Fálkinn - 25.04.1936, Blaðsíða 7
F Á L K 1 N N
7
SHIREY TEMPLE,
litla leikdísin, sem er augasteinn
bæði barna og fullorðinna, sjest hjer
á myndinni eins og liún er í raun og
veru. Fara vinsældir hennar sívax-
andi.
HERDEILDARGEITIN.
Kgl. Wales-herdeildin í Surrey hef-
ir fyrir vendargrip sinn geit eina,
er herdeildin fjekk að gjöf frá Georg
konungi. Hjer sjest geitin og einn
foringinn vera að búa sig undir her-
sýningu.
FREDRICK COOK LIFIR ENN.
Hjer er nýjasta myndin af dr.
Fredrick Cook, þeim sem þóttist hafa
fundið norðurpólinn. Hann varð ný-
lega sjötugur og i tilefni af því gerði
hann kröfu til, að verða tekinn í vís-
indafjelag Bandaríkjanna.
í FRIEDRICHSHAFEN
eru ávalt gerðar veðurathuganir
með þvi að senda upp flugbelgi með
mælitækjum, áður en loftskipin leggja
upp, en lijá stendur maður með mið-
unartæki, er sýnir hvað belginn rek-
ur hratt undan vindi.
BRUNALIÐSMANNABÚNINGUR,
gerður úr asbesti, en þó svo ljettur
og voðfeldur, að menn geta jafnvet
lijólað í honum, sjest hjer á mynd-
inni. Hann hefir verið gerður í Eng-
landi og þykir mesta þarfaþing.
FREYGÁTU-HÁRSKREYTING.
Við fegurðar- og hársnyrtingar-
salhkepni sem nýlega var haldin í
Berlín var meðal annars þessi hár-
snyrting til sýnis. Hárið myndar öld-
ur og á þeim sigtir freygáta í 17.
aldar stíl.
SEINT KOMA SUMIR.
l’essi maður, sem sjest lijer ásamt
dóttur sinni heitir Otto Stukart og
er Austurrikismaður. Hann „týndist"
snemma. i ófriðnum og var talinn
dauður. En hann hafði verið hand-
tekinn af Rússum og kom nýlega
lieim til Wien til fjölskyldu sinnar,
eftir að hafa verið talinn dauður í
21 ár.
AL SMITH,
sem eitt sinn var í kjöri sem for-
setaefni móti Hoover en studdi kosn-
ingu Franklin Roosevelts, er sagður
vera orðinn fráhverfur honum og
ætla að berjast móti honum við
næstu forsetakosningar.
BA.IERSKA „JÓÐLIÐ",
sem líkist talsvert sönglist Guð-
mundar heilins dúllara, er einnig
iðkað í Sviss. Var söngflokkur þáðan
nýlega að ieika listir sínar í Eng-
lí'iidi og sýnir myndin stútku eina
hájóðlandi.
FRAKKLANDSFORSETI,
Lebrun, liefir haft mikið um að
liugsa upp á síðkastið, útaf stór-
pólitiskum viðsjám í álfunni. Hann
sjest hjer á myndinni, ærið þung-
búinn á svip.
MORÐIÐ í MARSEILLE.
Þessi stúlka, sem er Króati og heit-
ir Katlierine Schissler, liefir nýlega
verið tekin föst í Suður-Ameríku fyr-
ir tilmæli frönsku lögreglunnar. Er
hún grunuð um að vera meðsek
morðingjum Alexanders konungs og
Barthou utanrikisráðherra.
FRÁ STRASBOURG.
Strasbourg, hin fræga landamæra-
borg Frakka heyrist oft nefnd um
þessar mundir, þvi að þar hafa
Frakkar aukið stórum setulið sitt sið-
an Þjóðverjar sendu her i Rinarhjer-
uð. í baksýn á myndinni sjest þjóð-
kirkjan fræga.