Fálkinn - 14.03.1936, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
7
/
.
'
í::.'
.
/ ár eru liðin 90 ár frá fæðingu danska skáldsins Holger Drachmann.
í tilefni af þvi liafa minningartöflur verið settar á vegg hússins Amager
Torv 9, þar sem hann fœddist og er á annari harpa en á hina er letrað:
,,l þessu húsi fæddist skáldið Holger Drachmann, 9. nóvember 1846“.
Minningarhátið var haldin i Khöfn sama daginn og fíeorg konungur var
jarðsettur í Windsor, að viðstöddum krónprinsinum og ýmsu öðru stór-
merini. Hjer sjest krónprinsinn vera að koma út úr ensku kirkjunni.
Fimtiu ár eru liðin síðan einasta fornrúst Khafnar, rústin af Jermers-
turni fanst við gröft i gömlu viggirðingunum. Hjer er nujnd af rústunum.
Þefvísi hundsins cr það að þakka, að
lögreglulið flestra landa hefir á að
skipa hundum, sem vandir eru á
að rekja spor glæpamanna og elta
þá uppi og ráðast á þá. Eru hund-
arnir þar manninum miklu fremri
og gáðir sporhundar þgkja mestu
kostagripir. Myndin hjer að ofan er
af sýningu, sem haldin var á spor-
hundum í Kaupmannahöfn og sýnir
myndin, að þeir eru líka æfðir i
að klifra og setja ekki torfærur
fyrir sig.
Myndin sýnir keppendur i svo-
nefndu 6-daga hlaupi á hjólum, þar
sem þeir eru í einni beygjunni á
brautinni. Verða þeir að haíla sjer
inn til þess að vinna á móti mið-
flóttaaflinu.
Fyrir skömmu voru liðin 150 ár
frá dauða norska skáldsins Wessel,
sem ól lengstum aldur sinn i Dan-
mörku. Var hann kýmnisskáld mik-
ið og einkum heldur leikurinn
,,Kjærlighed uden Strömper“ uppi
minningu hans, en þar er skopast
að frönsku harmleikjunum, eins og
þeir voru um hans daga. Var leik-
ur þessi sýndur á kgl. leikhúsinu
nýlega og sýnir myndin Bodil Ip-
sen og Rasmus Christiansen i aðal-
hlulverkunum.
Fyvir skömmu kvæntist danskur
greifi „riknstu konu heimsins", Bar-
böru Hutton. Og nú kvað annar
Dani vera trúlofaður miljónastúlku,
Debóru Leonard. Hann heitir Fred
Jensen og er ‘27 ára gamall. Fædd
ist hann í Faaborg en fluttist þaðan
til Kanpmannahafnar og varð skips-
drengur á skipi er sigldi til Ameríkn.
Svo ílentist hann þar og lagði á
margt gjörfa hönd, m. a. varð hann
iþróttakennari mágs síns tilvon-
andi og við það mun hann hafa
komist i kynni við stúlkuna. Og nú
er hann að nema læknisfrœði.