Fálkinn - 20.06.1936, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
í Gyðingalandi hefir ali logað í 6-
friði síðustu vikurnar, svo að Eng-
lendingar hafa orðið að flytja þang-
að her til þess að hæla uppþotin
niður. Það eru Arabar, sem hafa ó-
kyrst svonan til þess að mótmæla
hinum sívaxandi innflutningi Gyð-
inga. En jafnframt er óeirðunum
stefni gegn Bretum. Hjer á mynd-
inni sjást enskir hermenn á verði
á veginum milli Jaffa og Tel Aviv.
Myndin að neðan er frá Addis
Abeha og tekin rjett áður en ítalir
tóku borgina. Lenti þá alt í upp-
námi og sluppu þeir best, sem höfðu
vit á að flýja, því um það leyti sem
ítalir komu lenti þarna í blóðugum
bardögum og stigamenn óðu uppi
og drápu, rændu og lögðu eld að
húsum.
Gamla danska freigátan „Jylland“
hefir verið gerð að sumarheimili
ungmenna, sem búa þar um borð
og njóta lífsins. Á myndinni hjer að
ofan sjest söngflokkur drengja, er
aðstoðaði við vígslu skipsins, en
á ræðustólnum Godfred Hansen
kapteinn, sem mest og best hefir
beitt sjer fyrir því, að varðveita
skipið frá niðurrifi.
1 Kaupmannahöfn er síopin sýning
fyrir listiðnað og hefir sýning þessi
verið ankin mikið nýlega. Er þar
alt sem nöfnum tjáir að nefna,
einkum innanstokksmunir allskon-
ar. Krónprinsinn er verndari þess-
arar sýningar og opnaði hann hina
stækkuðu sýningu. Á myndinni til
vinstri sjest Ingrid krónprinsessa
vera að prófa stóla á sýningunni.