Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.03.1936, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Námar Salomons fundnir. Ævintýrin gerast enn. Skálddraum- ur Rider Haggards, sem svo margir iiafa lesið í sögu hans „Nárnar Saló- mons„ hefir ræst, að því er ýmsir fullyrða. Námar Salómons eru fundn- ir. Eða svo fullyrðir að minsta kosti enski dýrafræðingurinn Frank E. Hayter, sem nýlega er kominn úr merkri rannsóknarferð um fjöll og firnindi Abessiníu. Biblían segir frá því, að Salómon konungur hafi fengið gull sitt frá Ofir, en hvar þessi staður hefir ver- ið, hefir hingað til verið óráðin gáta Fornfræðingar og sagnfræðingar hafa ekki verið sammála um það, og þrennu hefir verið haldið fram um legu staðarins. Sumir hafa talið hann vera i Arabíu, aðrir i Indlandi og enn aðrir í Austur-Afríku. Upp- götvanir Hayters benda til, að síð- asta tilgátan sje rjettust. í Etiópíu eða Abessiniu voru mikl- ar gullnámur og eru enn. Þessi fjar- lægi staður hefir á síðustu mánuð- um verið umtalsefni vegna ófriðar- ins, og nú er meira ritað um landið á mánuði cn áður á heilli öld. Hin- ar gömlu sagnir bibliunnar hafa alt í einu fengið líf og liti og fortíð og nútíð hefir vaxið saman. Tuttugu og átta aldir renna saman í heild og við sjáum Salómon konung „í allri sinni dýrð“, hinn volduga konung í ísrael á mesta veldistíma þess rikis, hann sem hygði dýrustu liallirnar, sem heimurinn hefir sjeð, þar sein gólfin voru þakin skíru gulli og veggirnir klæddir gulli og alt skrautið, blóm og kerúbar var úr rauðagulii. Sagt er um Salómon að hann hafi látið gera 500 skildi handa einvalaliði sínu úr gulli, drykkjarker öll voru úr guili og hásæti hans úr fílabeini með út- flúri úr gulli. Það líkist mest þjóðsögu, nú á gull- leysistímunum að heyra um alt þetta gull, sem Salómon viðaði að sér frá landinu fyrir ' handan Rauðahaf, og ljet flytja til sín á skipum Fönikíu- manna undir stjórn vinar síns, Hir- ams konungs í Tyrus. Frá Etiópíu koniu skipin drekkhlaðin gulli, gim- steinum, myrru og öðru dýrmæti, sem hann borgaði með ýmsum varn- ingi er þjóð hans framleiddi. Og það er ljóst, að Salómon var óspar á gullið, því að á einu ári flutti hann heim í land sitt gull fyrir 150 miljón krónur, með verðgildi vorra daga. Það var ekki nema eðlilegt, að hin fagra drotning Etiópa girntist að sjá þennan mann, sem barst svo mikið a og svo mjög var rómaður fyrir speki sina. Fór orð af visku hans svo langt sem samgöngur leyfðu. Var sagt um liann að hann væri allra manna fróðastur um jurtafræði og aðra leyndardóma nóttúrunnar, og jafnvel að hann skildi dýramól. Og drotningin hjelt af stað í vagni, alsettum gulli og gimsteinum og fór langar leiðir, um eyðimerkur og frum- skóga; en á eftir henni kom löng fylking af úlföldum, klyfjuðum ýms- um dýrmætum varningi, því að ekki vildi drotningin af Saba koma tóm- hent til konungsins mikla. Hún komst brátt að raun um, að orðrómurinn hefði engu Iogið, því að hún varð frá sjer numin af þvi sem hún heyrði og sá. Hún varð þeg- ar ástfangin af konunginum, — sem átti þrjú hunduð drotningar og 700 ambáttir — og gaf honum fjársjóð gulls, sem talið er að hafi verið sem svarar 25 miljón króna virði. En þegar drotningin lijelt heim til sín var hún þunguð orðin af völd- um Salómons og auk þess voru úlf- aldar hennar hlaðnir nýjum gjöfum. Son þann, sem hún ól Salómón nefndi hún „Ljóniö af stofni Júclar‘ og varð hann konungur i Etiópíu eftir hana, undir nafninu Menelik. Síðan rekja. konungar Abessiníu- manna ætt sína til Salómons konungs og eru þeir taldir þrjú hundruð, sem setið liafa á konungsstóli eftir drotn- inguna af Saba. Og á þessum tíma hafa Abessinimnenn eignast dýrmætt safn af krúnugimsteinum, sem ný- lega voru fluttir til Englands og eru nú geymdir í liólfum Englands- banka, svo að þeir lendi ekki í liönd- um ítala, hvernig sem alt veltist. Kórónan ein, sem gerð er úr gulli og prýdd ógrynnum af demöntum og rúbínum er talin dýrasta kóróna, sem til er í heiminum. Þessir gimsteinar, sem biblian lief- ir sagt frá — en frásögn liennar liafa margir talið uppspuna að mestu, eða öfgar, hafa nú verið virtir af sjer- fróðum mönnum síðan þeir komu til Englands, og hafa vakið undrun og aðdáun. En þó hefir það vakið meiri eftirtekt, sem Frank E. Hayter hefir frá að segja: að hann liafi fundið sjálfar námurnar, sem alt gull Saló- mons var fengið úr. Ef auðugar gull- nánnir finnast í Abessiníu er ekki furða, þó að ítalir leggi að sjer til þess að nó landinu. Þjöðverjar eiga þrjú gullnámu- svæði í Abessiníu og hafa lengi haft haft hug á, að finna staðinn, sem hinar fornu og auðugu gullnámur voru. Þýski námuverkfræSingurinn Wider þóttist að undangengnum rannsóknum viss um, að námur þess- ar væru í fjallgarði, sem liggur yfir þvera Abessiniu og Núbíu, en þar höfðu Faraóar Egyptalands unnið gull löngu fyrir tíð Salómons. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að nám- anna væri helst að leita nálægt fjall- inu Tutu Walvel, á landamærum Abessiniu og Súdan. Er fjallið skamt fyrir sunnan Saio, sem er alveg vestur undir landamærunum. Hann hafði gert teikningar af svæðinu og nú var ekki annað en finna rjetta manninn, sem gæti orðið honum til aðstoðar í leiðangrinu. Hann vissi að bæði þurfti mikið þol gagnvart lofts- laginu og kunnugleika á landinu og fólkinu. Fyrir valinu varð Frank E. Ilayter, sem þá var í leiðangri i Abessiníu til þess að veiða apa handa dýragarðinum i Eondon, og var orð- inn nákunnugur landinu og þar að auki persónulegur vinur Haile Sai- assie keisara. Hayter leist vel á ráða- gerðina og gerði samning við Wider þegar í stað. Undirbjuggu þeir nú ferðina í kyrþei. Þeim var ljóst að þetta var áhættusamt fyrirtæki, enda reyndist það svo. Öldum saman hafði það verið þjóð- trú í Abessiníu, að námar Salómons væru í fjalli einu, sem heitir „Barm- ur Saba“ og er um 300 kilómetrum fyrir vestan Addis Abeba. Eru það tveir hnúkar, eins og risavaxin kven- brjóst í lögun og eru í Tulu Walvel- fjöllunum. Og Wider hafði komist að þeírri niðurstöðu, að þar ætti að leita fyrir sjer. Leið þeirra lá um fúnar mýrar með metersháu stargrasi og yfir kletta og klungur — eintómar veg- leysur. í leiðangrinum voru Martin Wider, Frank Hayter, nokkrir inn- fíæddir menn og 43 múlasnar. Þeir urðu að brjótast gegnum frumskóga með vafningsviði og högga sig á- fram, flugnaplógan ætlaði að gera út af við þá og sólin steikti þá. Dag eftir dag fækkaði í leiðangrinum og loks voru ekki nema tveir múlasnar eftir af 43, hinir höfðu verið bitnir af eiturnöðrum eða rifnir á hol af villi- dýrum. Hayter slapp ekki heldur, því að ung kobranaðra beit liann svo að leiðangurinn varð að lialda kyrru fyrir í sex vikur þangað til honum batnaði. Eftir þrjá mónuði voru þeir komn- ir að rótum fjallsins Tulu Wahvel eftir miklar þrautir. Er það 3000 metra hátt. Hvítu mennirnir bóðir voru aðfram komnir af þreytu og ýmsir af þeim innfæddu struku, þeg- ar þeir heyrðu, að ferðinni væri heit- ið upp á „Barm Saba“, sem að þeirra áliti var heilagur staður og mátti enginn stíga fæti sinum þar. Þeir trúðu að andi drotningarinnar af Saba byggi í fjallinu og ekki mætti styggja hann. Þjóðverjinn Wider var orðinn svo máttfarinn og sjúkur, að ekki var hugsanlegt að hann gæti gengið ó fjallið. Hayter varð að fara einn, aðfram kominn af þreytu og gekk ferðin seint, þvi að hann þurfti bók- stafiega að rannsaka hverja gjótu. Honum lá við að hugfallast, enda virtist þetta unnið fyrir gíg. Hann var að því kominn að snúa aftur, þegar hann einn dag rakst á nokkuð, sem vakti eftirtekt hans. Hann fann sljettan pall, sem auð- sjáanlega var gerður af man'na hönd- um í berginu. Þarna höfðu þá verið menn á ferð! Hann þóttist viss um, að liann væri á rjettri leið. Hafði ekki verkstjóri drotningariiinar af Saba staðið þarna, þegar hann var að reka þrælana með svipum ofan i námurnar? Það var eins og allri þreytu ljetti af honum og hann hjelt ótrauður á- fram, þangað ti! liann loksins rakst ó op i jörðinni, reglulegan námu- gíg. Og þarna undir fann liann námu, furðu líka námum nútímans, með tveimur lárjettum samsíða göngum og mörgum þvergöngum til beggja ldiða. Þessir gangar voru um 2.25 metrar á hæð og láu þeir inn i tvo liella. Annar hellirinn var lielmingi stærri en hinn, um 30 metra langur og 12 metrar þar sem liann var breiðaslur. Hann hjelt áfram að rannsaka þetta einkeiinilega mannvirki og sá nú að lækur rann neðanjarðar milli hell- anna í tilliöggnum skurði, sem var um IV2 metri að breidd. Neðst i stærri hellinum var pyttur í gólfinu og rann vatnið þangað. Vatnið í læknum hafði verið látið bera gullið með sjer en í þessum liyl safnaðist það fyrir og var tekið upp úr lóninu. Þarna, áleit Hayter, liafði drotningin af Saba fengið alt gullið, sem hún sendi Salomon konungi! Hayter telur sig hafa, með þessari uppgötvun, svift blæjunni af leyndar- dómi margra alda, og sannað, að sögurnar um fjársjóði drotningarinn- ar af Saba sjeu ekki þjóðsögur held- ur bláber sannleikur. Þarna var pytt- urinn, sem gullið safnaðist i í sífellu, gullið sem sent var á skipum Föni- kíumanna til Salómons konungs og notað til að skreyta hallir lians og musterið fræga. Hayter vissi að sagan sagði, að í þessum námum væri ekki aðeins gull heldur líka gimsteinar. Og auk gulls tók hann með sjer úr námunum talsvert af steinum, sem nú hafa verið rannsakaðir í London. Og það reyndist að þetta voru skírir demantar. Af því að Hayter var mikill vinur Haile Salassie keisara vildi hann ekki láta hjá liða, að segja honum fró fundi sínum. En það er sagt að keisarinn hafi orðið þungur á brún- i'na þegar hann heyrði söguna. —- Honum líkaði ekki að útlendur mað- ur skyldi hafa gerst svo djarfur að ráðast inn í óbygðirnar og ljósta upp lcyndardómum fjallanna. Hayter baðst leyfis til þess að rannsaka námurn- ar betur, en þó að keisarinn hefði ávalt verið honum einkar ljúfur og eftirlátur, neitaði hann þó þverlega þessari málaleitun. Þegar Hayter liafði lokið apaveiðum sínum fór hann til London og vakti ferð hans afarmikla athygli. Síðan Hayton kom heim aftur lief- ir hann frjett tvent frá Abessiníu. FEGURDARDROTNING í SÍAM .... var þessi unga stúlka kjörin i vet- ur. Hún er aðeins 18 ára og þó ógift, en í Síain eru flestar stúlkur giftar á þeim aldri. FHÚ HUEY LONG liefir verið kjörin öldungadeildar- þingmaður i Loisiana eftir mann sinn, sem myrtur var í liaust. Hjer á myndinni sjest hún ósamt dóttur sinni. POLITÍSK BÖRN. Kona i Neapel eignaðist í desem- ber fjórbura, þrjár stúlkur og einn liilt. Hún Ijet skírá þau — Gloria og Victoria — lieiður og sigur — og ítalía og Benito eftir Mussolini. Mussolini ljet um daginn spyrjast fyrir um hvernig króunum liði og fjekk aftur símleiðis svar, sem sagði sex. Það var stutt og laggott þann- ig: Gloria er dáin, Victoria illa farin og Benito liggur alveg fyrir dauðanum. En þegar hann er horf- inn liinumegin vonast hann ti! að geta frelsað Ítalíu! Fyrst það, að Þjóðverjinn Wider er dáinn af afleiðingum ferðarinnar, og svo það, að Haile Selassie liefir látið loka námunni. Berfæltir Abessiníu- nienn lialda vörð við námugígana og nú fær enginn að koma nærri nám- um Salómons. Hayter liafði engar ljósmyndir með sjer úr ferðinni, því að myndavjel hans liafði skemst. En honum tókst að gera teikningu af námunum og hana á hann. Þannig eru námur Salómons lok- aðar á ný. Framtíðin sýnir, hver verður lil þess að taka upp aftur námugröftinn, eftir Salómon og drotn inguna af Saba.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.