Fálkinn - 30.05.1936, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
GEORGES SIMENON:
Líkið
á krossgötunum.
framkvæmir, að því er virðist, á eðlilegan
hátt . . Jeg notaði næturnar til þess að búa
mjer til þennan felustað ....“.
„Er þetta sannleikurinn allur?“
Henni varð liverfl við harðneskjuna i
þessari spurningu?
„Þjfer trúið mjer ekki?“
Hann svaraði ekki, en gekk að gluggan-
um og opnaði hann. Hann dró upp rimla-
skýluna og teygaði svalt kvöldloftið.
Breiður og beinn þjóðvegurinn, fyrir neð-
an liann, var til að sjá eins og biksvart
fljót, sem tunglskinið glampaði á.
Alt í einu varð hann var við loftþrýst-
ing og heyrði gríðarmiklar drunur. Hann
kom auga á ofurlítið rautt ljós, sem fjar-
lægðisl.
Benzíndælurnar voru upplýstar. í húsi
Michonnets var aðeins ljós i einum glugga,
á fyrsta lofti, og enn mátti sjá á glugga-
tjaldinu skuggamyndina af hægindastóln-
um og vátryggingamanninum.
„Lokið þjer glugganum, lierra fulltrúi“.
Hann sneri sjer við og sá, að Elsa skalf
af kulda og leitaðist við að vefja sem hest
að sjer sloppnum.
„Skiljið þjer nú, hversvegna jeg er
hrædd? .... Þjer liafið fengið mig til að
segja all .... En þjer vitið, að jeg vil ekki
fyrir nokkurn mun, að Carl komist í vand-
ræði .... Hann hefir svo oft sagt, að við
yrðum að deyja saman“.
„Viljið þjer gera svo vel að þegja“.
Hann var að reyna að gera sjer grein fyr-
ir því scm hann heyrði, utan úr náttmyrkr-
inu. Þessvegna dró hann liægindaslól sinn
út að glugganum, settist í hann og hvíldi
fæturna á þrepi, sem þar var.
„Jeg segi yður satt, að mjer er kalt“.
„Farið þá í einhverjar flíkur“.
„Trúið þjer mjer ekki?“
„Ilaldið þjer yður saman“.
Hann fór að reykja. Úr fjarska heyrðust
ýmisleg óskýr hljóð, frá bændahýlunum. í
bifreiðaskálanum var verið að hamra stál,
og alt í einu heyrðist suða í mótornum, sem
notaður var til þess að dæla loftið í hil'reiða-
liringina.
„Jeg, sem treysti yður .... og nú . .. . “
. .„Ætlið þjer að þegja? Já eða nei?“
Á bak við eitt trjeð, se mstóð við veginn,
þóttist liann sjá votta fyrir manni. Það hlaut
að vera einn lögregluþjónninn, sem hann
hafði beðið um.
„Jeg er svöng“.
Hann sneri sjer við, sárgramur, og leit á
stúlkuna. Hún bar sig all aumlega.
„Þjer skuluð leita að einhverju ælilegu!“
„Jeg þori ekki að fara niður, — jeg er
hrædd“.
Hann ypti öxlum, gekk úr skugga um að
alt væri með spekt úti fyrir, og afrjeð svo
að fara sjálfur niður. Hann var kunnugur i
eldhúsinu. Rjett bjá olíuvjelinni var kjöt-
biti, brauð og ölflaska.
Hann tók það alt, fór með það upp á loft
og ljet það á lágborðið, hjá postulínsskál-
inni.
„Þjer eruð mjer reiður, fulltrúi . . . .“
Nú var hún alveg eins og krakki. Hann
fann það, að henni lá við gráti.
„Jeg hefi livorki ástæðu til að vera reiður
..jc vingjarnlegur .... Borðið nú!“
„Eruð þjer ekki svangur líka? .... Þjer
getið ekki verið mjer reiður fvrir það, að
jeg liefi sagt sannleikann?“
En hann sneri að henni bakinu, og horfði
út um gluggann. Innan við gluggatjaldið
stóð frú Michonnet álút hjá manni sínum,
eins og hún væri að gefa lionum meðal, því
að liún hjelt skeið upp að andliti hans.
Elsa hjelt á kálfskjötsbita á milli fingra
sjer. Hún tugði rækilega, en það var auð-
sjeð, að lítið var um ánægjuna. Siðan helti
hún öli í glas.
„Það er vont“, sagði hún með viðbjóðs-
svip. „En hversvegna lokið þér ekki þessum
glugga. Jeg er lirædd .... er yður ómögu-
legt að sýna mjer meðaumkun?“
Hann lokaði glugganum skyndilega, snjeri
sjer síðan við, mældi Elsu frá livirfli til ylja,
og virtist vera að verða reiður.
Hann sá þá, að liún fölnaði upp, alt i einu,
augun urðu sljó og liún rjetti út aðra liend-
ina, eins og liún væri að þreifa eftir ein-
hverju lil'þess að styðja sig við. Hann brá
við og tókst honum að grípa utan um hana,
rjett um leið og hún fjell í öngvit.
Hann lagði hana varlega niður á gólfið,
lyfti upp augnalokunum til þess að athuga
sjáaldrið. Síðan greip hann ölglasið og þef-
aði af því. Það lagði einkennilegan þef upp
úr glasinu.
Á lágborðinu var teskeið, sem liann tók
og þrýsti inn á milli tanna stúlkunnar, og án
þess að hugsa sig um, ýtti hann skeiðinni
inn í munninn og upp í kok. Það fóru
krampadrættir um andlit og brjóst stúlk-
unnar.
Elsa lá endilöng á teppinu. Tár hrundu
undan augnalokunum . . Um leið og hann
vck höfðinu við, þannig að vanginn nam við
teppið, fjekk hún ákafan hiksta.
Og skeiðinni var það að þakka, að nú fór
hún að kasta upp. En upp úr henni kom
gulleitur vökvi, sem rann út á gólfið og yfir
sloppinn.
Maigret tók vatnskönnu, sem stóð á þvotta
borðinu og vætti andlit stúlkunnar. Og
smámsaman fjekk hún meðvitundina aftur.
Hún stundi við. Og loks lyfti hún upp höfð-
inu.
„Hvað er þetta?“
Hún reis upp ringluð, — eins og hún vissi
hvorki í þennan heim nje annan, leil á
blettinn á teppinu, skeiðina, ölglasið.
Síðan setti að henni grát og hún tók báð-
nm böndum um liöfuð sjer.
„Þarna sjáið þjer, að það var engin upp-
gerð, þegar jeg sagði, að jeg væri hrædd . .
þeir hafa byrlað mjer eitur .... og þjer
vilduð ekki trúa mjer“.
Ilún tók viðbragð og spratt á fætur, og
Maigret gerði hið sama. Langa stund stóðu
þau bæði hreyfingarlaus og lögðu við hlust-
írnar.
Það hafði verið skotið úr byssu, rjett lijá
húsinu, — sennilega í garðinum. Og á eftir
skothvellinum höfðu þau heyrt hást neyðaróp
Utan af veginum lieyrðist langt, skerandi
hljóðpípumerki. Einhverjir komu lilaup-
andi og hristu garðshliðið. Út um gluggann
sá Maigret rafmagnslugtir lögregluþjóna
sinna, en þeir fálmuðu í ýmsar áttir i
myrkrinu.
í tæpra hundrað metra fjarlægð, gaf að
líta skuggamyndina í glugganum lijá Mich-
onnet. Frúin virtist vera að liægræða kodda
undir liöfðinu á vátryggingamanninum. . .
Maigret opnaði dyrnar. Ilann heiæði ein-
hvern hávaða niðri í húsinu. Það var Lucas,
sem kallaði:
„Monsieur Maigret!“
„Hver var skotinn?“
„Það er Andersen .... Hann er ekki
dauður .'.. . Komið þjer niður!“
Maigret leit við og sá að Elsa liafði tyll
sjer í legubekkinn. Hún studdi olnbogunum
á knje sjer og hökunni í lófana. Hún starði
fram undan sjer, beit saman tönnunum, og
allur líkaminn nötraði.
VII.
Tvö sár.
Carl Andersen var borinn upp á herbergi
sitt. Einn lögregluþjónninn gekk á eftir
burðarmönnunum, og hjelt á lampanum úr
stofunni. Hinn særði maður gaf ekki frá
sjer neitt hljóð og bærði ekki á sjer. Þá fyrst
er búið var að leggja liann á rúmið og Mai-
gret laut ofan að honum, opnaði hann
augun.
Anderson þekti Maigret, og það var eins
og lionum ljetti, þegar hann sá hann. Hann
rjetli Maigret hendina og lautaði:
„Elsa?“
Hún stóð á þrepskildinum. Dökkir baug-
ar voru undi raugunúm. Hún beið, altekin
ótla.
Þetta var átakanlegt. Andersen hafði tap-
að svarta einglyrningnum sínum. Heilbrigða
augað var flöldandi og liálf-lokað, en gler-
augað starandi og ósnortið.
Olíulampinn bar daufa birtu, og var því
liálf draugalegt um að litast í berberginu.
Utan úr garðinum lieyrðist fótatak lögreglu-
þjónanna.
Elsa ætlaði varla að þora, að koma til
bróður síns, þegar Maigret bað hana þess.
„Jeg hygg, að bann sje langt leiddur“,
livislaði Lucas að Maigret.
Hún heyrði það. Hún virti bróður sinn
fvrir sjer og hikaði við að koma til lians,
en hann starði á liana og gerði tilraun til
þess að rísa upp í rúminu.
Þá fór hún að kjökra, hljóp úl úr her-
berginu og inn í sitt herbergi, og fleygði sjer
á legubekkinn, hágrátandi.
Maigret gaf yfirlögregluþjóninum bend-
ingu um, að liafa gætur á henni, en sjálfur
fór hann að sinna særða manninum, bjálp-
aði honum úr jakkanum og vestinu, og fór
að öllu rólega og liðlega, eins og sá, sem
æfður er i slíkum handtökum.
„Ekki hræddur .... Það er búið að senda
eftir lækni .... Elsa er í sínu herbergi.
Andersen þagði eins og liann væri altek-
inn af einhverjum dulrænnm kvíða. Hann
litaðist um, eins og hann væri að reyna að
ráða einliverja gátu, eða komast til botns í
einhverju leyndarmáli
„Jeg skal hlusta á skýringu yðar eftír
stundarkorn .... en . .. . “