Fálkinn - 20.06.1936, Blaðsíða 6
G
F Á L Ií I N N
Rökkur undir Helvellyn.
(Þýdd draugasaga).
Á Dunmail-hálsinum skildi
jeg bílinn eftir við hliðina á
stóru ávölu vörðunni, sem stend
ur efst á brúninni, og byrjaði
að klifra upp bratt fjallið.
Það er einhver virðugleiki yfir
stórum hæðadrögum, vegna
þess að tönn tímans hefir ekki
hreytt þeim. Meðan jeg staldr-
aði við til að kasta mæðinni, var
jeg að hugsa um það, hvað við
Londonarbúar eigum svo að
segja ekkert fast umhverfi. —
Jeg fer heim i næstu viku og
kem þá að nýjum borgarmörk-
um. En hjerna — fyrir þúsund
árum síðan, þegar síðasti kon-
ungurinn yfir Cumberland fjell
í bardaganum fyrir neðan þenn-
an stað, þá hafa saxnesku sigur-
vegararnir strokið svitann úr
augum sjer, hallað sjer fram á
skarðbarin sverð sín og horft
niður eftir þessum sama dal.
Á hæðina- virtust alt í einu
komnar verur, — þessir fáu
tryggu fylgismenn, sem i lok
blóðbaðsins höfðu hrifsað kór-
ónu Dunmails konungs, að lion-
um föllnum og flúið með liana
hingað upp í sumarrökkrinu,
til þess að sökkva henni í tjörn.
Þeir virtust vera að flýta sjer.
Jeg hjelt áfram. Jeg þurfti
sjálfur að flýta mjer, ef j íg
ætlaði mjer að klifra upp að
tjörninni og doka við þar um
stund, áður en jeg færi niöur
aflur fyrir myrkur. Sólin \ ar
að ganga til vesturs og hamra-
ldíðarnar á Helvellyn að blána.
Grasið lireyfðist í golunni ....
Hálftíma seinna, þegar jeg fór
yfir eyðilegan háls milli tveggja
tinda, sá jeg tjörnina liggja
fram undan.
Blikandi svört lá hún undir
hamralilíðinni í grunnum, löngu
útsloknuðum gíg, grasivöxnum
og skriðuhlaupnum. Jeg þræddi
gígbarminn þangað til jeg sá
niður í Patterdal, i Gegnum
langt tómt skarð hinumegin
tjarnarinnar. Augnarbliki síðar
kom jeg að tóftarbroti, sem jeg
hjelt vera gamla rjett.
Djúp sprunga skarst ofan í
harða klettahlíðina og lokaðist
niður við grasmörkin á balan-
um, sem lá niður að tjörninni.
iTuttugu fetum ofan í sprung-
unni lá grjóthrúga, eins og
henni hefði áður verið lokað
þar með upphlöðnum grjótvegg.
Á þessa hrúgu settist jeg og var
búinn að taka utan af því sem
eftir var af brauðinu mínu, þeg-
ar sagt var með dimri röddu
fyrir aftan mig: „Það er drjúg-
ur spölur fyri rþig niður skarð-
ið, ef þú ert að fara niður til
Patterdale“.
Jeg þaut upp dauðskelkaður.
Það var svo bjart ennþá, að jeg
hefði getað svarið að það var
enginn í klettasprungunni, þeg-
ar jeg leit inn í hana hálfri mín-
útu áður; og þó hlaut hann að
hafa verið þar sem jeg sá hann
núna, í fjarlægasta horni sprung
unnar, milli tveggja lóðrjettra
hamraveggja, tíu feta liárra og
með fjármannsstaf þvert yfir
hnjen. Hann stóð upp og band-
aði til mín hendinni. „Sestu
lieldur lijerna piltur minn, það
er betra skjól hjer“.
Hann var auðsýnilega afkom-
andi þessara lornu norrænu
víkinga, sem ennþá sýna svo
greinileg ættarmörk sín þarna
inni milli cambrisku fjallanna
grannvaxinn, stórbeinóttur,
ljóshærður og einkennilega ljós-
bláeygur.
„Jeg átti alls ekki von á þessu“,
sagði jeg klaufalega. Hann kink-
aði kolli. „Nei, það er svo fá-
ment lijerna á þessum bletti“.
Hann hallaði sjer upp að
klettaveggnum og með illúðlegri
kurteisi — jeg veit ekki hvernig
öðruvísi ætti að lýsa því —
benti hann mjer að setjast á
helluna, sem liann liafði staðið
upp af. Jeg, sem ennþá var hálf
ruglaður, rjetti að honum brauð
ið mitt til að bjóða honum bita
með mjer. Hann þáði það ekki.
„Jeg er nú ekki mikið fyrir mat-
inn —“, sagði hann og blá augu
hans horfðu fast á mig. Nú, þeg-
ar fyrsta undrunin var liðni hjá,
fór mjer ekki að verða um sel;
ekki vegna neins sem hann
hafði sagt — þó þessi blákalda
breinskilni cumbriska fólksins
hljómi oft eins og ókurteisi i
eyrum ókunnugra — heldur
vegna þess að jeg mundi eftir
því að jeg var með fjörutíu
sterlingspund í veskinu og gull-
urkeðjan mín virtist vera það
sem hann liorfði svona fast á.
Hafði hann ekki lagt sjerstaka
álierslu á setninguna þegar hann
sagði: „Jeg er nú ekki mikið
fyrir matinn“ . . . . ? Og þá tók
jeg alt í einu eftir því, að með
því að láta mig fá sitt sæti,
liafði hann komist i milli mín
og sprunguopsins.
Eins kæruleysislega og jeg gat
sagði jeg: „En jeg er alls ekki á
leið niður til Patterdale, jeg er
með öðru fólki á hinurn vegin-
um —“.
„Á hálsinum?“ tautaði hann
rólega. „Það er nú drjúgur spöl-
ur þangað líka“. Látbragð> Iians
jók á grun minn. Aaugu hans
höfðu hvarflað frá úrkeðjunni
og liorfðu nú beint framan í mig
hæðnislega að þvi er mjer fanst,
— eins og liann læsi hugsanir
mínar. „O-o, það er nú ekki svo
langt; bara skemtilegasta ganga
þegar maður er fær um að passa
sig sjálfur“, sagði jeg ákveðinn.
Hann svaraði því engu og jeg
lijelt áfram: „Jeg kom lijer til
að sjá tjörnina —“
„Vegna hvers?“ spurði hann
stuttlega.
„Nú, ef þig langar til að vita
það, þá var það vegna sögu
sem jeg hef heyrt um Dunmail
bálsinn, um konungskórónu,
sem fleygt var í tjörnina þarna
og það er sagt að svipir löngu
dauðra hermanna þessa kon-
isngs, komi hjer og veiði upp
kórónuna einu sinni á ári . . . . “
„Mjer líkaði alls ekki hvað hann
horfði mikið á mig, en liann var
ábyggilega lieiðarlegasti náungi.
Tilhugsunin um stigamenn á
þessum slóðum virtist hálf hjá-
kátleg og hann var vissulega
enginn flakkari, það var auð-
sjeð. Ilann er fjárliirðir, hugs-
aði jeg. En hvern fjandann
varðaði hann um það, hvers
vegna jeg hafði gengið upp að
•'inni? Nú jæja, þú hefir
spurt og þjer liefir verið svarað,
gerðu við það hvað sem þú vilt,
— en jeg þori að hengja mig
upp á að þú liefir aldrei hevrt
talað um Dunmail ....
„Já það er satt og þeÚNgera
það enn þann dag í dag“, greip
hann fram i hugsanir mínar.
„Gera hvað?“
„Veiða upp kórónuna. — Jeg
hefi margoft sjeð þá gera það“.
„Þú liefir sjeð þá? En það
er bara gömul saga, sem —“
„Þú trúir því þá ekki?“
„Jeg hefði nú bara lialdið síð-
ur en svo. Jeg —“
„Nú? Hvern fjandann ert þú
þá að gera hingað upp?“ Hann
hætti að stara á mig og gekk
rólega yfir að grjótinu, sem
hrunið hafði úr veggnum og
settist niður (en jeg tók eftir
að hann var ennþá á milli mín
og gjáropsins). Rödd hans, þótt
gróf væri, var nú lieldur mýkri
en áður, það var kominn ertn-
ishreimur i hana og kímnis-
glampa brá fyrir i hörðu og
kuldalegu augnaráði hans. „Þú
ert sennilega frá London? Það
er lengra en jeg hef nokkurn-
"ma farið, — eða kært mig um
að fara. Jeg hefi lieyrt það sagt
að þeir þarna í London sjeu
búnir að grafa sjer holur, svo
að þeir geti þotið fram og aft-
ur, neðan jarðar eins og rottur,
endanna á nxilli í borginni“.
„Já það er rjett —“
„Jeg skal trúa þjer, — og
þó skal jeg segja þjer, að það
er fjandanum erfiðara að trúa
því lieldur en nokkurri drauga-
sögu; en jeg ætla að trúa því
úr því að þú segir það —, það
er engin ástæða til að við sjeum
að ljúga hvor að öðrum“. Hann
liallaði sjer áfram. „Og jeg skal
segja þjer það, að jeg hef liorft
á þessa heiðnu pilta ná i kórón-
una sína þarna upp úr“. Hann
kinkaði kolli í áttina til tjarnar-
innar. „Ef þú trúir því ekki þeg-
ar jeg segi það, þá gjörðu svo
bú þarft þess ekki. En rjett
er rjett“
Jeg var orðlaus. Mjer hafði
vissulega ekki dottið í liug að
jeg ætti í kasti við brjálaðan
mann —; en var annars nokk-
ur ástæða til að hann væri brjál-
aður? Draugasögur eru algeng-
ar i flestum hornum heimsins.
en það voru samt einhver brjál-
æðisrök í þessu tali hans, sem
alveg slóu fæturna undan mjer.
Hleypidómalausum manni gat
þótt neðanjarðar-járnbraut al-
veg jafn yfirnáttúrleg og nokk-
ur skrækjandi draugur.
„Það væri nógu gaman að vita
livað þú sást“, sagði jeg.
Hann ypti öxlum. „Það er nú
ekki mikið frá að segja. Þeir
eru eittlivað tíu til firptán, sem
dragnast hjer upp á hverju ári,
hægt og sigandi, eins og þeir
væru dauðuppgefnir; þegar þeir
eru búnir að ná í kórónuna,
fara þeir aftur niður fjallið —
en þú kannast víst við söguna?
Þeir berja á Dunmail vörð-
una með kórónunni og gamli
karlinn kemur út og segir:
„Eldd enn“. Og eftir kltikku-
tíma eru þeir komnir aftur. A
björtum sumarnóttum sjesl
glantpa á kórónuna þegar þeir
fleygja henni út í tjörnina aft-
ur, og svo sekkitr hún til botns
og liggur þar til næsta árs. Þeir
sjást ágætlega hjeðan þegar þeir
fara ltjer fyrir ofan gjána; sið-
an fara þeir i stórum boga nið-
ur að vatninu. Þeir eru manna-
fælnir, það er einhver siður hjá
þeim — já og þeir forðast hús-
ið“.
Jeg glápti. Staðurinn var al-
gjörlega auðtir. „Húsið? Hvaða
hús?“
„ Mitt —“.
Rödd hans breyttist skvndi-
lega. Hann stóð upp og rjetti úr
sjer. Hann stóð milli mín og
gjárendans, svo að mjer var
engin leið að komast í burtu.
„Mitt. Mitt var það og mitt
mun það verða áfram, alt að
dómsdegi“.
Jeg leit í augu hans aftur —
og varð lafhræddur. „Jeg — s-
sje ekkert hús hjerna —“ stam-
aði jeg.
„Af því þú situr á því — nei,
vertu kyr, þjer er það velkomið.
Það er ekki þjer að kenna þó
— hann, sem átti sökina á því,
— ltann er i Helvíti“. Rödd hans
þrumaði hranaleg og ógnandi,
þar sent ltann stóð þarna þvert
fyrir hrundum veggnum, sem
einu sinni hafði verið húskofi;
lirikaleg hlíðin á Helvellyn
fjallinu blasti við fvrir aftan