Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1936, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.04.1936, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Eggert Guðmundsson, málari heldur eftirtektarverða sýningu í Austurstræii 14 þessa dagana. Eru þar 54 teikningar af ýmsum mönnum og sumum sjerkennileg- um og hefir Eggert teiknað allar þessar myndir síðan á nýjári. Teikningar þessar eru hver annari betri, svo að enginn ætti að láta undir höfuð leggjast að sjá þær, ekki síst vegna þess að þær verða ekki til sýnis síðar, því að listamað- urinn hefir selt þær allar til Englands, en þar hefir hann fengið álit sem málari og selt mikið af myndum á sýningum þeim, sem hann hjelt þar í fyrra, í London, Bradford, Leeds og Edinborg. — Auk teikninganna eru á sýningunni nokkur málverk og er „Víg Þráins“ þeirra stærst. Önnur mynd er þar sem mikla eftirtekt vekur ,Banabeður“. Ennfreinur má nefna mynd af líparithrauni í Laugum á Fjallabaks- vegi. Sýningin er að öllu sainantöldu einni teikningunni, af Bjarna Matt- stórmerkileg og á skilið að fjölment híassyni hringjara. verði á hana. Hjer birtist myrid af Myndin er tekin af einni „höfninni" við ána Níl, en lnin er samgönguæð Iígyptalands. Ein af aðalæðum Nílar er Bláa Nil, sem kemur úr Tsana- vatni í Abessiníu. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötlisgade 14. Blaðið kemur út livern laugardag. Vskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; ir. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. íuglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. SkraddaraSiankar. Það er gömul og góð venja að fagna sumri, einkum með þeim þjóð- um, sem lifa svo nærri kuldabeltun- um, að mikið gætir munar veturs og sumars. Með sumrinu leysist gróður jarðarinnar úr dróma og lilýnar yfir öllu. Timi athafna og aflafengs þeirra, sem jörðina yrkja, er í nánd. Við íslendingar, sem eigum heima norður undir heimskautsbaug höfum sumarið kærara en suðrænu þjóð- irnar. Hjá þeim er munur sumars og vetrar minni en lijá oss, sem erum með tærnar í landareign norð- urskautsins. Við erum á merkileg- um landamærum, milli hlýju At- lantshafsins og ískulda pólstraum- anna. Sú afstaða er skýring á veðr- áttu landsins, sem líklega er óút- reiknanlegri en nokkurs annars lnnds í heimi. Skammdegismyrkrið svæfir, dregur úr athafnaþreki og heftir athafnir þeirra, sem jörðina yrkja. En með liækkandi sól Ijettir yfir huganum og fólkið fer að lilakka til þeirrar árstíðar, sem læt- ur grösin gróa. Kalin sinan rýmir fyrir grænni nálinni, sem teygir sig upp úr jörðinni. Náttúran öll er í framför. Mennirnir, sem vilja njóta sumars- in verða að finna þetta og skilja, að þeim er einnig ætlað að þroskast með hverju nýju sumri. Alt sem er umhverfis þá talar máli endurný- ungarinnar og þroskans. Og þeim er eigi aðeins ætlað að notfæra sjer þau tækifæri til aflafengs, sem sum- arið gefur, að fylla hlöðurnar til jjess að taka á móti komandi vetri. I>eim er ætlað að gera meira, svo að þeir standi betur að vígi að vor- inu, með hverju ári sem yfir jiá gengur. Og bæjarbúunum, sem að jafnaði hafa betra tækifæri til að stunda lífsatvinnu sina bæði vetur og sumar, en þeim sem lifa á jörð- irini er ætlað að nota sumarið eigi aðeins til þess að gegna störfum sín- um lieldur einnig í fristundum að sækja sjer heilsubót til sumarsins. Það er viðurkent, að óhollusta bæj- arlífsins er svo mikil, að öllum er þörf á, að njóta nokkurra sólríkra sumardaga í skauti náttúrunnar og komast í hreint loft hvenær sem frístund gefst. Ekki síst börnunum. Þeir sem í bæjunum búa mega ekki linna látum fyr en þeir hafa komið svo ár sinni fyrir borð, að öllum börnum veitisl kostur á, að komast besta timann lir sumrinu af götunni á grasið. Jöhann Þorkelsson fyrv. dómkirkjupresturr verður 85 ára þann 28. þ. m. Allir eldri Heykvíkingar þekkja síra Jó- lianii, því að hann var um langt skeið eini starfandi presturinn i höfuðstaðnum. Það var ekki fyr en eftir aldamótin að prestarnir urðu tveir við dómkirkjuna og siðan hefir þeim ekki verið fjölgað, þó að bær- ■inn hafi margfaldast að íbúafjölda síðan. Um síra Jóhann mun jiað mega segja fremur en flesta aðra, að hann muni aldrei hafa átt óvini. Fram- koma hans og viðmót hefir jafnan verið með þeim hætti er prest mega best prýða. Alúð og lilýja hafa verið föst einkenni hans. Þessvegna verður jiað eigi dregið í efa, að á áfmæli liins gamla dómkirkjuprests berist honum eingöngu hlýjar hugsánir allra hinna mörgu, sem kynst hafa honum um æfina. Síra Jóhann er nú fyrir allmörg- um áruin látið af prestskap og er sestur i helgan stein. Hefir hann lengstum dvalið hjer i bænum síðan, en þó stundum hjá dóttur sinni og tengdasyni í Kaupmannahöfn. Hann er enn ljettur í spori, svo að ýmsir honum yngri mættu öfunda liann af, og hefir góðlát gamanyri á vörum. Þegar sira Jóhann ljet af embætti árið 1924 liafði hann 47 ára prest- 'kaparferil að baki sjer, þaraf 35 ár sem dómkirkjuprestur í Reykja- vík. Auk liess var hann nokkur ár prófastur í Kjalarnesþingum. Erlendur Jónsson fyrv. íshús- vörður verður 75 ára 30. þ. m. *f« Alll með islenskuin skrpum1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.