Fálkinn - 28.11.1936, Blaðsíða 4
4
F Á L K 1 N N
/
NAGRENNI REYKJAVIKUR
SÍÐASTA ÁRBÓK FERÐAFJELAGS ÍSLANDS ER
NÝLEGA KOMIN ÚT. ER ÞETTA HIN NÍUNDA ÁR-
BÓK FJELAGSINS OG SÚ LANGSTÆRSTA. HÚN
ER HELGUÐ NÁGRENNI REYKJAVÍKUR, í TIL-
EFNI AF ÞVÍ AÐ Á ÞESSU ÁRI ERU LIÐIN 150 ÁR
FRÁ STOFNUN REYKJAVÍKURKAUPSTAÐAR, OG
FLYTUR LÝSINGU Á HINU FORNA LANDNÁMI
INGÓLFS OG HELSTU LEIÐUM SEM UM ÞAÐ
LIGGJA, ALT FRÁ HINUM MALBIKUÐU VEGUM
ÚT ÚR HÖFUÐSTAÐNUM OG TIL VEGLEYSU-
LEIÐA UPP UM FJÖLL OG FIRNINDI.
Mönnuni er það býsna eigin-
legt að Ieita langt yfir skamt.
„Fjarlægðin gerir fjöllin blá“
og hún gerir þau fögur og loklc-
andi, svo að flestum þeirra sem
ferðast, finst það sjálfsagt, að
þeir verði að fara „Á stað burt
í fjarlægð“.
En oft er það svo, að þessir
menn fara yfir ána að sækja
vatn og leila langt yfir skamt.
Og þetta á líka við um Reyk-
víkinga, þó að ýmsir þeirra,
sem mest iðka ferðir láti ekki
hjá líða að líta sjer nær og
hugsa ekki aðeins um fjarlægð-
irnar. En bversu margir eru
ekki þeir, sem hafa gengið á
Heklu en aldrei á Grímmanns-
fell, sjeð Gullfoss en ekki Trölla
foss, farið til Geysis en aldrei lil
Krisuvíkur? Gengið í Surtshelli
en vita tæplega bvar Raufar-
hólshellir er.
Það er ærið kostnaðarsamt að
ferðast á stað burt í fjarlægð
og hjá þeim, sem mikið gera
að langferðum verður þetta ær-
inn útgjaldaliður. Því að þeir
sem ferðast eru að jafnaði ekki
ríkir menn — skemtiferðafólk
er ungt fólk, sem ekki er farið
að safna í kornlilöður og ekki
situr að feitu starfi. Það munar
um að borga tíu til tuttugu
krónur i ferðakostnað um
hverja helgi, en það vill lielst
komast úr bænum um hverja
helgi sem sæmilega viðrar. —-
En er þetta fólk þá sæmilega
kunnugt nágrenni Reykjavíkur,
stöðunum, sem liægt er að kom-
ast á, á einum degi fram og
aftur, og' notast aðallega við
hesla postulanna?
Árbókin nýja ber það með
sjer, að Reykvíkingar hafa í
mörg hús að venda, ef þeir
vilja fara ódýrar ferðir. Svæð-
inu sem bókin lýsir má skifta í
tvent: hinn ytri hring, .Reykja-
nesið, Grindavík, Selvog, Reykja
nesfjallgarð og sveitirnar aust-
an hans, Mosfellsbeiði, Kjölinn
og Esju með aðliggjandi sveit-
um, og sjálft nágrennið, sem
hægt er að komast ferðir um á
einum degi, án þess að eyða
öðru i ferðakostnað, en einni
krónu í áætlunarbíl til Hafnar-
fjarðar, Rauðhóla eða í Mosfells-
sveit neðanverða. Á þessu innra
svæði er fjöldi staða, sem vel
eru fallnir til að ganga um sjer
til skemtunar. Hraunin upp af
Hafnarfirði og austur af Gvend-
arbrunnum, með öllum þeim
gjám og náttúrufyrirbærum
sem þar eru, geta gefið mörg
skemtileg dagsverk athugulum
göngumanni. Frá Kaldárseli er
engum sæmilegum göngumanni
um megn að ganga suður í
Grindaskörð og til baka á ein-
um degi, jafnvel þó gengið sje
á HeI|gafell í leiðinni, en þaðan
er eitl fegursta útsýni yfir nes-
in innan Ilafnarfjarðar; sama
er að segja um Kleifarvatn og
enda Bláfjöll. Eða hin hæga
leið inn með Setbergshlíð, í hell-
ana og um Gjárrjett að Elliða-
vatni og Vatnsenda. Eða göngu-
ferð frá Álafossi upp að Hafra-
vatni og á Grimmannsfell og
niður á Þingvallaveginn fyrir
innan MJosfell. Eða inn að
Tröllafossi og upp i Skálarfell.
Eða þeir staðir sem nær eru,
innan við sæmilega bæjarleið
frá sjálfum höfuðstaðnum. Það-
MYNDIRNAR:
A8 ofan l. v. Hvalfjörður og t. h.
Tröllafoss. Að neðan Hengillinn.