Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1936, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.05.1936, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N 5 Upp Bláfellsjökul var þungt færi. Á föstudaginn langa, á Bláfellsjökli. Á Hverju kvöldi hlóðum við vegg kringum tjöldin lYi til 2 metra háan. af för okkar fyr en komið er að Múla, var þar fyrir ófærð svo mikil að ilt þótti yfirferðar mönnum og skepnum. Var nú bíllinn skilinn eftir en farang- ur allur fluttur að Geysi á liest- um og kerrum. Komum við þangað um miðnætti. Hjer sem oftar kom luktin að góðú lialdi því án hennar hefði það verið ógerningur að komast áfram i svarta myrkri og' slagveðúrs rigningu, jdir hvörf sem tóku hestunum í kvið, en sjálfir óð- um við aur og vatnselginn í hnje, mestan hluta leiðarinnar. Að Geysir tók Sigurður Greips- son og kona lians prýðilega á móti okkur. Snæddum við þar kvöklverð klæðlitlir mjög, því að rennblautar pjönkur oklcar hjengu hjer og livar um liúsið, hátt og lágt. Kom hverahitinn hjer að góðuin notum, því að miðstöðvarofnar voru heitir og skiluðu öllu þurru í biti næsta dag. Skírndagur (9/4). Kl. 11 f. li. er lagt af stað með 20 hesta, 7 undir klyfjum, 13 til reiðar, en með okkur voru tveir fylgdarmenn. Fyrst í stað gekk ferðin greitt en þegar komið var í Sandfeils- Jilíðar tólc við versta ófærð. Þær eru að mestu uppblásnar, sund- urgrafnar af vatnsgangi, með geysi stórum sandorpnum gilj- um. Þarna hefir vatn og vindur verið að verki og orðið vel á- gengt. Snjór fylti gilin, en vor- leysingin var í algleymingi og gerði þau ótrygg, því undir var ólgandi vatnsstraumur. Hestar urðu liver af öðrum fastir i fönnum, svo bera varð af þeim en menn óðu snjóinn og krap- an í klof. Var ófærðin svo mikil að stundum tók það hálftíma að komast eina tuttugu metra. í hrauninu tók lítið betra við. þar var ýmist krapi eða ótrygg- ur ís. Yfir Farið fórum við á ísbrú og var nú greiðfært mjög er komið var undir Einifell og ekki stansað fyr en á samfeld- um snjó í 500 metra bæð suð- austur af Jarlshettum, þar skildu fylgdarmenn við okkur og hjeldu rakleitt lieimáleið, því tekið var að skyggja og há- lendið alt hulið þoku. Frjettum við seinna, að lekið hefði þá 12 stundir að komast heim, en venjulega er það talið fjögra stunda ferð, enda stóð það til að Jón frá Laug við annan mann færu að leita þeirra, þvi erfitt hefir það verið að koma 20 hestum yfir gjörsamlega ó- færan veg í svarta myrkri og þoku, þrátt fyrir, að þetta voru röskir og ungir menn. f östudagurinn langi (10/4). Kl. 2 e. h. erum við ferðbúnir. Það er þoka og ekkert skygni. Er nú áttavitinn settur á sleð- annog ákveðið að halda IÁ2 kílómetra á bratlann, stefna 42° frá norðri til austurs. Beygja síðan í liánorður, áttum við þannig að liitta í þröngt skarð milli tveggja Jarlshetta. Þetta tókst vel, því stefnan reyndist rjett. Gekk nú vel að koma sleðunum yfir skarðið þvi bratti er ekki mikill þarna. Nú rofar til. Við sjáum á vinstri hönd, himin hátt, aðeins bregða fyrir lirikalega þver- lmíptu hamrabelti Jarlshettunn- ar, en þessi sýn var aftur á svipstundu hulin þoku. Þetta er fremsta (syðsta) Jarlshett- an í 960 metra hæð, mæld af þeim Englendingunum H. J. Simpson og J. W. Wright 1934. Á svipuðum slóðum, eða litlu sunnar var það sem Björn Gunnlaugsson ásamt Guðna Runólfssyni bónda í Brattholti, árið 1834, 7. dag ágúslmánaðar gekk á Langjökul. Segir í Land- fræðissögu Þorvaldar Thorodd- sen, að hann við mælingar á liláfelli liafi sjeð að dalur mik- ill klauf endilangan Geitlands- jökul. Þekti hann eftir afstöðu, að þar mundi vera áframhald af dalsmynni því, er hann sum- arið áður sá af Skjaldbreið og hugði hann Þórisdal þar vera. Hjeldu þeir á jökulinn fyrir sunnan Jarlshettuna fremstu, n. illi miðmorguns og dagmála, á jöklinum urðu fyrir þeim ó- 'al leirstrýtur, vatnsgjár og kringlóttar djúpar liolur sem vatn beljaði í. Um miðaftanleyt- ið, eftir 13 stunda jökulgöngu komu þeir að kletti einum há- um, er stendur upp úr jöklin- um og gaf Björn lionum nafnið ..Klakkur“. Frá Klakk teiknaði Björn fyrst dalinn og mældi af- slöðu hans. Hjeldu þeir sömu leið lil baka að Jarlhettum. Ár- ið eftir fór Björn við 7. mann á hestum enn á ný í dalinn. Lentu þeir í miklum ógöngum og sóttist ferðin seins, liest- arnir komu þeim að litlum not- um, urðu aðeins til trafala í ferðinni. óefað liefði þeim Birni og fjelögum hans sósl betur ferðin, hefðu þeir hafl skíði með. Þessa sömu leið frá Elakk að Jarlshettum fór jeg við fimta mann úr Litla skiða- fjelaginu á Hvítasunnudg 1935, með sleða og mikinn farangur á 5 tímum og fórum okkur að öllu hægt. DOLORES PRIMO DE RIVERA ekkja spánska einræðisherrans var nýlega handtekin, af þvi aS hún fyr- ir rjetti gegn fjórum fascistum hvatti alla viðstadda til þess afi mótmæla dóminum með því að grípa til „hand- aflsins". KNUD HEE ANDERSEN heitir einn af helstu forvigismönn- um Oxfordhreyfingarinnar í Dan- mörku. Er hann prestur í Herlufs- holm. Hjer er mynd af Oxfordprest- inum. Á hájökli. Leiðangursmenn viðra sig og dótið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.