Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1936, Side 6

Fálkinn - 08.08.1936, Side 6
F A L K I N N NIC. HENRIKSEN: HATUR Nú hafði liann tekið ákvörðun. Fasta og óbreytanlega ákvörðun. Fann ætlaði að gerast morðingi. Það var ekki peninganná vegna sem hann ætlaði að gera það. Og hann var ekki geðveikur maður. Hann ætlaði að myrða ákveðinn mann af því að hann hataði liann — af því að þessi maður hafði eitrað líf hans frá þvi að hann var drengur. Og þessi maður var hann frændi hans, Alexsei. Hve hann hataði hann innilega .. . . hataði bros hans, hataði málfæri hans og jafnvel göngulag hans hat- aði hann — live hann gekk ljettilega og jafnt. Jafnvel nafnið Aleksei. Hve margar nætur hafði hann legið vak- andi og tautað þetta. nafn fyrir sjer og bitið á jaxlinn og gníst tönnum og krept hnefana, svo að neglurnar gerðu för í lófana. Hann hafði hatað frænda sinn frá því að hann var tíu ára — lítill drengur tíu ára. Hann mintist greini- ltga dagsins, er hann liitti Aleksei i fyrsta, sinn. Hann átti heima i Petrograd. Og Aleksei átti að vera lijá foreldrum hans meðan hann færi í skólanum, því að faðir hans var læknir uppi í sveit. Hann mundi vel með hve mikilli eftirvæntingu hann beið dagsins, er frændi hans kæmi. Og hve vonsvik- inn hann hafði orðið þegar hann Ivom. Frændinn var svo þreklegur og sterkur. Og þettai var einmitt á- stæðan til að hann byrjaði að hata l.ann. Hann hafði altaf fundið sig svo minni máttar gagnvart lionum. Aleksei var sterkari, Alelcsei var hygnari og Aleksei var friðari. Þeir voru jafnaldrar og voru í sama bekk. Aleksei var efstur en hann sjálfur með þeim neðstu. Og hve oft höfðu kennararnir sagt: „Þú verður a.ð taka Aleksei Ke- menski þjer til fyrirmyndar. Hann er frændi þinn“. Þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Þeir sáu ekki hvilíkt hatur þeir kveiktu í hjarta drengsins með þess- um orðum. Og altaf þegar hann kom heim með einkunnabókina sína var faðir hans vanur að segja: „Nei, nei, Igor .... Littu á eink- unnabókina hans Aleksei og berðu hana saman við þína“. Og Aleksei stóð lijá brosandi, Hann langaði til að ráðast á hann skella honum flötum og sparka i fallega andlitið hans. Hann mundi líka daginn, sem hann lenti í áflogum við Aleksei. Þeir voru fimtán ára þegar þegar það skeði. Það sumarið var öll fjölskylda hans hjá föður Alekseis. Og svo var það einn morgun, að þeir voru að veiða aborra, hann og Aleksei, niðri i ánni. Aleksei þeytti hverjum fisk- inm eftir annan úpp á bakkann, en hjá honum tók ekki á. Hann sat og glápti á korkið, sem vaggaði í vatns- borðinu í færinu og gremja hans óx þangað til hann rjeð sjer ekki. Al- eksei veiddi einn aborrann enn og kallaði sigri hrósandi: „Nú hefi jeg fengið tuttugu. Hvað marga hefir þú veitt?“ Hann svaraði ekki, ljet sem hann heyrði ekki spurninguna. En þá kom Aleksei til hans og gægðist ofan í fötuna. „Hefirðu ekki orðið var ennþá?“ sagði hann forviða. Svo greip hann af honum veiðistöngina og dró upp færið. Fór svo að lilæja. „Þú hefir sett maðkinn vitlaust á. Sjerðu ekki að öngullinn er ber. Heldurðu að aborrin sje svo vitlaus að taka á þetta?“ Þá hafði hann tekist á loft og svif- ið á frænda sinn. Hann vissi ekki hvað hann gerði eða hvað hann vildi. Heiftin hafð gert hann blindan og óðan. Hann vildi fletja þetta hat- aða andlit, vildi kæfa þennan lilátur. vildi fleygja frænda sínum i ána. En svo lá hann sjálfur kylliflatur áður en hann vissi af. „Ertu genginn af göflunum?" brópaði Aleksei og strauk sjer kinn- ina þar sem Igor hafði slegið hann. Hann spratt upp og flaug á Al- eksei á ný. En nú var hann orðinn reiður líka. Og hann var miklu sterkari og miklu liðugri. Á næsta augnabliki var Igor fallinn í valinn aftur og blóðið rann úr nefinu á honum. En Aleksei gekk leiðar sinn- ar á burt, blístrandi, er hann liafði tekið dót sitt. Igor hafði setið niðri á árbakk- anum þangað til dimt var orðið. Fyrst grjet hann af bjargarlausri lieipt. Svo sat hann lengi og hugði á hefndir. Undir eins þá datt hon- um i hug a,ð drepa Aleksei. En þá var hann ekki nema drenghnokki — Þeir luku mentaskólanámi jafn- snemma og faðir Ignors kom því þannig fyrir, að þeir rjeðust báðir á sömu skrifstofuna. Og þó undarlegt megi virðast urðu þeir báðir ást- fangnir af sömu stúlkunni. Örlögin höfðu víst ráðið því. Það var Ignor, sem kyntist henni fyrst. í Pelagino-garðinum. Á fjöl- mennri skemtisamkomu. Hann gekk í hægðum sínum ein trjágöngin til hliðar, þar sem fólkið var fæst, og hlustaði á liljóðfærasláttinn sem óm- aði svo þýtt úr fjarlægðinni. Þá hitti hann systur sína og Sonju vinlconu hennar. Harin hafði aldrei sjeð hana áður, en hafði orðið snortinn af henni þegar í stað. Hann, sem annars rar svo þögull og fálátur hafði orðið svo skemtilegur og ræðinn, og þau gengu rabbandi og hlæjandi þangað sem hljóðfæraslátturinn var. Á leið- inni mættu þau Aleksei. Og auðvitað var það hann sem bar sigurinn úr býtum. Ó, einhverntíma skyldi hann borga honum allar andvökunæturnar, þeg- ar honum lá við að brjálast. Aleksei og Sonja trúlofuðust. En þau giftust aldrei. Ef til vill höfðr bölbænirnar, sem hann hvíslaði á andvökunóttunum orðið að áhríns- orðum og orðið Sonju að bana. Iiún dó nokkrum vikum áður en brúð- l.aupið átti að fara fram. Og hann unni Aleksei vel þeirrar sorgar. Hæ-hæ-hæ. Og nú bjó hann með Alekséi, með manninum sem hann hataði, með illfylgju lífs síns. For- eldrar þeirra voru látnir og Aleksei hafði átt uppástunguna að því, að þeir flyttu saman. Hversvegna hafði hann gengið að því boði? Hann vissi það ekki sjálf- ur. Ef til vill til þess að hann liefði Alelcsei nærri sjer, svo að hatrið kólnaði síður. Hvorki timi nje rúm gat drepið hatur hans. Og þá var betra að hafa Aleksei nærri .... Ein- hverntíma skyldi hann fá makleg málagjöld fyrir allar þjáningarnar .... fyrir einkunnabækurnar, fyrir aborrana, fyrir Sonju, fyrir alt lífið. Þeir höfðu búið saman í þrjú ár í íbiið í Pskovskigötu. í þrjú ár liafði hann verið að velta því fyrir sjer hvernig hann ætti að fara að myrða Aleksei. Þetta var orðið að meinloku í honum. Þetta var orðið lífsmark hans, það sem alt snerist um. Hann var jafnvel hræddur um, að forlögin myndu svifta liann þeirri ánægju að fá að drepa Aleksei. Þegar Aleksei fjekk kvefið var það hann sem sótti læknirinn og liljóp í lyfjabúðina eftir meðulum. Og hann lifði í sífeldum ótta um, að Aleksei kynni að verða undir sporvagni og týna lífinu á þann hátt. Oft bar það við að hann glaðvakn- aði um miðja nótt og lá grafkyr og lilustaði. Það var svo hljótt í hliðar- herberginu. Hann gat ekki heyrt að Aleksei drægi andann. Máske væri hann dauður? .... Og liann vatt sjer fram úr rúminu og læddist á tánum að rúmi Aleksei. Nei, hann dró andann. Hann var lifandi. Fyrst hafði hann einsett sjer að móðga Aleksei og bjóða honum hólm- göngu .... með sk'ammbyssum. Hann hafði í laumi keypt sjer skamm- byssu og æft sig af kappi á skotbraut- inni. En svo fjell hann frá þessu. í fyrsta lagi gat verið að Aleksei hitti hann og hefði betur einu sinni enn. í öðru lagi: ef það yrði hann sem hitti Aleksei, þá væri slíkur dauðdagi alls ekki nægileg fórn fyrir allar þjáningar hans. Og hann, Igor, mundi fá refsingu. Minsta kosti þriggja ára fangelsi. Því að hólm- göngur voru bannaðar. Svo hafði honum dottið í hug að gefa Aleksei eitur. í fyrra hafði hann farið til Pskov í suinarleyfinu. Og þar hafði liann keypt arsenik í lyfjabúð. Það lá i kommmóðuskúff- unni hans allan veturinn. En nú hafði hann fleygt því fyrir nokkrum dögum. Því að hafði liann fengið rjettu hugmyndina. Úr blöðunum. 1 Petrograd var innbrotsþjófur einn jafnan að gera vart við sig. Tvisvar hafði húseigandi komið hon- um í opna skjöldu og í bæði skiftin liafði iniibrotsþjófurinn drepið þá. Þessum innbrotsþjóf skyldi verða kent um dauða Alekseis. Aðeins hann og Aleksei sjálfur mundu fá að vita, að innbrotsþjófurinn væri saklaus. Hann hafði beðið í þrjú ár og nú varð hann að liefjast handa. Því að verið gat að innbrotsþjófurinn yrði handsamaður þá og þegar, og þá yrði hann að finna nýtt úrræði. í kvöld átti það að ske. Og alt var undirbúið. í gær hafði liann farið út í útjað- ar borgarinnar og keypt þar skóara- liníf. Því að þannig vopn hafði inn- brotsþjófurinn notað. Og svo sá hann jafnframt fyrir því, að hann gæti sannað fjarveru sína. Hann ætlaði að dvelja hjá kunningja sínum í Parga- lovo frá því síðdegis á laugardag þangað til á sunnudagskvöld. Það var farið snemma í háttinn á því lieimiji. En hvað tíminn leið seint þar. Honum fanst það ætla að sitja fram á nótt yfir kvöldborðinu þetta Pop- offsfólk í Paralovo. Igor var órótt og hann geispaði. „Þjer eruð vist þreyttur, Igor Ivan- ovitsj?“ spurði frú Popoff. „Æjá .... Við höfðum svo mikið að gera á skrifstofunni. Og jeg er með höfuðverk“. „Þá skuluð þjer fara að hátta .... Við erum vön að fara snemma að hátta lijerna. En svo förum við snemma á fætur í fyrramálið og göngum okkur til skeintunar“. „Það væri ágætt“, tautaði Igor. Loks varð kyrt. Og hann gat heyrt hroturnar í Popoff. Igor hafði lagst fyrir í öllum fötunum. Hann stóð varlega á fætur og gekk að gluggan- um. Vorkvöldið var svo bjart. Leit á klukkuna. Hún var bráðum níu. Hann varð að flýta sjer. Igor opnaði varlega gluggann og hljóp út. Klukk- an níu fór lestin. Hann hljóp á- leiðis á brautarstöðina. Klukkan var tuttugu mínútur yfir níu þegar hann kom í borgina. Hann leigði vagn og ók í næstu götu við Pskovskigötu. Þegar hann kom að húsdyrunum fjekk hann ákafan hjarl- slátt. Hann nam staðar. Hann slcalf allur frá hvirfli til ilja og ennið var vott af svita. Að þetta mistækist nú ekki .... Ef hann hitti einhvern i stiganum yrði liann að hætta við áform sitt. Eða ef Aleksei væri ekki heima. En hann liafði sagt áður en Igor fór, að hann væri með höfuðverk og færi snemma að hátta. Igor tók upp lykilinn og læddist á tánum upp stigann. Lauk upp hurð- inni i skyndi og smeygði sjer inn í anddyrið. Hann hafði engan hilt og það var hljótt í húsinu. Og inni í íbúðinni var líka hljótt. Skyldi Al- eksei vera úti . ... ? Hann stóð kyr og liluslaði. Og varð svo glaður þeg- ar hann heyrði að það brakaði i rúminu þegar Aleksei sneri sjer. Fór fyrst inn í lierbergið og fann gamla koffortið sitt. Aleksei svaf þegar Igor kom inn í herbergið. Hann lá. á bakið og nátt- skyrtan var opin i brjóstið .... Igor lyfti hnífnum en ljet liann síga aftur. „Ekki skal liann deyja, án þess 'hann viti hver drap hann“. tautaði hann. „Aleksei .... Aleksei“, hvíslaði hann. Aleksei opnaði augun og liorfði syfjulegur en hissa á hann. ,.Hvað viltu?“ tautaði hann. „Þú ált að deyja, Aleksei .... Jeg ætla að drepa þig“, hvíslaði Igor og hixtaði. „Hvað ertu að rugla. Ertu drukk- inn?“ spurði Aleksei. Hann botnaði ekki í neinu. „Jeg hefi hatað þig alla æfi .... og nú skaltu deyja“. Aleksei ætlaði að rísa upp í rúm- inu. Og Igor var hræddur". „Ef hann sest upp þá get jeg ekki drepið hann. Hann er sterkari en jtg“, — þessar hugsanir fóru um Igor. Hann lagði sveðjunni hratt .... einu sinni .... tvisvar. Svo hljóp hann undan en stóð við- búinn með sveðjuna á lofti, viðbúinn þvi að leggja einu sinni enn, ef Aleksei bærði á sjer. En hann hreyfði sig ekki. Þá liljóp Igor að kommóðunni. Dró út allar skúffur, endavelti öllu og henti sumai á gólfið en sumu ofan i gamla handkoffortið. Hljóp svo inn til sín og gerði þar sönui skil. Leit anægjulega kringum sig. Alt í einu datt honum nokkuð í hug. —- Það mundi vekja grunsemd að Aleksei fyndist myrtur í rúmi sínu .... Það varð að líta svo út sem hann liefði komið þjófnum á óvart og verið rekinn i gegn af lionum .... og síð- an .... riðað og dottið á rúmstokk- inn. Hálftíma síðar fór Igor út úr hús- inu með handkoffortið í hendinni. Og ekki mætti hann heldur neinum á leiðinni út. Klukkan kortjer yfir tólf steig hann út úr lestinni í Parga- lovo og skundaði lieim veginn. En hann fór ekki beint heim lil Popoff. Fyrst fór hann inn í skóginn út að tjörninni, sem var mjög djúp — og þar sem vatnið var svo svart. Það voru fjórir múrsteinar í koffortinu svo að það sökk undir eins. Svo fór hann heim til Popoff og skreið inn um gluggann. Þegar liann kom heim daginn eftir var þegar orðið uppvíst um morðið. Gamla ekkjan sem tók til hjá þeim og eldaði handa þeim hafði fundið Aleksei dauðan um morguninn og Framh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.