Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1936, Síða 3

Fálkinn - 08.08.1936, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlasón. Framkvæmdaslj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—G. Skrifstofa í Oslo: Anlon Sclijötlisgade 14. Blaðið kemur út livern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaratiankar. ,,Þá eik skal fegra sem undir skal bua“. Á síðustu áratugum hefir verið unnið meira að bættri húsagerð í bygðum íslands, en nokkru sinni fyr. Og það eru sem óðasl að rísa úpp varanleg liúsakynni, úr steinsteypu, sem geta enst öldum saman. Sementið varð grund.völlur fyrstu íslenskra húsakynna sem endast. ís- lendingar eiga sem engin forn húsa- kynni — þau entust að jafnaði ekki nema svo til 60 ár, eftir reynslunni á baðstofubyggingum siðustu aldar. Eini islenski „byggingastíllinn“ sem til er er því gaflastíll hinna mörgu sambygðu húsa, sem mynda sam- felda röð, en liann er þó alls eigi forn, því að vitanlegt er, að luisa- skipun hjer á landi á fyrstu öld’um Isiandsbygðar hefir verið alt öðru vísi. Framfaramennirnir fyrir liálfri iild komu sjer upp timburhúsum, sem fúnuðu niður á stuttum tima. Það eru til í kauptúnum á landi hjer timburliús, sem orðin eru 250 ára, en það er uridantekning. En steypan endist lengur. Og eftir að farið var að reisa steinsteypuhús fóru menn að sjá, að eitthvað þyrfti að fegra þau — því að þeir vissu, að þau yrði til marks um smekkvísi þjóð- arinnar — eftir nokkrar aldir. En þetta hefir tekist 'miður en skyldi. Gaflastíjlinn er að vísu góður að því leyti, að hann geymir fram eftir næstu öldum ganila byggingarménn- ing eða rjettara sagl brot af henni, en þetta hyggingarlag er bæði dýrt og' Öhentugt. Og önnur form, sem tekin hafa verið upp og reynd eru ekki þannig, að þau geti kallast fali- eg. Þá má og. víða sjá það, þar sein nýlega hefir verið bygt upp til sveita, hve ósýnt mönnum er um að velja bæjarstæði, sem hæfi vcl hinni nýju býggingu. Að jafnaði binda menn sig við gamla bæjarslæðið, þó að það sje óhentugt, eða hreyfa sig máske spölkorn frá því. íslenskum húsameisturum er nú að fjölga og þeir sem eldri eru fá meiri reynslu með ári hverju. Það væri þjóðinni eigi síður nauðsynja- verk menningarlega, að þeir fróðu nienn — sem jafnframt eiga að liafa gleggra auga fyrir fegurð og sam- ræmi en almenningur, — kappkost- uðu um, að leggja sig í bieyti til þess að finna lausn á þeirri þraut, sem ræður miklu um álit eftirkom- cndanna á okkur, sem nú lifum. Að finna verulega fallega gerð á is- lenskum sveitbæ. Það listaverk væri meira virði en margar ágætar skáld- sögur og mörg gullvæg málverk. Nýtt Drangeyjarsund. Pálsson yfirlögregluþjónn, sem synti þetta sund fyrir nokkrum árum. Yegalengdin er um 7% kilómeter i beina leið, en vegna straums i sund- inu tók sundkappinn ekki beina stefnu og má gera ráð fyrir að hann liafi synt um 10 kílómetra leið. Þessi ungi sundkappi heitir Pjetur Eiríksson. Hefir hann unnið sjer margt til ágætis í sundlistinni áður, en þetta er þó langmesta afrek hans. Pjetur var heilsulítill og bæklaður fyrir nokkrum árum, en með stiið- ugum íþróttaiðkunum hefir honum tc-kist að hreysta líkama sinn svo, sem sjá má af þessu afreki. Var hann 5 klukkustundir og 19 mínútur á sundinu. Sjávarhitinn var 11 stig og bagaði kuldinn sundmanninn miklu meira en þreytan, og var hann þó allvel útbúinn, í góðum sundbolum og allur smurður i ullarfeiti. Þegar Erlingur Pálsson synti Grettissundið, 31. júli 1927 var sjávarhitinn hinn sami. Var hann 4 klukkutíma og 25 mínútur á leiðinni. — Hjer birtist mynd af Pjetri Eiríkssyni og af Hrangey. Hinn 27. f. m. vann ungur maður úr Reykjavík sjer það til ágætis að synda úr Drangey á Skagafirði að Reykjum á Reykjaströnd. Er það hið fræga Grettissund og hefir enginn synt það síðan Grettir sótti eldinn, svo i sögur sje fært nema Erlingur Vatnajðkulsleiðangur Dr. Nielsen. Danski jarðfræðigurinn dr. Niels Nielsen er nýlega horfinn lieim til Danmerkur eftir leiðangur sinn til Vatnajökuls. Aðal tilgangui' þessa leiðangurs var sá, að rannsaka gos- myndanirnar í Vathajökli og hinar svonefndu palagonit-myndanir lijer á landi, til þess að leysa liina flóknu gátu iim, hvernig þessar jarðmynd- anir sjeu til orðnar. Telur dr. Niel- sen sig liafa fengið veigamiklar upp- lýsingar í þessu efni, við veru sina lijer í sumar. Leiðangursmennirnir voru auk Nielsens, Noe Nygaard mag- ister, sem er hergfræðingur og Jó- hannes Áskelsson jarðfræðingur, en síðustu vikurnar tók Pálrrii Hanriés- son rektor einnig þátt í leiðangrin- um. Framan af voru leiðangursmenn óhepnir með veður og lágu veðurtept- ir á jöklinum nálægt þrjár vikur. Að gosstöðvunmn við Grímsvötn komust þeir loks 17. maí og voru þær orðn- ar mjög breyttar frá því í fyrra og engin velgja lengur kringum gígina. Dvöldu þeir þarna í átta daga. 16. júní hjeldu þeir af jöklinum niður, að Grænalóni en fóru síðan aðra ferð norður yfir jökulinn vestan- verðan, en eftir það dvöldu þeir við rannsóknir á Skeiðarársandi og í bygðum sunnanlands. Telur dr. Niel- sen það vera tveggja ára verk að vinna úr efni því, sem þeir visinda- mennirnir hafa viðað að sjer í leið- angrinum. KARTÖFLURÆKT í VATNSKERUM. Ameriski vísindamaðurinn dr. Ge- ricke, prófessor við háskóla í Kali- forriíu, hefir nýlega látið uppi mn mjög þýðingarmikla uppgötvun, sem hann hefir gert. Hann hefir fundið upp nýja aðferð lil þess að rækta kartöflur, sem eigi aðeins gerir það að yerkum að kartöflurnar vaxa fyr, 20 sinnum fljótar, heldur og gefa þær og 20 sinnum meiri uppskeru. Gericke lætur útsæðið í vatnsker og hlandar einhverjum efnurn í vatn- ið, hvaða efnum vill hann ekki láta uppi að svo komnu. Amerísku bloð- in, sem geta um þetta með feitu letri, segja að ef þetta sje satt, muni það gjörbreyta allri kartöflurækt Pjetur Ingjaldsson skipstjóri, verður 60 ára Pt. j). m. Björn Bjarnarson hreppstjóri i Grafarholti verður 80 ára lk.þ.m. Endurmmningar Finns Jónssonar. í liaust er von á fróðlegri bók á hókamarkaðinn. Eru það endurminn- ingar hins viðfræga vísindamanns Finns Jónssonar prófessors, sem nm langt skeið var einn kunnasti vis- indamaður íslendinga. Það er Fræða- fjelag íslánds í Kaupmannahöfn, sem gefur jiessa hók út, en stofnandi j)ess var Finnur Jónsson og formaðu r meðan hans naut við. Má gera ráð fyrir, að þessar endurminningar hafi slórmerkan fróðleik að geymá lim höfundinn sjálfan og samtíð hans. heimsins, en jafnframt valda miklu tjóni fyrir j)á hændur, sem áherslu liafa lagt á kartöflurækt með venju- legum hætti. Hver fjölskylda getur með aðferð Gerickes ræktað nægar kartöflur í garðinum lijá sjer, í litlu vatnskeri.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.