Fálkinn - 28.11.1936, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
„19 ára“.
Fögur og skemtileg ástarsaga
gerð eftir skáldsögu Booth
Tarkingtons „ALICF. ADAMS“.
Aðalhlutverkið leikur ameríska
leikkonan
KATHARINE HEPBURN
og hafa leikhæfileikar liennar
aldrei notið sjeu betur en í mynd
þessari.
Sýnd bráðlegal
Björn Jóhannsson, Hverfisg. 58,
varð 70 ára í gær.
Einar Eiríksson frá Eiríksstöð-
um, nú á Sólegjarg. 5, verður
70 ára 30. þ. m.
GAMLA BÍÖ
Hin alkunna Ivatharine Hepburn
leikur aðalhlutverkið í þessari mynd:
Alice Adams, 19 ára stúlku, dóttur
efnalítils manns (Fred Stone), er
vinnur i efnasmiðju auðkýfingsins
mr. Lamb, en hefir fundið aðferð til
þess að búa til betri tegund af lími
en áður þektist. Hann lætur hverj-
um degi nægja sína þjáning og dauf-
heyrist við beiðni fjölskyldu sinnar
um að stofna limgerð sjálfur, því að
þá muni Lamb saka hann um að
hafa stolið aoferðinni frá sjer. Alice
elst því upp við bág kjör og getur
hvorki fylgt tiskunni, tekið þátt í
samkvæmislífinu eða mentast, en
alt þetta þráir hún mjög. Hún er
boðin til fyrirfólks á dansleik ásamt
bróður sínum, en enginn vill dansa
við hana, því að hún er á gönJum
kjól og bróðir hennar verður til at-
hlægis, þvi að hann spilar teninga-
spil við negraþjóninn í húsinu. En
meðal gestanna er Arthur Ilussel
(Fred MacMurry), sem boðinn er
sem tengdasonarefni á heimilinu.
Hann dansar við Alice og hún verð-
ur frá sjer numin af fögnuði yfir
þessum óvænta heiðri og reynir að
geðjast honum með viturlegum sam-
ræðum, því að munninn hefir telp-
an á rjettum stað hvað sem öðru líð-
ur. En þá kemst það upp, að bróðir
hennar liefir spilað við negrann —
það er stimpill á hana lika, rem
ómentaða stelpu. Og hún veit ekki
sitt rjúkandi ráð og harmar komu
sína á dansinn.
Síðar hittir hún Arthur aftur af
tilviljun. Hún neytir enn talanda
síns og fer ekki altaf með sannleik-
ann. Hún vill vinna Arthur, því að
liún elskar hann og þykist viss um,
að hann beri sama hug til hennar.
En nú hefir gamli Adams látið und-
an þrábænum konu sinnar og stofn-
að limgerðina. Og það fer sem hann
hjelt: Lamb verksmiðjueigandi sak-
ar hann um að hafa stolið aðferðinni
frá sjer og breiðir það út. Þetta
verður nýr þröskuldur milli Alice
og Arfhur og aftur örvæntir hún,
því að ekki muni Arthur vilja eiga
dóttur svikahrapps. Hjer skal ekki
sagt frá með liverjum atvikum það
verður, að alt fellur í ljúfa löð.
Það skiftast þannig á skin
og skúrir í þessari mynd og
engin kann betur að túlka
þetta tvent en Hepburn. Enda
tekst henni upp. Danska blað-
ið „Politiken" segir, að þetta
sje tvimælalaust besta hlut-
verk hennar og leikurinn er
nýr en bráðskemtilegur gam-
anleikari, Fred MacMurry.
Hann á áreiðanlega eftir að
töfra kvenfólkið aftur.
-------- NÝJA BlÖ. -------------
Mazurka.
Kvikmynd eftir Hans Rameau,
tekin af Ciné-Allianz undir
stjórn hins fræga leikara
WILLY FORST,
en aðalhlutverkið leikur
POLA NEGRI
Leikstjórinn sendir gestum kvik-
myndarinnar svolátandi brjef:
Kæri kvikmyndagestur! — Þegar
þjer gangið inn i leikhúsið vitið
þjer ekkert, hvað hin nýja mynd
min, „Mazurka', fjallar um. Jeg hefi
af ásetningi ekki gert þetta kunnugt,
til þess að veikja ekki áhrif hinna
gagntakandi efnisatriða myndar-
innar.
Og þegar þjer farið úr leikhús-
inu og eruð kominn út í marg-
mennið á götunni og hittið þar
kunningja og vini, þá skuluð þjer
segja þeim álit yðar á myndinni, en
ekkert um efni hennar. Látið vini
yðar upplifa sama spenninginn, sem
þjer hafið orðið var sjálfur, meðan
hinar breytilegu myndir leiksins
bœrðust fyrir augum yðar.
Willy Forst.
Þegar mynd þessi var sýnd í fyrsta
sinn í Berlín var hún einkend sém
meistaralegasta, fágaðasta, og áhrifa-
fylsta „sensationsmynd" sem nokk-
urntíma hefði komið fram á þýsku
kvikmyndatjaldi. Efni myndarinnar
byggist á atriðum um mál er var fyr-
ir þýskum dómstólum og datt Willy
Forst það í hug við lestur smágrein-
ar um mál þetta í blaði, að hjer
væri gott efni í kvikmynd. Það hefir
líka reynst svo, að honum varð
matur úr efninu, því að „Mazurka"
er ein einkennilegasta og frumstæð-
asta mynd sinnar tíðar og heíir
farið sigurför um veröldina. Heiti
sitt hefir myndin fengið af mazurka,
sem leikinn er í myndinni og mynd-
ar einskonar þráð milli viðburðanna.
í þessari mynd fær fólk að sjá
Pola Negri á nýjan leik. Hún hafði
dvalið árum saman i Bandaríkjun-
um og leikið þar í kvikmyndum,
einkum þöglum, en ýmsum þótti
djarft í ráðist að kalla hana heim
til Þýskalands í stórt hlutverk í
talmynd. En myndin sýnir, að leik-
stjórinn hefir valið rjett er hann
gerði það. Pola Negri, sem leikur
eitt stærsta lilutvekið fer snildar-
lega með hlutverk sitt. Hún grípur
og töfrar.
í myndinni „Maskerade" ljet Forst
unga leikkonu og óþekta í kvikmynd-
um koma fram á sjónarsviðið. Það
var Paula Wessely sem byrjaði þá
frægðarferil sinn á hvíta tjaldinu.
Ókunna leikkonu hefir hann einnig
sett í eitt aðalhlutverkið í þessari
mynd. Hún heitir Ingeborg Theck.
„Mazurka“ er frábært meistara-
verk sem mun vekja mikið umtal í
Reykjavík sem annarsstaðar. Hún
verður sýnd bráðlega á NÝJA BÍÓ.
Sturla Jónsson kaupm., verður
75 ára í dag.
Frú Gabríella Manberg, verður
75 ára í dag.
Finnbogi G. Lárusson kaupm.
frá Búðum, verður 70 ára 2. des.
GEYMSLA.
Reiðhjól tekin til geymslu
á Laugaveg 8 — Laugav. 20 -
Vesturgötu 5.
Símar 4661 & 4161.
ÖRNINN.
*fi Alll með islenskum skrpum'