Fálkinn - 25.04.1936, Blaðsíða 9
F Á L K 1 N N
9
GEORGES SIMENON:
Líkið
á krossgötunum.
svarta augnagler? Starandi gleraugað, í
rauðu holdinu!“
Gað fór um hana hrollur.
„En hann felur yður líka“.
„Hvað gerir það til?“
„Yður er fórnað“.
„Það eru örlög konunnar .... einkum
systranna .... þetta er ef til vill ekki venja
í Frakklandi. Hjá okkur, eins og í Englandi,
erfir elsti sonur nafn og óðal, og lil hans
eins er tillit tekið“.
Hún var farin að gerast óþolinmóð. Hún
saug sígarettuna örar og hljes út úr sjer
þykkum reykjargusum. Hún gekk fram og
aftur um gólfið og sólargeislarnir ljeku um
hana.
„Nei, Carl liefir sennilega engan mann
drepið .... hjer hlýtur að vera um mis-
skilning að ræða .... er það ekki einmitt
vegna þess, að þjer hafið komist að þeirri
niðurstöðu, að þjer Ijetuð hann lausan? Ef
það er ekki . . . .“
„Hvað þá?“
„Nei, þjer munduð eflaust ekki kannast
við það .... jeg veit, að það kemur fyrir,
þegar lögreglan hefir ekki fullnægjandi
sannanir, að grunaðir menn eru látnir laus-
ir til þess að ná betri tökum á þeim síðar
.... það væri lúalegt".
Hún þrýsti sígarettunni ofan i postulíns-
skálina.
„Jeg vildi óska þess, að við hefðum ekki
tekið okkur bólfestu hjer, á þessum ömur-
legu krossgötum. En Carl, vesalingurinn,
þráir einveru. En hjer er raunar miklu síð-
ur um einveru að ræða en í þjettbygðum
Iwerfum Parísarborgar.....Beint á móti
okkur, hjónin, sem þjer kannist við. Ómögu-
legir og hlægilegir smáborgarar, sem leit-
ast við að njósna um allar okkar athafnir
.... einkum konan, með skakkan hárhnút-
inn á hnakkanum .... og svo bifreiðaskál-
inn, þrír flokkar . . þrjú vígi, gæti riiaður
sagt, í jafn langri fjarlægð hvert frá öðru“.
„Hafið þjer átl nokkur mök við Mic-
honnets-fólkið“.
„Nei, — maðurinn hefir komið hingað
nokkrum sinnum til þess að bjóða okkur
trvggingar. Carl rak hann á dyr“.
„En skálaeigandinn?“
„Hann stigur lijer aldrei fæti“.
„Það var bróðir yðar, sem rjeði því að þið
flúðuð á sunnudagsmorguninn ?“
Hún þagði stundarkorn, var niðurlút og
kafrjóð.
„Nei“, svaraði hún loks, svo lágt, að varla
heyrðist.
„Rjeðuð þjer því?“
„Já. En jeg var alls ekki búin að lnigsa
málið. Jeg varð sem vitstola út af tilhugs-
uninni um það, að Carl hefði ef til vill
framið g'læp .... Kvöldið áður hafði hon-
um liðið svo ákaflega illa .... svo að jeg
fjekk hann til þess að fara með mjer“.
„Fullvissaði hann yður ekki um það, að
hann væri saklaus?11
„Jú ....“.
„Þjer trúðuð honum ekki?“
„Ekki þá strax“.
„En nú?“
Hún gaf sjer tíma til að leggja áherslu á
hvert einstakt atkvæði.
„Jeg held, að þrátt fyrir öll óhöpp hans,
sje það óhugsandi, að bróðir minn geti
framið glæp, sje hann með fullu ráði ....
en heyrið þjer nú, fulltrúi, hann kemur
sennilega bráðlega heim aftur .... Ef hann
kæmi nú að yður hjer, þá má drottinn vita,
hvað honum kjmni að detta í hug“.
Og hún hjelt áfram, og var nú jafnvel
ekki Irútt um, að bæri á augnagælum,
það lá við, að látbragðið væri ögrandi:
„Þjer ætlið að gera yður far um að reyna
að skilja hann, er það ekki? Þjer reynið að
losa hann úr þessu máli? Hvað jeg skyldi
verða yður þakklát ....“.
Hún rjetti honum hendina, og um leið
rann sloppurinn enn einu sinni ofan af öxl-
inni.
„Verið þjer sælir, herra fulltrúi".
Hann þreif hattinn sinn og gekk á lilið út
úr stofunni.
„Viljið þjer gera svo vel, að aflæsa hurð-
inni, svo að hann verði einskis var“.
Skömmu síðar fór Maigret ofan stigann,
gekk í gegnum salinn með hinum sundur-
leita húsbúnaði, út á grasflötina, sem var
böðuð sólskini, sem þegar var tekið að
verma loftið.
Á veginum drundi í bifreiðum. Það ískr-
aði í hliðhjörunum, þegar hann opnaði
hliðið. Þegar hann kom að bifreiðaskálan-
um, var kallað til hans háðslega:
„Nei, nú er jeg hissa! Þjjer eruð ekki
huglaus".
Þetta var hinn smáborgaralegi og sikáti
herra Oscar, og hann bætti við:
„Jæja, eruð þjer búinn að ákveða vður
um að þiggja einhverja hressingu? Herr-
arnir frá sakamála-rjettinum eru þegar
farnir aftur. Þjer hafið eflaust augnablik
aflögu ?“
Maigret hugsaði sig um, og gretti sig, af
því að vjelamaðurinn var að sverfa málm-
bút með þjalarbroti.
„Tíu litra“, kallaði bifreiðarstjóri, sem
var að nema staðar hjá einni dælunni. „Er
hjer enginn maður viðlátinn?"
Herra Miehonnet, sem enn var órakaður
og flibbalaus, var á rölti i garðkrílinu sínu,
og gægðist út. á veginn, milli rimlanna.
„Loksins“, varð Oscar að orði, þegar hann
sá, að Maigret ætlaði að láta undan með
það, að koma með honum inn i húsið. „Mjer
fellur vel við fólk, sem ekki lætur ganga
á eftir sjer. Það er öðru vísi en um fína
fólkið í húsi ekknanna þriggja“.
V.
MANNLAUSA BIFREIÐIN.
„Þessa leið, fulltrúi .... það er ekki um
neitt prjál að ræða hjá okkur, eins og þjer
munuð skilja .... við erum ekki annað en
algengl verkafólk“.
Hann hratt upp útihurðinni á íbúðarhús-
inu, sem var á bak við skálann, og var þá
komið fvrst inn í eldhúsið, sem einnig var
nolað sem borðstofa, því að þar stóð enn
dúkað borð frá morgunverði.
Þar var fyrir kona í morgunkjól, og var
hún að fægja koparketil.
„Kom-þú hjerna, vina mín, jeg ætla að
kvnna þig Maigret lögreglufulltrúa ....
þetta er konan min, fulltrúi .... Og takið
eftir því, að þó að við höfum vel efni á þvi
að halda vinnukonu, gerum við það ekki,
jiví að J)á hefði konan ekkerl að gera og
mundi drepast af leiðindum“.
Hún var hvorki ófríð nje snotur. Senni-
lega var hún um þrítugt. Flíkurnar sem hún
var i voru fátæklegar, en hún var fáklædd
og j)ó fjarri því að vera girnileg. Hún var
vandræðaleg, j)ar sem hún stóð J)arna
frammi fvrir Maigret, og hafði ekki augun
af manni sínum.
„Viltu gefa okkur einn aperilif, vina mín
.... Hvað segið þjer um sólberjalíkjör, full-
trúi? .... Þjer viljið ef til vill heldur setjast
inn i stáss-stofu? .... Ekki það ? .... Það
líkar mjer þeim mun betur .... Alt er jafn-
an hest sem brotaminst .... finst þjier það
ekki líka, ljúfan mín? .... Nei, ekki j)essi
glös! Stór glös!“
Hann settisl klofvega yfir stól. Hann var
í rauðri skvrtu, vestislaus og hjelt höndun-
um um ýstruna, ofan n)eð buxnahaldinu.
„Hún er hýsna girnileg, hofróðan ])arna i
húsi ekknanna ])riggja, eða livað finst yður?
.... Þó máske sje nú ekki viðeigandi að
hafa orð á þvi, að konunni minni áheyrandi,
.... en okkar á milli sagt, þá er ])að ásjá-
legur kvenkoslur .... Það eru bara vand-
ræði með liann hróður hennar .... riddar-
ann i rolulíki, sem gætir hennar eins og hún
væri fangi .... Það er sagt, þar að auki, að
hann loki hana inni, ef hann þarf sjálft s
að skreppa að heiman, og hann kve loka
hana inni á nóttunni .... Finst yður vcra
nokkur systkina-bragur á |)essu, he?
Jæja, — skál. Æ, vina min, segðu lionum
Jojo, að hann megi ekki gleyma að gcra
við Dardy-bifreiðina“.
Maigret leil lil gluggans, því að hann
heyrði hvin í mótor, sem honum fanst minna
sig á fimm hesta bifreiðina.
„Það er ekki hún, fulltrúi .... Jeg get
sagt vður |)að nákvæmlega, þar seni jeg sil
hjerna, og þó að jeg liafi lokuð augun,
hverjir aka hjer framhjá, um ])jóðhraidina
.... Þetta er gamall skrjóður, sem er eign
vérkfræðingsins á rafmagnsstöðinni .... er-
uð þjer að búast við því, að burgeisinn komi
aftur?“
Klukka, sem stóð á hillu i einu stofu-
horninu, sló ellefu. Gegnum dyr, sem stóðu
opnar, sá Maigret úl i gang, þar sem tal-
síma-áhald hjekk á vegg.
„Þjer drekkið ekkert .... Skál, upp á
góðan árangur .... Finst vður ekki, að.
þetta vera kindugt mál? Þetta uppátæki,
að hafa skifti á bifreiðunum, og einkum þó
það, að stela sex sívalninga bifreiðinni frá
veggjalúsinni þarna, hinumegin við götuna.
Því að hann er ekkert annað en veggjalús.
Þjer getið bölvað yður upp á það, að við
erum búin að fá nóg af nábýlinu við hann.
Jeg hefi gaman af því að sjá vður hjer á
rölti, og mesl hefi jeg þó gaman af því, þeg-
ar þjer eruð að mæla menn með augunum,
»eins og þjer grunið alla .... jeg skal segja
vður, að konan min á frænda, sem líka var
í lögregluliðinu .... fjárglæfra-deildinni.
A hverjum degi þurfti hann að vera við-