Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1936, Qupperneq 7

Fálkinn - 03.10.1936, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 í miðri þyrpingunni sat Amanda með bera handleggi og á nærbuxunum og horfði forvitin á hana. „Jeg er alveg nýkomin heim líka“, sagði hún hróðug og bjó sig undir að segja frá. „Hvað er klukkan orðin'?“ spurði Magda. Amanda átti armbandsúr og það hafði hún á sjer líka þegar hún svaf. Hún sveigði hendina upp að augun- um. „Kortjer yfir fimm“. „Sei, sei. Sá var nú ekki dóna- legur, sem jeg v.ar með í kvöld“, hyrjaði hún. „Heldurðu að jeg sæi það ekki“, sagði Amanda og kinkaði kolli. „En hver þremillinn varð af ykkur. Jeg var alstaðar að gá að ykkur“. „Já, þú ættir nú að vita það!“ Svo brosti Amanda gletnislega. „Jeg hitti sveimjer fínan pilt líka“ Það var nóg efni til í laglegl sam- tal. Magda hagræddi sjer i heyinu. „Hver var nú það?“ „Reyndu að geta“. Nei, Magda gat ekki getið. „Sonur á einu mesta stórbýlinu í sveitinni, heillin". En Magda gat ekki getið enn. „Hann Rasmus Berger!" sagði Amanda þrútin af ánægju og horfði íbyggin á systur sína. Magda sat kyr og varð hugsi. Hún hafði mætt honum Rasmus Berger núna undir morguninn; var á mótor- hjóli og hafði hana Ingu Hommer- stad fyrir aftan sig. „Hefirðu verið með honum þang- að til núna?“ spurði hún. „Já-já!“ svaraði Amanda og augun ljómuðu af sælu. „Hann ók mjer heim á mótorhjólinu sínu rjett áðan“. Magda mintist ekki neitt á það enn, að hún hefði mætt honum. Hún sat enn og var hugsi. Herra mmn trúr, liún þekti sjálfa sig svoi vel á syst- ur sinni .— svona gátu, þær setið og skáldað hvor að annari og fyrir sjálf- um sjer; loksins steingleymdu þær að þetta var eintómur uppspuni, og hvor vissi um hina, að liún var að Ijúga, en samt trúðu þær hvor ann- ari og urðu glaðari og glaðari hvor fyrir hönd annarar, þvi lengur sem þær sátíu og röbbuðu. Nú rann sólin upp og varpaði eld- rauðum geislum inn um rifurnar á hlöðuþakinu og sólstafina lagði inn á heyið og steinsofandi börnin. Magda flýtti sjer úr skónum. Svo fór hún úr kjólnum og hengdi hann upp á hlöðubita. Hún brosti af innri sælu. „Ó, jeg er svo ástfangin!" „En jeg þá“, sagði Amanda og rjetti úr sjer í heyinu. Magda kom riðandi á sokkaleistun- um, nærri því allar tærnar stóðu út úr. „Jeg á að hitta hann aftur í kvöld“. „Og jeg líka“. En nú varð Magda ergileg, því að liún hafði ,sagt satt. Og þá var ekkert gaman að því að láta rugla því sam- an við liitt, sem hún vissi áreiðan- lega að var lygi. „Annars mætti jeg honum Rasmus“, sagði hún. „Hún Inga Hommerstad sat fyrir aftan hann. En minn var finni“. Systirin glenli upp augun af undr- un. „Segirðu það salt?“ sagði hún. „Já, víst segi jeg satt!“ svaraði Magda, eins og engum gæti dottið í hug, að hún færi nokkurntíma með ósatt mál. „Hann á heima í sumar- gistihúsinu". „Nú krossbrá mjer!“ hrópaði syst- irin, því að þarna í sveitinni fanst öllum, að fólk sem hefðist við þar, hlyti að vera höfðingjar. „Sagðirðu ekki að þú hefðir sjeð okkur, ha?“ „Jeg sagði það hara svona hins- seginn. Því að jeg hjelt að þú vildir heldur að jeg segði það“, sagði Amanda. Æ„ —“, sagði Magda vonsvikin. „Nei, þú hefðir átt að sjá hann — hann er svo laglegur og karlmann- legur. Hann er stórkaupmannssonur“. En nú varð hún aftur hugsi, þvi að nú fanst henni svo skritið, að hún skyldi ekki hafa spurt hann um hverra manna hann væri. En hann var svo fínn, hann hlaut að vera stórkaupmannssonur. Hann kom ekki. Hún ráfaði þarna og góndi, þangað til henni fanst hálsinn á sjer vera orðinn helmingi lengri en áður, hún varð döpur til augnanna og máttlaus í kroppnum og fanst hún svikin og auðmýkt. En daginn eftir fjekk hún brjef. Þá lioppaði alt í henni hálfa leið íil himna af gleði. Hún varð svo glöð að lnin tók ekki eftir að póstberinn var meinlegur við liana. „Fröken Magda Hörven — það mun eiga að vera þú?“ sagði hann um leið og liann afhenti brjefið. Hann hafði orðið að fara óviðbú- inn, því systir hans var veik, fyrir- gefðu að jeg kom ekki. Og þarna voru mörg innileg orð og löng röð af skákrossum, en skákross merkir koss. Það var nærri því gott að hann skyldi verða að fara, áður en liann fjekk tækifæri til að tala við fólk. En nú hafði hún dálítið að sýna henni Amöndu! Og hún hitti hana aftur miklu fljótar en hún hafði búist við. „Að hugsa sjer, hann kemur á móti mjer á brautarstöðina, flýttu þjer, taktu töskuna mína og láttu sem þú þekk- ir mig ekki! Það kom óskaplegt óða- got á hana, hún ýtti handtöskunni til systur sinnar og flýtti sjer inn- eftir stjettinni í öllum mannfjöldan- um. „Hver?“ hrópaði Amanda og botn- aði ekki í neinu. „Hann, auðvitað!" sagði Magda og flýtti sjer áfram. „Nú-ú!“ Nú skildi Amanda alt svo mætavel. „Ojæja, hefir hann komið á stöðina!“ Hún dróst afturúr með vilja og velvild, með stóran böggul í gráum umbúðum undir annari hend- inni og ljótu handtöskuna hennar Mögdu í hinni hendinni. Hún gætli þess aðeins, að bilið milli þeirra yrði ekki of langt, svo að hún gæti sjeð hann þegar þau mættust. Him gaut augunum til Ijóta pappakofforts- ins — ónei, það er skiljanlegt að hún vildi ekki hafa þetta, þegar þau hitt- ust, hann og hún Magda. Auðvitað hafði Magda svarað brjef- inu hans, hún hafði víst getið um það líka, hvenær hún kæmi aftur í horgina. En ekki hafði henni dottið í hug, að hann kæmi á brautarstöð- ina. Þarna stóð hann svo ungur og kurteis og tók ofan fyrir henni. „Jeg var svo hræddur um, að einliver ann- ar kæmi og tæki á móti þjíer“, sagði liann. „Hver ætti svo sem að taka á móti mjer“, sagði hún glaðlega, en iðraðist þess á sömu stundu, því auðvitað voru það tíu fyrir einn, sem vildu taka á móti finni fröken þegar hún kæmi i borgina. Þegar þau komu út af stöðinni lióaði hann í bifreið. Þetta var ljóm- andi, þvi þarna við söluturninn stóð hún Amanda með handkoffortið og pakkann og horfði á þau. Hún læddi liendinni upp að bakrúðunni í bíln- um og bandaði til hennar um leið og )iau óku framhjá. Þetta varð inngangur sannkallað. a gæfustunda fyrir Mögdu í höfuð- staðnum, — baðferðir i Kattarvík á sunnudögum, knattspyrnur og bi >. Um haustið og fram á vetur var hún með honum í leikhúsunum, öllum þessum skemtilegustu, þau voru á Kaffistofunni, í Bjórskálanum og ýmsum öðrum fínum samkomustöð- um, með liljómleikum og fínu fólki. Hún hafði eignast fastan leiðsögu- mann og alt var i himna lagi. Svo var það einn morguninn að hún kom askvaðandi heim til Am- öndu og sýndi henni að hún hafði fengið flunkunýjan og spegilfagran trúlofunarhring á rjettan fingur, og systirin sem stóð á hausnum i stór- þvottinum ljet þvott vera þvott, þurk- aði af lúkunum á sjer og svo röbh- uðu þær lengi saman inni í komp- unni hennar. „En þú liefir víst sagt honum, að þú ert bara vinnukona hjerna i borginni?“ Þá varð Magda eitthvað svo lang- dregin og skrítin í framan og fór uiidan í flæmingi. „Hefirðu ekki sagt honum það?“ hrópaði Amanda i skelfingu. „En þú munt þó ætla að giftast nonum úr því þú ert trúlofuð honum'?" Og nú fyrst rann það upp fyrir henni, hve bjánalega hún hafði far- ið að ráði sínu. Hún setti upp skeifu og fór svo að gráta og Amanda grjel ofurlítið líka, til samlætis. Þetta var ógaman. „En þykir þjer ekki vænt um hann?“ Magda hágrenjaði, hún hrópaði hátt og vafði vasaklútnum um fmgurinn. „Það er nú meinið, að mjer þykir svo ógn vænt um hann“. Þarna sátu þær lengi og góndu vonlaust út í loftið. Svo stóð Amanda upp. „Jeg skal reyna að tala við hann“. „Æ, nei, nei“ lirópaði Magda. Svo skældi hún dálítla stund aftur, en Amanda góndi út i eilífðina. „Jæja“, sagði hún loksins, „það verður að ganga meðan það getur“. Og svo var það eins og þær hefðu báðar tekið málið út af dagskrá i þetta sinn. Amanda fór aftur að þvo og Magda fór að dútla i sinni vist. Hún hafði bara stolist burt ofurlitla stund og nú tók hún aftur til við ryksuguna, og hún söng meðan ryk sugan suðaði og hvein og yfirgnæfði gleðiljóðin hennar. En þetta varð skammgóður vermir. Nú kom aftur sumarorlof og Magda og Amanda ætluðu eð verða samtimis heima eins og fyr. Og þá \ar það eitt kvöldið að Sverrir kom og sagði henni glaður frá þvi, að hann hefði koinið þvi þannig fyrir, að hann fengið orlof um leið og liún. Hann hefði skrifað sumargistihúsinu. sem hann var á í fyrra, og nú mundu þau fá að njóta margra góðra daga saman. Henni fanst hún ætla að sökkva þarna sem hún stóð. Ilún varð að liarka af sjer að láta ekki lappirnar bogna undir sjer. En hann hafði ekki ætlað sjer að koma til hennar á öðalssetrið, flýtti hann sjer að bæta við — hann var svo hógvær, hann Sverrir. En Mögdu fanst öll tilveran hring- snúast fyrir sjer. Hún vissi að það var ómögulegt að vera þarna i orlof- inu nema hann fengi að vita um alt. Reyndar var hann alls ekki eins fínn og lhin liafði haldið í fyrstunni, hann vann i búð og var alls enginn yfirmaður með burgeisalaun. En samt! Drottinn minn, hvað átti hún að gera? Hann Sverrir var svo glaður og ánægður — en hvað það verður skeintilegt þarna upppfrá! Var ekki vatn þarna neinsstaðar, sem hægt væri að fá að veiða i? Honum þótii svo gaman að veiða. Og svo skyldu þau fara langar göngufarir og koma við á seljunum. Og að fá að vera saman allan daginn! Og Magda liugsaði, hvað þetta hefði alt verið ljómandi skemtilegt — bara, bara að hún liefði ekki hagað sjer eins og bjáni. Nóttina eftir sat hún við að skrifa honum úppsagnarbrjef. Hún snökti og grjet, reif blaðið i tætlur og fitj- aði upp á ný. Hún hafði hagað sjer eins og vond manneskja, skrifaði Imn, þvi að hún ætti kærasta fyrir heima i sveitinni. Henni þætti ó- sköp vænt um hann og hún mundi Tið yætum orðið 150 ára — segir dr. Voronoff. Yngingalæknirinn Serge Voronolf var nýlega á ferð í Englandi í þeim erindum að sjá um enska útgáfu á nýrri hók eftir isig. í viðtali sem hann átti við blaðamann frá „Daily Mail“ hafði Voronoff orð á því, að enskar konur hefðu ineiri hug á að láta yngja sig upp, en konur annara landa. „Konur annara landa láta sjer nægja: að líta unglega út, en enskar lconur verða að vera ungar. Þær vilja leika golf, fara á dýraveiðar og dansa eins og dætur þeirra eða jafn- vel dæturdætur. Þær vilja halda lílc- amsstyrknuin eigi síður en fegurð- inni“. Voronoff segir annars, að það sjeu einkum karlmennirnir sem láta yngja sig; þeir eru tífalt fleiri en kvenfólkið. Reyndar segir hann, að kvenfólkið eldist seinna en karl- menn og sje það hollara líferni að þakka: „Það er ekkert því ti! fyrirstöðu, að menn og konur geti orðið 140 ára. « Athuganir mínar liafa sýnt, að dýrin lifa yfirleitt sjö sinnum þann tima, sem þau eru að ná fullum þroska. Mennirnir eru fullþroska um tvit- ugt — ef þeir lifðu útilifi við eðlileg skilyrði, lifðu ástarlífi og kynnu að hlæja og gráta ættu þeir að gela enst í sjö sinnum 20 ár. Kvenfólkið kemst nær þessu marki en karlmennirnir". Þá bætir hann því við, að með þján- ingarlausri aðgerð, sem taki hálfan annan tíma, geti konan bætt fimtán árum við æfi sína. Sjálfur er Voronoff orðinn 08 ára. Líklega hefir liann yngt sig, þvi að fyrir fáeinum áriun gifti hann sig. Kona lians er 24 ára og kvað vera ljómandi falleg. Ilún er dóttir augn- læknis i Wien. ----x---- Alfons Spánarkonungur dvaldi _> vikur í sumar i Königswarthöll hjú Marienbad i Tjekkoslóvakiu. En kommúnistar gerðu honum lifið svo leitt, að hann varð að hverfa þaðan aftur til Wien. Þeir máluðu á vega- skiltin kröfu um, að konunginum yrði þegar vísað úr landi, en ekki er þess getið, að þeir hafi málað upp neinar svívirðingar. Einn af frægustu málurum Dana. Oscar Mathiesen, varð nýlega 75 ára, Hjelt hann stóra málverkasýningu i tilefni af afmæli sínu. aldrei gleyma honum. En það væifi ekkerl við þessu að gera. Svo dró hún hringinn af fingri sjer, fallega spegilfagra hringinn — vafði hann gætilega inn í silkipapp- í og lagði hann innan í brjefið. Þá kjökraði hún hátt.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.