Fálkinn - 20.06.1936, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
8
unamája
hann og sólin, sem var að hníga
til viðar, glampaði í fölum æðis-
legum augum hans. „Gamlar
sögur. Það er það, sem þig lang-
ar til að lieyra. Jeg skal segja
])jer nokkuð, sem er hrifa-
meira en gamlar lieiðinna
manna orustur og slikt“. Augu
hans leyftruðu og jeg hopaði
undan.
„Hefirðu heyrt talað um John
Grierson?“
Jeg hristi höfuðið.
„Þegar hús þetta stóð, þá var
það hans eign —r. Það var smygl-
að í fjöllunum í þá daga. Þeir
komu með bátsfarma sína af
smyglvörum inn í Calderána,
eða Drigg og þar voru svo
menn fyrir til að fylgja þeim
upp Wasdalinn, þrettán mílur í
kola myrkri; svo næstu nótt
komu menn frá Borrerdal, sem
sóttu þá yfir skarðið og fylgdu
þeim yfir í Watendlath. Á þriðju
nóttu fóru þeir yfir Dunmail-
hálsinn, hjerna fram lijá og yf-
ir í Patterdal. En það er fjandi
langt frá Watendlath yfir í Pat-
lerdal á dimri vetrarnóttu, svo
að, þegar veðrið var vont, þá —“
Hann stoppaði og horfði á
mig með kænlegu augnaráði.
„Jeg segi eklti meira en þetta.
Á illviðrisnóttum svaf Grier-
son fast. Það var kanske dálítið
traðk á meðan hann svaf, eða
dálítil olíulykt, af logandi lukt-
um; það getur verið. En hann
svaf fyrir það. Næsta morgun
var svo búið að stafla stórum
])ökkum, reirðum saman með
ólum og snærum, upp við vegg-
inn á rúminu hans. Þeir lágu
þar allan daginn, en Grierson
gekk til vinnu sinnar, fór með
kindurnar út á fjall og því um
líkt — og læsti dyrunum á eftir
sjer. Næstu nótt dreymdi hann
svo aftur um fótatraðk, en þeg-
ar hann vaknaði, voru pakk-
arnir allir á bak og burt. Hann
gætti sín vel hann Grierson, að
hann ekki vaknaði af slíkum
draumi eða sæi nein andlit, nje
lieldur þekti hann nokkurnlíma
neina rödd. Þegar hann svo
loksins vaknaði, var orðið al-
bjart og ekki mannleg vera sjá-
anleg; en altaf lá gullpeningur
eftir á borðinu“.
„En smygl, sem atvinna, er
löngu dautt og úr sögunni hjer
i nágrenninu“, lirópaði jeg.
„Það er margt, sem talið er
dautt og þó lifir áfram“. Grimd-
arleg ljós augun störðu mig.
„Þetta hlýtur að hafa verið
fyrir löngu síðan?“
„Nógu löngu, já. En hvað er
tíminn á þessum slóðum? Fjöll-
in breytast eltki .... John Grier-
son gekk ekki sem verst. Þau
eru mörg skippundin af smygl-
vöru, sem hlaðið hefir verið upp
þarna, sem þú situr núna, góði
minn. Salt sóttu þeir; brennivín
frá Isle of Man; skoskt whisky
frá Galloway. Hann hafði leir-
pott fullan af gullpeningum
undir þessu gólfi — kann að
vera að þú hugsir að hann hafi
verið nirfill, það má líka segja
að hann hafi sjeð fyrir þann
tima, þegar hann yrði of gamall
til að gæta kinda. En hann lifði
það ekki að njóta peninganna
íf
Augun störðu ógnandi fram-
an í mig og óskaplegur ótti
greip mig.
„Og svo eina nóttina, dreymdi
John Grierson sinn síðastadraum
Næst þegar piltarnir komu með
vörur sínar, var hjer kominn
nýr húsbóndi — huh. Þeir
spurðu einskis. Þeim var alveg
sama; en þeir slcildu þó
gullið eftir sem áður, enda þótt
það væri ekki Grierson, sem
nyti þess“.
„Hvað varð þá af Grierson?“
spurði jeg, veikum rómi. Eitt
augnablik stóð hami og glápti
niður á mig. Fyrirlitning og háð
skinu úr augum lians.
„Þú stígur ekki i vitið, piltur
minn. Jeg skal segja þjer hvað
varð af Grierson. Hann fjekk
hjarðmannsstaf í gegnum bark-
ann. Já, góði minn, það var
svona stafur —“. Hann lyfti
stafnum sínum skyndilega og
jeg sá langan járnbroddinn neð-
an i honum. Ef hann, á því
•augnabliki, liefði rekið hann i
hálsinn á mjer, er jeg viss um
að jeg hefði ekki getað hreyft
mig.
„Hann var nýfarinn út að
tjörninni með litla ketilinn sinn
það var um sólarlagsbil, eins
og núna — þegar hinn náunginn
læddist niður að húsinu, upp úr
mosaholunni, sem liann hafði
falið sig í. Kolsvarta myrkur
innan dyra, svo að þegar Grier-
son kom í dyrnar með birtuna
að baki sjer, fjekk hann járn-
broddinn á kaf undir kverk-
■ arnar, siðan var honum stungið
á hausinn ofan í mosaliolu og
svo grjóti og torfi hlaðið ofan
á. Það var nú það„ sem af hon-
um varð“.
Jeg hröklaðist aftur á bak og
Imgsaði með viðbjóði og skelf-
ingu um þessar aðfarir. „En
þetta hlýtur að hafa komist
upp“.
„Komist upp“, át hann eftir
með dimri röddu. „Hvernig í
osköpunum hefði það átt að
komast upp, — á svona stað
lika eins og þessum — asninn
þinn ?“
„En þú vissir það þó, þú —“
„Það var nú gild ástæða fvrir
1)VÍ“.
„Það varst þá —“ Óttinn var
alt i einu alveg horfinn, eða þá
einhver ennþá meiri skelfing
hefir rekið hann burt úr huga
mjer. Jeg þaut upp með háu
ópi. Jeg var með göngustafinn
minn, sem reyndar var að miklu
minna gagni, sem barefli, held-
ur en stafurinn hans, en mjer
datt það alls ekki í hug þá. Jeg
rauk á hann. Hann hopaði hratt
undan mjer. Á næsta augna-
bliki þaut jeg æpandi á eftir
honum og hann flúði undan
mjer upp berar klettabrekkurn-
ar. Hann komst leikandi undan.
Það þýddi ekkert fyrir mig að
keppa við hann, því hann hljóp
með löngum klunnalegum stökk
um, eins og hjarðmenn gera
veiljulega. Jeg var brátt orðinn
lafmóður og nam því staðar.
Hann leit um öxl og stoppaði
líka, gekk meira að segja á móti
mjer ein þrjú eða fjögur skref.
„Haltu þig í hæfilegri fjar-
lægð, mannleysan þín“, kallaði
jeg til lians. „Jeg kem aftur á
morgun og þá skal þjer verða
náð —“ Jeg var ekkert lirædd-
ur við liann lengur, þessi snöggi
flótti hans virtist hafa rofið
töfrakraft þann, sem þessi ís-
köldu og leiftrandi augu hans
höfðu náð á mjer og jeg fann
ekki til neins nema ákafrar
reiði. Þó var jeg nógu nálægt
Fyrir rúmu ári varð skyndilega svo
mikil eftirspurn eftir pipar á kaup-
höllinni í London, aS hann stórhækk-
aði í verði. Eftirspurnin stafaði ekki
af aukinni neyslu heldur af hinu, að
gróðafjelag eitt ætlaði sjer að kaupa
allar birgðirnar og okra siðan á
piparnum — gera „corner“ sem kall-
að er1 á kauphallarmáli. En það tókst
ekki, því að leikur var á borði á
móti, sem piparbraskararnir sáu ekki
við.
Piparinn er tvenskonar, hvítur og
svartur og höfðu braskararnir ætlað
að leggja hvita piparinn undir sig.
En nú er hægt að gera svartan pipar
livítan, þó það sje svo dýrt, að það
horgi sig ekki nema þegar hin teg-
undin verður rándýr, eins og hún
varð við braskið. Andstæðingarnir
gerðu hvítt úr svörtu, svo að gróða-
brallið fór í rústir. Og nú hafa
piparsvindlararnir fengið sinn dóm.
Hann er þungur, þvi að enskir dóm-
stólar vilja sýna, að heiðarlegar við-
skiftavenjur eigi að haldast í Eng-
landi. —
Aðalpersónan í leiknum er bónda-
sonur frá Armeníu og heitir Garabad
Bishirgian. Hann flæktist ungur til
hami hvesti aiigun réiöilega á
mig um lcicS og hann sagSi:
„Hvaöa æði er þetla í þjpr.
Hvern djöfulinn heldur ])ú' /gð
þú sjert að tala við?“
„Jeg veit við hvern jeg tala,
þú sagðir mjer það sjálfur!
Morðingi Griersons, það er það,
sem þú ert!“
Hann stóð þarna hreyfingar-
laus, tíu metrum fyrir ofan mig
í auðri hamrahlíðinni, sem
livergi var hægt að fela sig í og
liorfði niður til mín. Augu hans
leyftruðu ennþá, en þegar hann
að lokum svaraði, var rödd lians
ekki lengur sterk og hranaleg,
heldur veik og minkandi eins
og' óp úr fjarska: „Þú misskil-
ur þetta, heimskinginn. Jeg er
Grierson . . . . “
Hann hvarf áður en jeg gal
sagt nokkuð.
París og varð sendisveinn í banka.
Eitt sinn var hann sendur til ríks
jarðeiganda, sem sá að í honum bjö
gott „spekúlantsefni“. Hann fór það-
an aftur með stofnfje handa sjer,
keypti sjer ný föt og nú byrjaði
brallið.
Nokkrum árum síðar var hann orð-
inn fjesýslumaður í London og for-
stjóri piparfirmans James Shake-
speare & Co. Verslunin gekk prýði-
lega og sendillinn fyrverandi varð
miljónaeigandi. En mikill vill altaf
meira. Hann fór þangað „sem pipar-
inn grær“ — til nýlenda Hollendinga
í Austur-Indtandi, en þar er framleitt
80% af öllum pipar heimsins, kynti
sig sem austurlandabúa og fjekk hina
innfæddu til að selja sjer, en ekki
„hvítu djöflunum“. Var framferði
hans þannig, að hollenska stjórnin
\arð að snúa sjer til Breta til þess
að biðja um að losna við hann. En
þó tókst honum með klækjum, að
komast hjá fangelsi. — Lolcs hefir
hann komist undir manna hendur,
fyrir siðustu klækjabrögð sín, og
dómstólarnir sjá til þess, að hann fá-
ist ekki við pipar framar.
FALLEGUR
PANAMA-
HATTUR.
Við smoking-
jakka fer best
á því að velja
sjer höfuðfat
með karl-
mannahattalagi
eins og þennan
panamahatt.
Piparkonungurinn Bishirgian.