Fálkinn - 20.06.1936, Blaðsíða 2
NÝJA BÍO
------ GAMLA BÍÓ ------------
Becky Staarp.
Stórfengleg kvikmynd, tekin með
eSIilegum litum eftir hinni
heimsfrægu skáldsögu „Yanity
Fair“, af Pioneer og RKO Radio
Pictures í New York, undir
stjórn Robert Mamoulian.
Aðalhlutverkið leikur
MIRIAM HOPKINS.
Sýnd bráðlega.
Margir kannast við hina heims-
frægu skáldsögu William Thackeray:
„Vanity Fair“, sem er talinn einn af
gimsteinum heimsbókmentanna. Það
er efni þessarar frægu sögu, sem
er uppistaða kvikmyndarinnar „Becky
Sharp“, sem nú er komin hingað og
verður sýnd á næstunni i GAMLA
BIO.
Myndin er tekin af Pioneer Pic-
tures og Radio Piltures í New York
undir stjórn Rouben Mamoulian, hins
fræga leikstjóra. En það sem ekki
síst einkennir myndina er það, að
hún er öll tekin með litum og er
þetta fyrsta stóra kvikmyndin, sem
þannig er gerð. Er það svonefnd
„Tecnicolor“-litaaðferð, sem notuð
hefir verið við töku myndarinnar.
Becky Sharp er helsta persónan í
sögunni „Vanity Fair“ — ung og fá-
tæk stúlka, sem hefir í kostskóla
orðið vinur Amaliu, rikrar stúlku.
Becky hatar fátæktina og svífist
einskis til þess að komast i hóp
heldra fólksins. Fyrst notar hún
Joseph bróður Amalíu til að ryðja
sjer braut og verður barnfóstra hjá
ríkismanninum sir Pitt Crawley og
kynnist þar tveim uppkomnum son-
um hans, Rawdon Crawley kap-
teini og Pitt Crawley, sem er óðals-
erfinginn og skinhelgur hræsnari.
Takast ástir með Rawdon og henni
og þau gifta sig á laun, í forboði
foreldra hans. Hún var áður orðin
aðstoð ríkrar frænku hans, sem ger-
ir hann arflausan undir eins og hún
heyrir um giftinguna. Þau hverfa á
burt en henni tekst að koma svo
ár sinni fyrir borð í samkvæmislíf-
inu, að hana þarf ekkert að bresta.
Meðal annars tekst henni að vefja
um fingur sjer manni þeim, sem
Amalia æskuvinkona hennar hefir
gifst og síðarmeir nær hún tökuni
á forríkum lávarði, Steyne að nafni
sem útvegar henni næga peninga.
Nú vikur sögunni að heimsfrægum
viðburði, orustunni við Waterloo.
Rawdon og Osborne, maður Amalíu
eru kvaddir þangað til herþjónustu
hjá hertoganum af Wellington. Þegar
fallbyssur Napoleons fara að þruma
er dansleikur hjá liðsforingum Eng-
lendinga og kveðja þeir þegar gesti
sína og halda í orustuna. 1 henni
fellur Georg Osborne. En Becky
setur það ekkert fyrir sig. Hún hefir
náð meiri hylli en nokkurntíma áð-
ur fyrir tilstilli hertogans af Steyne.
En loks reynir hún hverfulleik lífs-
ins. Skuldirnar vaxa henni og Raw-
don yfir höfuð og til þess að bjarga
sjer úr vandræðum selur hún sig lá-
varðinum af Steyne. Rawdon kemur
þeim í opna skjöldu og skilur við
hana og hverfur.
Síðasti hluti myndarinnar sem lýs-
ir viðskiftum vinkvennanna Becky
og Amalíu er fallegasti þáttur mynd-
arinnar. Annarsvegar síngirnin og
hinsvegar fórnfýsin. Hlutverk Becky
er leikið af Miriam Hopkins en Amal-
iu af Frances Dee. Mynd þessi er
talin tákna tímamót í kvikmyndagerð.
ÞEGAR KONUNGSFJOLSKYLDAN
FÓR FRÁ KAUPMANNAHÖFN.
Myndirnar hjer að ofan eru tekn-
ar þegar Kristján konungur, drotn-
ing hans og prins og prinsessa Knud
voru að láta í haf í förina til Fær-
eyja og íslands, með konungsskip-
inu „Dannebrog“. Á efri myndinni
sjest konungsfjölskyldan (frá vinstri):
Konungurinn, drotningin, Knud prins
NY KIEPURA-MYND.
Nýjasta kvikmynd vinsælasta kvik-
myndatenórs veraldarinnar heitir:
„Jeg syng um ást“. Myndin hjer að
Lögreglan í París handsamaði ný-
lega bófafjelag, sem rak víðtæka
ópíumsverslun í flestum löndum
Evrópu. Hafði lögreglan í Jugoslavíu
aðvarað Parísarlögregluna um, að
opíumsmyglararnir mundu vera á
leiðinni frá Budapest til Parísar og
þegar lestin kom þangað var lög-
reglan fyrir og rannsakaði farangur
Friðrik krónprins, sem fylgdi kon-
ungi til Helsingör og Caroline Mat-
hilde prinsessa. — Á neðri myndinni
sjest konungur vera að kveðja ráð-
herra sína í Danmörku: Frá vinstri
talið sjást Th. Stauning forsætisráð-
lierra, P. Munch utanrikisráðherra,
Kjærböe verslunarmálaráðherra og
Johannes Hansen kirkjumálaráðherra
ofan sýnir Kiepura i þessari mynd,
ásamt mótleikara sínum, Gladys
Swarthout.
farþeganna. Einum farþeganna kom
sú rannsókn svo illa, að hann greip
til skammbyssu sinnar en var þeg-
ar afvopnaður. Fundust 40 kg. af
ópíum í handtöskurn hans. Var þetta
foringi smyglaranna og liafði bæði
jugoslaviskt og franskt vegabrjef, en
bæði fölsk.
íður Hísins.
Amerísk tal- og Söngvamynd
frá FOX félaginu. — Aðalhlut-
verkið leikur og syngur hinn
frægi tenorsöngvari Metropoli-
tan operunnar i New York
NINO MARTINI.
Aðrir leikarar eru:
GENTVIEVE TOBIN,
ANITA LOUISE
og REGINALD DENNY.
Allir þeir, er sjá þessa skemti-
legu mynd mun'ii hrífast af
hinni glæsilegu tenorrödd Nino
Martini er hann syngur
aríur úr operunum Tosca.
Manon og hið fagra lag Matti-
nata eftir Leoncavallo.
Emery og Kathleen Gerard eru rík
hjón, sem þó ekki hafa fundið hvort
annað. Emery þykir gaman að kven-
fólki og notar hvert tækifæri sem
hann getur til þess að gefa stúlk-
unum sem honum list á fje til þess
að læra dans. Meðal þeirra er ung-
frú Rósa, sem hann sendir til Parisar
til þess áð fullkomna sig. Kathleen
kann þessu illa og tekur upp sömu
aðferðina. Hún velur sjer ágætt
söngmannsefni, Nino Donelli, ítalsk-
an söngmann og sendir hann til
París líka. Þar stundar hann söng-
nám hjá frægasta kennaranum, Des-
cartes og hittir þar dansmeyna
Lydiu Lubov og þau verða bráðást-
fangin hvort af öðru. — En nú er
það, að Gerardshjónin fara bæði til
Parísar til þess að lita eftir skjól-
stæðingum sínum. En þeim gengur
illa að finna þau. Loks finnur Emery
Rósu sína úti í Fontainebleau en
verður ónotalega forviða þegar hún
kynnir hann fyrir — manninum sín-
um. Hún hefir ekki spurt verndara
sinn um leyfi til þess að trúlofa sig
og gifta sig.
Kathleen gengur ekki betur. Hún
finnur loks Nino í stórum hópi ungra
listainanna, kunningja hans, og er
kynt þar fyrir dansmeynni Lydíu
Lubov. Og nú reynir hún á allan
hátt að stíja þeim sundur, en það
gengur illa. Hún ætlast til þess að
Nino sje henni þakklátur og skuld-
hundinn fyrir að hún hefir komið
honum til svo góðra kennara, að nú
er hann orðinn einn af mestu söngv-
urum heimsins. Og til þess að gera
liann enn skuldbundnari kaupir hún
öll sætin í óperunni í París og fær
aðalsöngvarann til þess að draga sig
í hlje þetta eina kvöld, svo að Nino
fái að syngja hlutverk lians. Nino
kemst að því hvernig í haginn er bú-
ið og verður fokvondur og verður
sjer til skammar á leiksviðinu svo
að rjetti söngvarinn verður að taka
við hlutverkinu í miðjum leik. Það
er Lydia ástmey Ninos, sem er pott-
urinn og pannan í öllu þessu.
Emery Gerard verður ástfanginn af
Lydiu undir eins og hann sjer hana
og býður henni að koma henni til
vegs i Ameriku, en af því að hún
ann Nino í fullri einlægni tekst Em-
ery ekki betur við hana en Rósu.
Nino fer til Ameríku, en af því að
frjettin um hrakfarir hans í París
er komin þangað á undan honum
fær hann hvergi ráðningu.
Nú er best að halda ekki sögunni
áfram lengur. Sögulokin eru skemti-
leg og óvænt og myndin segir best
frá þeim sjálf.
Það sem sjerstaklega gerir þessa
mynd eftirtektarverða er söngurinn.
Sá sem leikur Nino Donelli er Nino
Martini, frægasti tenor Metropolitan-
óperunnar í New York. Meðal ann-
ara leikenda má nefna Genevieve
Tobin og Reginald Denny. Myndin
verður sýnd bráðlega á NÝJA BÍÓ.