Fálkinn - 30.05.1936, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
V erslunarhiis
Amlrjesar
Anclrjessonar
við
Laugaveg 3.
Klæðaverslun og saumastofa
Andrjesar Andrjessonar 25 ára.
Hinn 1. júní 1911 stofnaði Andrjes
klæðskeri Andrjesson eigin sauma-
stofu sína og verslun með karl-
mannafatnað. Hóf hann starfrækslu
sína í Þingholtsstræti 1. Þaðan flutti
hann í Bankastræti 11, árið 1915, og
var þar til vorsins 1918. Þá keypti
hann hús og lóð Jónasar organista
Helgasonar við Laugaveg 3. Breytti
hann því litla liúsi, sem þá mun hafa
verið nær 75 ára gamalt, og flutti í
það. Rak liann þar síðan verslun
sína og saumastofu þangað til haust-
ið 1920, að hann flutti í nýbygðan
eystri liluta húss síns, sem hann
hafði þá látið byggja á lóðinni við
Laugaveg 3. Viðbótarbyggingu við
Andrjes Andriesson.
þetta hús sitt ljet hann gera 1927,
en fullgert var stórhýsi hans eigi
fyr en á næsta ári, 1928.
Andrjes Andrjesson byrjaði eigin
starfrækslu sína í mjög smáum stíl.
1 fyrstu var starfsfólk hans aðeins
einn sveinn, ein stúlka og einn
lærlingur. En nú starfa hjá honum
45 manns, karlar og konur.
Sýnir þessi mikla fjölgun starfs-
manna hans, hve mjög verslun lians
og iðnaður hefir aukist, enda mun
Andrjes nú reka stærsta klæða-
saumastofu allra hjer á landi.
Hraðsaumadeild á karlafatnaði
setti Andrjes á stofn árið 1933, og
kvennfatasaumadeild og verslun með
kvennfatnað opnaði hann 1935.
Hefir hann sjálfur tvær búðir nú
í húsi sínu við Laugaveg 3, aðra
fyrir karlmannafatnað og hina fyrir
kvenfatnað. Saumastofurnar eru og
líka í húsinu, en þær eru í þrem
deildum. í hinni fyrstu er aðeins
unninn 1. flokks karlmannafatnaður,
þá kemur hraðsaumadeildin og loks
kvenfatadeildin.
Til merkis um skilning Andrjesar
Andrjessonar á högum starfsfólks
sins, þykir vert að geta þess, að
sami klæðskerasveinninn, Guðmund-
ur Magnússon, sem byrjaði starf lijá
lionum í upphafi, er enn starfandi
hjá honum. Annar næst elsti starfs-
maður Andrjesar er Axel Skúlason,
sem lióf nám hjá honum fyrir 20
árum og er nú fyrir 1. fl. sauma-
deildinni.
Á síðastliðnum 25 árum hefir And-
rjes Andrjesson oft farið utan til
þess að afla sjer frekari kunnáttu í
iðngrein sinni — og hefir hann lát-
ið aðra njóta góðs af þekkingu sinni.
Má þar t. d. benda á skrif hans, um
karlmannafatatísku, í blöð og tíma-
rit. í „Fálkanum" hafa hirst greina-
flokkar eftir hann um þessi efni.
Er hann og fyrir löngu síðan orðinn
viðurkendur hér sem einn hinn mesti
kunnáttumaður í iðngrein sinni.
Það voru eigi fáir, sem töldu það
óráð, er Andrjes hóf byggingu versl-
unarhúss síns við Laugaveg 3, og
töldu jjar djarft teflt, er hann keypti
lóðina fyrir um 20 þús. kr. En nú
munu þeir fáir vera, sem átelja fram-
sýni og framkvæmdahug hans. Bygg-
ingin er ein liin myndarlegasta í
þessum bæ, og liggur ágætlega vel
við til verslunar.
Árið 1929 sigldi hann á heimssýn-
inguna, sem þá var haldin í Barce-
lona á Spáni. Var hann einn liinna
fyrstu íslendinga, er flutti fatnaðar-
vörur beint þaðan hingað til lands.
Verslun og iðnaður Andrjesar And-
rjessonar er nú mjög yfirgripsmikið,
enda hefir þróunin verið mikil frá
upphafi, og markviss stefna, sem
aldrei hefir verið út af brugðið.
Starf Andrjesar og athafnir sýna
Þóslega, livað einbeittur vilji og
framsýni getur áorkað.
Þegar litið er yfir síðasta aldar-
fjórðUng sjest, að framfarir hafa
verið miklar á sviði karlmannafata-
gerðar hjer á landi, en margt, segir
Andrjes, að enn sje ábótavant í þeim
efnum, og við ýmsa erfiðleika að
etja. En liann kviðir engu um fram-
tiðina — nema fjárhagsörðugleikum
þeim — og gjaldeyrisskorti, sem nú
þjáir þjóðina.
Andrjes Andrjesson nýtur hylli og
trausts innan lands og erlendis.
L.
Prentsmiðjur!
D R U B I N
prentsvertur og litir
eru ávalt fyrirliggjandi hjá okkur.
H. Benediktsson & Co.
Sími 1228. Reykjavik.
Blikb' oy stállýsistunnnverksmiðja
J. B. PJETURSSONAR
Ægisg-ötu 4 Reykjavík Tryggvagötu 10
Símar:
Skrifstofan 3126 Verksmiðjan 3125 Heima 4125
Pósthólf 125
Elsta og fullkonmasta verksmiðja i sinni grein hjer á
landi. Framleiðir lil liúsabygginga: Þakrennur Þak-
glugga Rennujárn — Loftrör — Ventila o. fl.
Til útgerðar: Allar tegundir af ljóskerum fyrir rafmagn,
gas og olíu — Matarilát allskonar — Vatns- og olíu-
kassa allar tegundir og allskonar smíðar úr látúni,
zinki og blikki.
Blikk- og stállýsistunnur.
Úr skáldsögu: „Augu hennar voru
sem tindrandi stjörnur, munnurinn
líktist fullþroskuðum kirsiberjum og
hið indæla höfuð hennar hvíldi á
hálsi, hvítum og sívölum og löngum
eins og álft“.
----x----
Maður nokkur í Chicago, Pur-
naraen að nafni var orðinn leiður
á lífinu. Hann keypti sjer skamm-
byssu og skaut sig í hjartað, eða
svo hjelt hann að minsta kosti. En
hann dó ekki og þegar læknirinn
fór að athuga hann kom það á dag-
inn, að hjartað í Purnamen var
hægra megin. Og nú er hann kom-
inn til aftur.
----x-----
Lögreglan í Gautaborg hefir kom-
ist á snoðir um það að fjöldi falskra
25-eyringa hefir verið settur i um-
ferð. Ekki hefir þó náðst i mann-
inn eða mennina, sem falsað haf'i
peningana.