Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 03.10.1936, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N Ove Ansteinsson: Ungfrúin á Óðalssetrinu. — Æ, æ, hjálpi mjer! Hvað hefi jeg gert? Hún nam staðar, stóð lengi með starandi augu, þegar hún hugs- aði um það. En svo brosti alt í henni aftur, af eintómri sælu. Ó — ó! Hún var svo ástfangin! Hann lijet Sverrir. Sverrir, Sverrir! — Hún gat sungið nafnið. Hún gat æpt það af eintóm- um fögnuði! En hún ljet sjer nægja að hvísla það með sjálfri sjer. Nei, hún gerði ekki einu sinni það, hún horfði baPa á það í meðvitund sinni. En hún athugaði það svo gaumgæfilega, að það fór notalegur unaður um hana alla. Æ, hún var svo ástfangin! Henni fanst, að allir hlytu að sjá það á henni, að hún hefði verið með honum í kvöld! En það var enginn sem sá liiana, Það var enginn á fót- um. Það var orðið svo áliðið. Jú, vist var orðið áliðið. Það var komið fram undir morgun. Nú hljóp hún við fót, já, hún tók undir sig stökk! Og hún hló! Hún hló eins og strákur, sem hefir gert prakkarastrik og flýr undan afleið- ingunum. Ónei, fyrst og fremst hló hún af því að hún viar svo óskiljan- lega sæl! Hún fór í stórum boga langt niður á túni. Hattinn sinn hafði hún í hendinni, hárið flagsaðist um höfuð- ið. Þarna niðurfrá í slakkanum nið- ur að veginum var stórbýlið Hörven eins og konungsgarður, með breiðum brúnlituðum útihúsum. En íbúðar- liúsið gat hún ekki sjeð fyrir skóg- inum. Jú, þetta voru dálaglegar tiltektir. Iívað skyldi klukkan annars vera? Fuglarnir voru farnir að ólátast i trjánum. En þeir byrjuðu nú á þvi undir eins eftir miðnættið. En það var kominn gullrauður bjarmi á loft- ið yfir ásunmn hjá Hlíð og Uppsöl- um, sólin mundi koma upp þá og þegar. Það var farið að lýsa af henni. Jú, nóttin var björt eins og dagur nú um sólstöðurnar. En þetta var bjartara en bjart! Hún skálmaði áfram meðfram skurðum og síkjum og varaðist aö troða niður grasið. Það var þó ekki grasins vegna, nei, hún var með fína nýja skó, og þeir máttu lielst ekki blotna. Grasið var vott af dögg. það kom dökkur slóði þar sem hún gekk. Hvaða skrambi, að hún skyldi verða svona seint á ferð! En hún svaf í hlöðunni með hinum krökk- unum, hún mundi geta laumast þang- að inn, áður en pabbi og mamma vöknuðu. En gaman væri að vita hvað klukkan væri. En ef pabbi og mamma fengju að vita með hverjum hún hefði verið, þá mundu þau ef til vill ekki segja neitt við því, þó að hún hefði verið seint úti. Ænei, hún var svo ást- fangin! Og í kvöld átti hún að hitta hann aftur. Ef hann þá kæmi. Ef hann gleymdi þvi ekki. Þvi að svona piltar, sem komu og fóru aftur eftir nokkra daga — þeim stóð alveg á sama hver stúlk- an var, ef hún bara var lagleg og viidi það sem hann vildi — í kvöld var það hún, rjett af tilviljun. Ef hann hitti aðra stelpu þá mundi hann gleyma henni. Ónei, ekki hann. Hann væri ekki svoleiðis. Hann var svo vænn, allur í gegn! Hann hlyti að koma úr þvi hann hafði sagt það. Hann ætlaði að hitta hana á hverjum degi, sem hann ætti eftir að vera hjerna uppfrá. „Að jeg skuli ekki liafa hitt yður fyr“, sagði liann, og hann virtist vera svo sár yfir því, að hann skyldi ekki hafa hitt hana fyr. Hann hafði verið þarna á sum- argistihúsinu meira en viku, og nú átti hann ekki nema nokkra daga eftir. „Jeg hefi ekki verið heima“, sagði hún — „jeg er bara heima í sumar- leyfinu“. „Sumarleyfinu?“ spurði hann á- nægjulega, — „kanske þjer hafið stöðu í höfuðstaðnum?“ Hún svaraði því játandi, og þá sagði liann að þau yrðu endilega að liittast í höfuðstaðnum þegar þau væri komin þangað bæði. En fyrst og fremst yrðu þau að vera saman hjerna, eins mikið og þau gæti. „En það eru svo margar fínar stúlkur á smnargistihúsinu". „Engin sem getur boðið þjer byrg- inn“, svaraði hann smjaðrandi. „Annars eru þar ekki nema gamlar skorpinskinnur!“ andvarpaði hann rjett á eftir, og hann virtist vera talsvert óánægður með það. Hann var svo fínn og það var svo góð lykt af honum. Var það ekki skrítið, að hann skyldi velja einmitt hana! Hann, sem gat valið hverja sem hann vildi, þarna í höfuðstaðnum, sein fult var af fínum stúlkum. — Hæ, eins og hún hefði ekki verið nógu fín sjálf, ætli ekki þaðl 1 kvöld! Og ekki var það neinn dónastaður, sem hún ljet hann fylgja sjer á. —■ Og aftur nam hún staðar alt í einu, hún tók liöndunum í hjarta stað, það var eins og hún gæti ekki dregið andann. Og hún iðr- aðist voðalega þegar hún hugsaði um það. Hún hafði látið hann fylgja sjer upp að óðalssetrinu á Hörven! Og alveg upp að aðaldyrunuin! Og það var ekki fyr en hún stóð þar og var að kveðja hann„ dauðhrædd um að einhver kæmi út, að hún hafði sjeð hvað fínt og fallegt alt var þarna. „Farðu nú!“ liafði hún beðið og grátbænt hann, „jeg þori ekki að opna dyrnar fyr en þú ert kominn niður á veg aftur“. Og þegar liann hafði staðnæmst og litið til bas i hafði hún troðið sjer upp að þilinu bak við súlmia, eins og síld í tunnu, lil þess' að láta hann halda, að hún væri komin inn. Hann hafði lialdið, að hún væri dóttirin á Hörven! ójú, hún var svo sem ekki í vafa um, að hann kæmi, pilturinn! Var það ekki skrítið, úr því að þetta var sama stúlkan, að hún skyldi vera svo miklu drýgindalegri, þegar einhver hjelt að hún væri fín? Skyldi hann nú koma? Það var svo sem auðvitað mál, að hann mundi komast að þessu! Ef hann kærði sig nokkuð um hana mundi hann vitanlega minnast á hana við aðra. Já, hann þyrfti svo sem ekki að kæra sig um hana, til þess að hann mintist á það við ein- hvern, að hann hefði verið með lienni ungfrú Hörven í nótt. Það var hvern, að hann hefði verið með henni, jafn vel þó ;svöna fínn mað- ur ætti í hlut. En sú fyrsta sem hann hitti mundi segja honum hvað satt var! Þær höfðu áreiðanlega tekið eftir með hverri hann fór. Því að hver einasta stelp-a hafði mænt öfundaraugum eftir henni. Ójæja, þá mundi hann nú frjettr- sitt af hverju. Þvi að hvorki hún nje systir hennar væri af því tæinu, sem piltarnir í sveitinni kærðu sig um að vera með, mundu þær segja. Þær eru ekki allar þar sem þær eru sjeðar, stelpurnar í Hörvenhjáleigu, mundu þær segja. He-he!! mundu þær skrikja. Svo að hún var dóttir- in á Hörven! Ha-ha-ha! Ja, mikið cr alt hjá mjer! Fylgdirðu henni þang- að heim? Og ,svo ætluðu þær að rifna af hlátri. Og svo bærist þetta mann frá manni og undir kvöld mundi það verði komið út uin aUa sveitin — ne-i, hafið þið heyrt það nýjasta um hana Möllu? En verst væri að þær skyldu hlæja, svo hajin heyrði. Og svo gætu þær upplýst: Hún er frá vesaldarkoti, sem liggur undir Hörven, mundu þær' segja á milli hláturgusanna. Þau eru tólf afsprengin í örlitilli kompu, sem er svo gömul og gisin, að maður getur stungið hendinni milli viðanna í henni. En ekki vantar það inontið, hyskið að tanna, — það gortar og lýgur svo, að það trúir þvi sjálft. Hún Magda, segirðu? Þær eru i vist inni í bænum, báðar tvær, hún og systir hennar, en núna eru þær báð- ar heiina hjá sjer i orlofsferð. Jú, dálaglegar ungfrúr það, minstu ekki á það! Fyr má nú rota etn dauðrota! Ónei, hann kemur ekki, reiddu þig á það. Ekki í kvöld og ekki heldur neitt annað kvöld. Það gat hún átt alveg vist. Herra minn trúr, þetta liafði byrj- að i svoddan sakleysi! Hún hafði komið niður á völl eins og hún var vön þegar hún var heima í orlofinu. Bæði hún og liún Amanda. Þær áttu báðar svo ljómandi fallega kjóla, fína skó með háum hæUnn og gull- falllegar liandtöskur. Svo að þær voru nettastar af öllum stúlkunum þarna, þó að hún ætti að segja það sjálf. Þarna var krökt af ungu fólki eins og vant var á laugardagskvöld- um, og þær skemtu sjer dásamlega. Og þarna var hann. Sallafínn gestur úr sumargisting- unjni, hann hjelt sig i fjarlægð og kom víst eingöngu til að horfa á. En svo kom hann og bauð henni upp. Og þau dönsuðu, og þau höfðu gengið inn í bjarkaskóginn þarna í kring og hinar stúlkurnar höfðu stungið saman nefjum og horft öf- undaraugum á eftir þeim í hvert skifti sem þau sáust. Loks höfðu þau gengið á burt, gengið langa leið, hún hafði sýnt honum útsýnið af hæðinni fyrir ofan bæi og þau höfðu verið ein út af fyrir sig. En svo vildi hann náttúrlega vita hvað hún hjet og hún liafði sagl honum það. „Magda“, sagði hann — „en jeg get ekki byrjað að kalla yð- ur Mögdu svona undir eins“. Því hann var kurteis og sagði þjer og alt sveleiðis. „Jú, það máttu gjarnan“, sagði hún. „En ef mig langar til að skrifa yður?“ Jú, þá varð hún að segja betur til nafns síns, því að það væri afar gaman, ef hann skrifaði. Henni var illa við að segja ættarnafnið sitt hjerna uppfrá, því að hann Jens bróðir hennar hafði verið kvaddur inn á skrifstofuna til sjálfs óðals- bóndans, af þvi að hann hafði skrif- að sig Hörven. — Þú skilur að þú mátt ekki kalla þig það, hafði óð- alsbóildinn sagt og hnyklað brúnirn- ar. En hújii átti heima í bænum og þar gat hún kallað sig það, og nú sagði hún honum það. Magda Hör- ven, sagði hún. Hann hrökk í kuðung, staðnæmdisl og starði á hana. „Frá óðalssetrinú?" spurði hann og horfði á hana skelfd- ur. svo að hún varð að lilæja. „Já, auðvitað!" sagði liún roggin og hallaði undir flatt. En hann varð svo felmtraður, hann slepti hendinni á henni og þorði varla að koma nærri lienni, svo að lienni nærri því sárnaði. — En víst liafði það verið gaman. Láta flögr i kringum sig eins og dömu í heilt kvöld. Eins og hún hafi ætlað sjer að lialda þessu áfram og gabba hann, nei siður en svo. Hún liafði ætlað að segja honum, að lnin hefði gerl þetta að gamni sínu. En svo liugs- aði hún: Svolna fínn maður, sem býr á sumargistihúsi, best að fá að vera með lionum þessi kvöld, sem hann ætti ódvalið þar — þegar hún kæmi í bæinn yrði ekkert af þvi að þau sæust — svo mikið vit liafði hún, að hún skildi það! Uss, gat hún ekki verið sú, sein hann hjelt hana vera, þessa stuttu stund? Og auk þess gæli hann orðið vondur þegar liann lieyrði að hún hefði verið að gabba hann, og svo vonsvikjnn, að líklega mundi hann alls ekki vilja vera með henni. Og svo varð það úr að hún sagði honum það alls ekki. En svo kom þetta, sem hún liafði alls ekki hugsað út í — já, að maður skyldi geta verið svona skamm- sýnn: — hann vildi 'i/lgja henni heirri! Hún sagði nei og reyndi allskonar undanbrögð, en J>að stoðaði ekkert. Hún átti ekki annars úrkostar. Æ, veslingurinh, nú hafði bygðar- lagið fengið laglegt hlátursefni. Henni fanst lnin heyra í þeim ískr- ið. Og við aðaldyrnar? hló hyskið undrandi. — En hvað gerði hún af sjer þegar hún kom þangað? En þvi gat haiui ekki svarað. Hann lijelt að hún liefði farið inn — kanske fengi hann aðra til að trúa því, að hún hefði verið svo ósvífin? Hún ein vissi hvað liún hafði gerl af sjer, en hún fjekk líka að kenna á því, því að hún varð að fara þrisv- ar sinnum lengri leið heim en venju- lega, klifra yfir girðingar og vaða i dögginni. Og svo eiga á hættu að fá skammir fyrir hvað liún kæmi seint heim. Æ, mikill voði. Hún vissi ekki hvort hún átti að hlæja eða gráta. Loks klofaði lnin yfir túngirðingu hjá sjer og göslaði yfir þveran kál- garðinn. Hún varð að lilæja þegar hún hugsaði til þess, að það var ekki alveg eins umhorfs þarna eins og þar sem hún hafði sagst eiga heima — lítill skakkur kumbaldi úr fúnum viði, hlaðan ekki öllu stærri cn bærinn, fjós sem rúmaði eina belju og einn grís, en það var svo fúið, að það þótti ekki þorandi að lxafa í þvi gripi lengur. Milli hús- anna þýfður rimi með moldargötum. Enginn virtist vera kominn á fæt- ur, stofan var lokuð og þögul, það sá á hvitar rýjur, sem voru hengdar fyrir gluggana en í gluggakistunum voru blóm í niðursuðudósum. Hún flikaði yfir rimann að hlöðudyrunum. „En hvað þú varst lengi“, heyrðist Amanda segja innan úr hlöðunni. Hún var þá ekki sofn,uð enn, svo líklega var stutt síðan hún kom heim. Það var alveg bjart inni i hlöðunni, hvíta birtan var svo óeðlilega mikil gegnum gluggana og rifurnar á þak- inu. Ekki var mikið um heyið þarna, það var ekki svo vel, að hægt væri að grafa sig niður í það, og þarna lágu yngri systkinin hennar í einni bendu og sváfu eins og grisir, undii pokadruslum og gömlum görmum. En

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.