Fálkinn - 14.03.1936, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sínii 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—0.
Skrifstofa i Oslo:
A n t o n S c li j ö t h s g a d e 14.
Blaðið kemur út livern laugardag.
Askriftarverð er lcr. 1.50 á mánuði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglijsingaverð: 20 aura millimeter.
Herbertsprent prentaði.
Skraddaraiiankar.
„Segðu mjer hverja þú umgengst,
þá skal jeg segja þjer hver þú ert“.
Sessunautaval einstaklings og þjóðar
l'ýsir smekk hans eða hennar betur
en nokkuð annað.
Ytri fyrirbæri í lifi þjóðarinnar
lýsa smekk hennar. Hjer skal vikið
að einu fyrirbærinu: hvaða leikrit
eru valin til að sýna höfuðstaðarbú-
um og leitast við að bregða upp mynd
af þvi, sem endurspeglast í þessum
staðreyndum.
Meðan Reykjavík var lítill bær var
leikhússókn miklu betri tiltölulega en
en liún er nú. Skýring sem næst
liggur á þessu fyrirbæri er sú, að
þá voru engin kvikmyndahús hjer,
eða í bernsku, og kaffihúsin sem nú
eru athvarf svo margra á kvöld-
stundum, voru heldur eltki til. En
þetta er ekki tæmandi skýring. Plugs-
unarháttur fólks er orðinn annar,
það heimtar meiri hraða og fjöl-
breytni en leikhúsið hefir að bjóða.
Þetta má meðal annars marka af
því, að þeir leikir, sem „fart er i“
ganga að jafnaði best í höfuðstaðn-
um — ærslaleikirnir, þar sem alt
gengur fljótt.
Þessir síðastnefndu ftikir eru
orðnir aðalviðfangsefni leikhússins
hjer. Ekki af því, að leikendur ráði
bctur við þá en aðra heldur af liinu,
að fólk kemur i leikhúsið til
þess að hlæja. En skamt er leiklist-
arsmekknum á veg komið þar, sem
almenningur telur það aðaltilgang
sinn með komunni i leikhúsið, að
geta lilegið að því sem það sjer.
Leikfjelagið hefir orðið að haga
sjer eftir smekk almennings og leika
skripaleikina eða „þjóðlega leiki'*
eins og „Skugga-Svein“, sem gamla
fólkið vill sjá vegna þess að það
rnan hann úr ungdæmi sínu. Það
er talandi tákn, að ef leikfjelagið
velur verulega góða leiki, er bók-
mentalegt gildi hafa, þá vill enginn
sjá þá, þó að þeir sjeu prýðilega
leiknir, sbr. „í annað sinn“, sem
enginn vildi sjá.
Hjer er verið að reisa fegursta og
mesta stórhýsi landsins, sem í fram-
tíðinni að verða heimkynni íslenzkr-
ar leiklistar. Þar á hin göfga list að
aukast og eflast i framtiðinni, þar
eiga menn að kynnast bestu afrek-
um íslenskra leikritaskálda og
fremstu leikritum fornra og nýrra
heimsbókmenta. En leikendurnir,
sem eiga að prýða þessa stofnun fá
lítið tækifæri til að iðka þá leikrita-
grein, sem talin er list, þó að skop-
leikur geti að vísu verið list. Þeir
mega ekki vinna fyrir þá, sem vilja
hrífast, heldur verða þeir að vinna
fyrir þá, sem vilja hlæja.
Úr dýraríki íslands. IV.
Marglyttan.
Eftir magister ÁRNA FRIÐRIKSSON.
Það liafði verið sól og sumar í
margar vikur. Hafflöturinn var speg-
ilsljettur, og hið tæra hafloft, kyrt
og liljótt, iðaði af hita. Hér og hvar
sátu máfar á sjónum, og mjökuðust
letilega úr stað í liægðum sínum.
Einstaka kría rauf við og við þögn-
ina og stakk höfðinu allra snöggv-
ast niður i sjóinn til þess að ná í
síli. En ekki fjekk krían sili i hverju
„kasti“. Þorskaseiðin, sem mest var
af þarna á staðnum, voru nú farin
að verða nokkuð stálpuð, þótt ennþá
væru þau ekki farin að leita botns-
ins. Þegar þau fundu svartan skugg-
an af likama kriunnar bera yfir liaf-
flötinn, flýttu þau sjer sem óðast
að komast á öruggan stað, en hvar er
öruggur staður fyrir vargi, sem sæk-
ir að ofan, þegar maður er langt
úti á firði, uppi við yfirborð. Fylgsni
seiðanna er undir marglyttunum, sem
þarna eru í hundraða tali. Þær dróu
neilan kaðal af fíngerðum þráðum
á eftir sjer, þegar þær mjökuðust
hægt úr stað, en þræðirnir voru al-
settir eitruðum vopnum, góðum til
varnar og sóknar.
Marglytturnar eru einhver fegurstu
dýr, sem til eru í sjónum. En það er
með þær, eins og svo margt annað i
heiminum, að þær eru því aðeins
nokkurs virði, þær njóta sín þá og
því aðeins til fulls, að þær sjeu i
sínu rjetta umliverfi. Því hvað er
marglytta þegar hún liggur milli
steinanna i fjörunni eins og hlaup-
kent glot, á móti því sem hún er,
i sínu eigin ríki.
Maðurinn telur sig kórónu sköp-
unarverksins, en marglyttan er tví-
mælalaust eitt þeirra dýra, sem
allra lægst standa i fylkingunni, þeg-
ar iitið er á það, hve frábrotin hún
er í skapnaði, og einföld að allri
liffæragerð. Og hver er nú samt sem
áður munurinn á manni og mar-
glyttu? Marglyttan deyr, ef við lát-
um hana í úldinn sjó, þar sem ekk-
ert súrefni er. Fer ekki eins fyrir
manninum, ef við lokum hann inni
i loftheldum skáp, þegar þrotinn er
sá súrefnisforði sem þar er? Að því
leyti stendur maðurinn marglyttunni
ekkert framar. Eða þá um matinn.
Alveg .eins og marglyttan deyr ef
hún hefir ekki mat, er hungurdauði
manninum vís þegar bjögina brestur.
Og svona mætti halda áfram að telja.
Alt það, sem maðurinn hefir fengið
áorkað með vjelum sínum, leikur
marglyttan eftir honum, vjelalaus.
Allar vjelar mannsins eru til þess
gerðar að tryggja líf hans, og þó
verður hann að deyja, engu síður
en marglyttan. Maðurinn getur ekki
með neinu móti „sagt sig úr ætt“ við
marglyttuna, hann getur engu veru-
legu breytt í aðalatriðum. Alt það,
sem hann fær áorkað, er að gera
stigmun á sjer og öðrum lífverum
á jörðunni, en eðlismun fær hann
ekki til vegar koinið.
Hvar er marglyttan á veturnar?
Hafið þjer nokkurn tíma hugsað út
í það, góði lesari?
Til þess að greiða svar við þessari
spurningu, verðum við að taka þráð-
inn þar upp, sem við sleptum honum.
Marglyttan, sem hrærist undir
hinu skæra yfirborði hafsins, eins
og hjarta, sem slær, mjakast mjög
liægt úr stað, með þvi að skjóta
„kollinum", þ. e. a. s. botninum á
glyttan líkist helst undirskál að lög-
„undirskálinni" gegnum sjóinn. Mar-
un. eins og við vitum. Neðan á und-
irskálinni er munnurinn, úr honum
liggur stutt vjelindi inn í óbrotinn
maga, en endaþarmur er enginn, svo
að úrgangurinn úr fæðunni verður
að fara aftur um munninn. í hólfum
út frá maganum myndast eggin hjá
kvendýrinu, en frjóið hjá karldýrinu.
Þarna þroskast eggin, en frjóið berst
með sjónum inn i magann, og þaðan
inn í kynfærin, og frjógvar eggin.
Þegar frjóvgunin hefir farið fram,
þegar úr hverju eggi er orðið upp-
haf nýrrar marglyttu, sem. á að
prýða sjóinn næsta sumar, þá fær-
ast eggin úr kynfærunum, út í mag-
ann, úr honum út i munninn og úr
munninum út í munnarmana fjóra,
sem umkringja hann. Munnarmarnir
eru íhvolfir eða með skoru á þeirn
hliðinni, sem veit inn að munninum,
og í þessari skoru loða nú eggin um
stund, og fara að skifta sjer, alveg
eins og egg manneskjunnar verður
að gera þegar nýr einstaklingur á
að verða til. Um leið og marglyttan
skýtur eitri úr óteljandi brenniblöðr-
um, sem eru á randþráðunum, á
óvini, sem verða of nærgöngulir,
hvort sem það er fiskur eða fugl eða
hönd fiskimannsins, eða á seiði, sem
hún hirðir sjer til bjargar, verndar
hún fóstrið, sem er að lifa fyrstu
þroskaskeiðin af hinni flóknu marg-
lyttuæfi, sem i lengsta lagi nær yfir
eitt ár.
Einn góðan veður dag koma lirf-
urnar til sögunnar. Þær eru nærri
því eins og aflangt egg að lögun,
aðeins nokkuð flatvaxnar, en svo
smáar vexti, að þær verða ekki sjeð-
ar nema í smásjá. Allar eru þær al-
settar örsmáum hárum, sem eru á
sífeldri hreyfingu, og nefnast því
bifhár. Þarna hafast þær við um
hríð, í yfirborði sjávarins, svifandi
eins og ar i lofti, þangað til bif-
hárin losna af þeim, og þær fara að
sökkva. Dýpra og dýpra sökkva þær,
og þegar öldurót siðsumarsins fer
að verða lífsorku móðurinnar i yfir-
borðinu ofjarl, hafa þær komið áv
sinni þannig fyrir borð, að þær eru
orðnar fastar við botninn, ef til vill
við skeljarbrot, eða stein, klöpp,
þöngul eða eitthvað annað, aðeins
eittlivað fast. Lirfan lítur nú út eins
og eggjabikar, eða sykurkar af gömlu
gerðinni. Stjettin er föst við botn-
inn, en út úr röndum bikarsins að
ofan teygist visir að fjórum, stutt-
um sepum, það er upphaf munn-
armanna, því að „rúmið“ í bikarn-
um, þar sem sykrið eða eggið ætti
að vera, er munnurinn, sem seinna
á að gera gagn.
Nú stöðvast þröunin í bili. Nú er
sá timi kominn, að marglytturnar i
yfirborðinu fara að tína lifinu unn-
vörpum, slitur úr fögrum gagnsæj-
um líkömum þeirra lemjast nú við
klappir og fjörugrjót, eða sökkva til
botns langt eða skamt frá landi.
Veturinn gengur nú í garð, með því
sjóróti, sem honum fylgir. Gamla
marglyttukynslóðin, sem lifði sum-
arið áður, er nú öll týnd, og kemur
aldrei aftur. En tegundin ,.marg-
lytta“ lifir í gerfi liinna ófullkomnu
bikar, sem kallast pólýpar, á botni
sjávarins. — Og svo kemur vorið,
og það fer að hlýna í sjóinn.
Nú byrjar nýtt líf lijá pólýpnum.
Bikarinn fer i óða önn að skifta
sjer um þvert, þannig að hver undir-
skálin eftir aðra töfrast upp í djúpið,
altaf myndast ný og nú undirskál,
ný og ný marglytta, þannig að efsti
Guðmundur Loftsson bankarit-
ari verður 65 ára í dag.
Frú Katrín Eyjólfsdóttir, Sól-
vallagötu 17, á 85 ára afmæli
18. þ. m.
Guðmundur L. Hannesson lög-
reglustjóri á Siglufirði verður
55 ára 17. þ. m.
Allt ineð Islenskmn skrpum'
hluti bikarsins segir skilið við hinn
hlutann, sem verður að bikar á ný,
og myndar nýjar marglyttur, og svo
koll af kolli. Nú er sumarið komið,
sjórinn er aftur orðinn gagnsær, og
ótal örsmáar marglyttur fara að
koma fram í yfirborðinu. Með þeim
er komin til sögunnar marglyttukyn-
slóð sumarsins, sem á fyrir sjer að
skila nýrri kynslóð til næsta sumars,
áður en hún deyr.
Árni Friðriksson.
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Er 5 ÁRA.