Fálkinn - 28.03.1936, Blaðsíða 6
6
F Á L K I N N
er stór, eins og venja er til í ár og
er likust ljósmyndaramma i laginu.
Tak'ð eftir rjetthyrningnum, þar sem
ermin er fesl viö bolinn.
NÝTÍZKU JERSEY-KJóLL.
Myndin hjerna að ofan sýnir
sportskjól, meS dökkfcrúnu pilsi og
muisgulum jakka og fara þeir litir
ágætlega saraan. Hringjan á beltinu
Konungsmyndirnar á ensku frí-
nierkjunum hafa jafnan verið af
höfðinu einu — eins og á frímerkj-
um flestra annara landa. En nú hefir
nýi konungurinn mælt svo fyrir, að
KENGURÚ-TÍSKA.
Handskjólið (múffan) hefir ekki
átt upp á háborðið hjá kvenfólkinu
ittgi vel, en þó er oft þægilegt í
kuldanum að geta stungið höndun-
um .í eitthvað skjól. Kápan sem
hjerna er sýnd ræður vel fram úr
þessum vanda. Hún er gerð þannig,
að hægt er að hneppa framan á
hana handskjóli, sem svo má taka
af þegar hlýnar í veðrinu. Og þessu
handskjóli hættir manni ekki við að
gleyma, og það er ekki heldur til
óþæginda, þó maður þurfi að bera
eillhvað. Sjá myndina til vinstri.
KJÓLL í SMÆRRI SAMKVÆMI.
Treyjukjóllinn á miklum vinsæld-
um að fagna i vetnr og er tekinn
fram yfir alt annað, eigi aðeins til
liversdagsnotkunar heldur einnig
sem samkvæmisbúningur, og er hægt
að hafa hann mjög fjölbreyttan. Hjer
er mynd af „dragt“-kjól, sem sómir
sjer mjög vel sem samkvæmiskjóll og
er stíllinn mjög óbrotinr.. Jakkinn er
hneptur til hliðarinnar og belti með
spennu um mittið. Kraginn hvítur
með breiðum löfum að framan og
eykur hann mjög á fegnrð kjólsins.
LÍTILL HEIMAJAKKI.
Svona jakka þykir flestum gott að
eiga til þess að nota lieima við.
Hann er saumaður úr rósóttu silki
og vattfóðraður að innan. Við hann
má nota víðar buxur ineð sama snið-
inu og á náttbuxum og nálgast þá
búningurinn það, sem oft iná sjá í
kvikmyndum og er einskonar milli-
bil milli náttfatnaðar og dagfatnaðar.
Ermarnar eru nokkuð þröngar og ó-
líkar kímonó-ermunum, sem hafa
þanri ókost að vilja koma við það,
?em maður liefir handa á milli og
Hækjast fyrir. Sjá myndina til hægri.
á frímerkjunum nýju, sem verða gef-
in út með honum, skuli vera brjóst-
mynd en ekki höfuðið eitt.
----x-----
Indversk prinsessa var í vetur við
líivierann og hafði með sjer son sinn
á barnsaldri. En sökum þess að það
frjettist að í ráði væri að stela barn-
inu, ljet hún 24 lögregluinenn halda
vörð um það dag og nótt. Drengur-
inn er erfingi að þremur miljard
krónum, mörgum gull- og demants-
námum og uni 50 höllum víðsvegar í
Indlandi. Faðir lians, furstinn af
Hyderabad er talinn ríkasti maður
heimsins, að óskeikulum verðmætum.
Hann á all sitt í „fríðu“ en ekki
hlutabrjefum eins og flestir mestu
auðmenn heimsins.
----x-----
Fertugur hljómlistamaður, Eric
Mareo í Sidney var nýlega dæmdur
til clauða fyrir að hafa drepið kon-
una sína á veronali. Hjett áður en af-
taka hans fór fram gerði hann boð
fyrir verjanda sinn og afhenti hon-
um handrit að þremur danslögum,
sem hann hafði samið í fangelsinu
og bað hann að selja þau og hirða
andvirðið í verjandalaun. Nú hefir
það komið í ljós, að þessi lög eru
livert öðru betri og eru talin munu
öðlast vinsældir um allan heim, svo
að verjandinn fær vinnu sína ve)
borgaða. Eitt þeirra er one-step, ann-
tið fox-trot og það þriðja vals.
----x-----
„Daily Express“ segir frá því, að
Iidward VIII. ælli að láta byggja
tennishöll og sundskála við Bucking-
liam Palace. Hann iðkar báðar iþrótt-
irnar.
-----x----
\
1