta og fer það því mjög að óskum þegar Zare- vitz sendir hánn i sinn stað á veð- hlaupin, þar sem á að kynna Zarevitz og prinsessuna. Samt fer eigi hjá þvi, að þau Zarevitz og prinsessan verði að hittast, á dansleik, senr lialdinn er honum til virðingar.. Blaðastúlkan kemst að því, að vinur hennar hafi farið á ljennan dansleilc og kemur sjer þar inn með brögðum, til þess að aðvara hann, því að hún hefir komist á snoðir um að „lögreglu- njósnararnir“, sem að rjettu lagi eru lífverðir hans, hafi farið þangað á eftir honum. En hún ann honum svo mjög, að hnú vill frelsa hann .— þó hann sje þjófur. Og nú gerast sögulokin á dansleiknuin, þar sem alt kemst upp, og hún gerir þá Frh. á bls. 11. ?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.