Fálkinn - 20.06.1936, Blaðsíða 1
Á síðustu ávum hafa ýmsir ferðamenn lagt leið sína af norðanverðum Kjalvegi norðan Langjökuls og ýmist vestur á Arnar-
vatnsheiði eða niður með Norðlingafljáti og þaðan til bygða. En skarðið vestan Balljökuls og austan Eiríksjökuls og Flosa-
skarð, sunnan Eiríksjökuls og norðan Geitlandsjökuls mun fáum kunnugt enda er þar ófrjótt. En stórfenglegt er þar og tröll-
aukið, enda eru þarna taldir gamlir útilegumannabústaðir. Eiríksjökul er all ólíkur því sem hann er að vestan, þegar horft er
ó hann austan frá, en þaðan er myndin hjer að ofan tekin. Þar ganga fjallsranar og skriðjöklar á milli út úr jöklinum niður að
eyðilegum söndum, sem myndaðir eru af gömlum jökulframburði. Myndina tók Þorsteinn Jósepsson.