Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.05.1936, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N TRYGGVI MAGNÚSSON: JÖKULFÖR UM HÁVETUR Viðhorf íslendinga gagnvart óbggðum landsins hefir á stuttum tíma gjörbreyst frá því, sem áður var. Það þótti þá glæfraför að ganga á jölda sjálfan sumardaginn og hreystiverk að voga sjer inn í óbygðir eftir að seinustu fjárleitarmenn komu af afrjettum. Ná er öldin önnur. Tímamót markaði það óneitanlega, þegar L. H Midler og fjelagar hans gengju á skíðum suður sprengisand um hávetur. Og tíðindum þótti það sœta, er nokkrir góðir göngumenn rjeðust í það að ganga á jökul að vetrar- lagi. Um síðastliðna páska endurtók sú saga sig, — og það var heill hópur matina, sem gekk á Langjökul, ellefu talsins. Um sama leyti fóru tveir skíðamenn inn í Kerlingarfjöll, Engum varð meint við ferðina. Og til bygða komu þeir allir „ryð- brúnir af sólskini“ eins og Suðurlandabúar og þóttust allir hafa gert góða ferð, þó að veður væri frekar í óhagstæðara lagi. Fálkinn hefir beðið Tryggva Magn- ússon verslunarstjóra, að segja iesendum blaðsins dálítið frá ferðalaginu á Lang- jökul og birtist í þessu blaði fyrri hluti ferðasögu hans. Er þar sagt frá fyrri ferð- um á Langjökuf, útbúnaði undir ferðina og rakin ferðasagan þangað til komið er upp að jökli. í næsta blaði verður svo birt frásögn Tryggva af ferðalaginu um sjálfan jökulinn. Bitstj. í landafræðissögu próf. Þor- valdar Tlioroddsen er getið um landabrjef Jakobs Zieglers er fyrst kom út í Strassborg árið 1532, þar er svo sagt frá, að Is- land sje frá norðri til suðurs, nærri 200 mílur á lengd, en eyjan sje að mestu fjöllótt og óræktuð, en þar sem sljettlend- ið er, segir liann, að liagarnir sjeu svo kjarngóðir, að menn verði stundum að reka fjeð það- an svo að það kafni ekki af fitu. Hann talar um eldfjöll, og segir, að í þeim sjeu fangelsi fyrir óhreinar sálir, hann talar líka um svipi druknaðra manna sem hann segir að gangi Ijós- um logum á íslandi. Frá fyrri hluta 17. aldar er getið liinnar einu rannsóknar- ferðar um öræfi er Islendingar fóru, ferðarinnar í Þórisdal 1664 (Landfræðissaga próf. Þorv. Thoroddsen). Mönnum voru þá litt kunnari öræfi Is- lands en í fornöld. Menn þektu þá aðeins neðri fjárleitir, en voru deigir á allar ferðir uni óbygðir og öræfi, olli því mestu hjátrúín á tröllasögur og iiti- legumenn, sem alment var álit- ið að lijeldust við i öræfum ís- lands, enda er þess minst að að margir hafi flúið á fjöll til að forða lífi sínu þegar Stóri- dómur var í hlóma sínum og grimmustu refsingum var beitt fyrir þær sakir sem á vorum dögum mundu engar teljast. Mikil breyting hefir á þessu orðið því það mun varla ofsagt, að óbygðir íslands sjeu að verða leikvöllur æskulýðsins. — Ferð þeirra prestanna Ilelga Grims- sonar (d. 1691) og Björns Stef- ánssonar (d. 1717) er þeir riðu í Þórisdal 1664, varð fræg um land alt og þótti breystiverk með afbrigðum. Lögðu þeir upp frá Húsafelli öndverðan dag, næstan eftir Ólafsmessu fyrri, (28. júlí); voru þeir við fjórða mann og höfðu með sjer nesti og tjald. Hjeldu þeir upp Geit- löndin sunnan Hádegisfells. Segja þeir svo frá ferð sinni, að þegar að jökulröndinni kom, urðu fyrir þeim ógurlegar sprungur og gjár og var jökull- inn all ófrýnilegur ásýndum, tjáði nú ei þar yfir að standa, annaðhvort var frá að hverfa eða til. að ráða. Þá strengdi Björn prestur þesjs heit, að hann skyldi komast með hest sinn, er Skoti var kallaður, upp á jökulinn og finna Þórisdal, ef í jöklinum væri og ei aftur hverfa nema austur af jöklin- um ella, en Helgi prestur hjet þvi, að hann skyldi leitast við að koma þvi fólki, er þeir kynnu að finna i dalnum, til kristinnar trúar, og samþykti Björn prestur heitið að sínum hlut. Því næst tóku þeir það ráð, að þeir skildu eftir einn hestinn, tjaldið og farangurinn og Ijetu piltinn gæta þess, og átti hann að bíða þeirra þar og láta þar fyrirberast, hvað sem igjörðist þangað til þeir kæmu aftur næstu nótt eða næsta dag forfallalaust. En það er frá ferð þeirra klerka að segja, að j>eir komu að lmjúk nokkrum er stendur vestan Þórisdals, og siðan her nafnið Prestahnjúkur. Þar liöfðu þeir fagurt útsýni yfir dalinn og austur yfir jökul alt til öræfanna upp af Biskups- tungum. Menn fundu þeir enga og engin vegsummerki þess að þar hafi nokkru sinni menn dvalið. I júlímánuði 1835 gekk Björn Gunnlaugsson við 7. mann i dalinn, Skjal^breiðarmeginn. Þorvaldur Thoroddsen 1899 og Dr. Wunder 1910. Eftir þvi, sem jeg hefi komist næst, fara ekki fleiri í dalinn fyr en Nafn- lausafjelagið i ágústmánuði 1918 (Eimreiðin 1918 bls. 206 —217 eftir Björn Ólafsson) urðu þeir Nafnlausufjelagar upphafsmenn að þvi að Reyk- víkingar fóru að leggja leið sína á Langjökul en þó sjerstak- lega i Þórisdal, má það nú telj- ast algengt að æskulýður Reykja vikur, piltar og stúlkur bregði sjer i dalinn um helgar og iðki þar skíða- og jökulgöngur. Útbúnaður. Það varðar mestu, livort held- ur er i vetrar eða sumarferðir á jöklum, að útbúnaður allur sje góður, ekkert má vanta, enginn óþarfi hafður meðferð- is. Gera verður ráð fyrir hörku frostum, fárviðrum, asa hláku, þoku og snjóbirtu. Var okkur þetta fjdlilega ljóst þegar sú á- kvörðun var tekin, að leggja Langjökul undir fót að vetrar-* lagi, því kynst höfðum við dutl- ungum Langjökuls að nokkru áður. Tveim mánuðum fyrir Páska var undirhúningur liaf- inn. Þáttakendur voru þeir: Ólafur Iiaukur, Magnús And- rjesson, Friðþjófur 0. Jolmson, Einar Guðmundsson, Árni Har- aldsson, Björn Iljaltesled. Kjart- an Hjatlested, Stefán G. Björns- son allir úr Litla skíðafjelaginu og Guðmundur Sveinsson, Þór- arinn Arnórsson og jeg. Skift- um við okkur í 3 flokka, var foringi fyrir hverjum flokk, liafði liann þann starfa með höndum að annast allan útbún- að. Þrjá sleða höfðum við með, úr stálpípum, grindin var 50 X 150 cm. að flatarmáli, fest á stór og sterk skíði, klædd stál- þynnum, fylgdu tvö 1x5 mtr. segl hverjum sleða. Þá höfðum við 2 járnbent koffort úr kross- við fyrir livern sleða, en milli þeirra var vatnsheldur kassa- myndaður poki, en í honum voru svefnpokar, tjald auk fatn- aðar o. fl., en að mestu matur og eldsneyti i koffortunum. Hjól, sem mældi vegalengdina fylgdi einum sleðanum og 3" bátaáttaviti sem lýsa mátti upp í myrkri með rafmagnsljósi. Aulc þess höfðiun við tvo litla spíritus áttavita, hita- og hæðar- mælira, 300 kerta olíulukt sem reyndist okkur ómetanleg þá er tjaldað var eða áfram lialdið í myrkri, 4 skóflur, vindsængur (Lilo) höfðu allir, svefnpoka úr gæruskinni en utan um þá voru pokar úr þykku vindheldu efni, þá liöfðum við 3 tjöld. Lisli sá er hjer liggur fyrir framan mig, yfir úthúnað fyrir hvern flokk er i 140 liðum; er nú liver hlutur viktaður og vandlega gengið frá öllu i 14 böggum og vóg hver baggi 40 ldló. Með þetta er lagt af stað. Miðvikudaginn (8/4). Laust eftir liádegi vorum við fjelagar ferðbúnir, segir ekki Útsýni yfir Karlsdrátt, tekið af hábungu Skriðufells. Á leið niður í Þórisdal fram með Geií- landsjökli. Síðasti tjaldstaður suður af Björnsfelli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.