Fálkinn - 02.01.1937, Page 12
12
F Á L K 1 N N
DASHIELL HAMMET:
Granni maðurinn.
Leynilögreglusaga.
liann vilji halda leyndu — og seinna fær
hann staðfest af Júlíu Wolf, að þetta er
rjett — og hann álítur að W.ynaríd hafi fal-
ið sig einhversstaðar upp i Adirondaek-fjöll-
unum. En síðar þegar hann spyr hana á nýj-
an Ieik, segist hún ekki vita deili á þessu
fremur en sjálfur hann“.
„Vissi hún hvað þessi uppgötvun gekk
út á ?“
Guild hristi höfuðið. „Ekki eftir því sem
Macaulay segir, nema að sennilega þurfi
vjelar til að starfa að þessari uppgötvun,
eða eitlhvað annað, sem kosti peninga. Því
að þella þóttist Macaulay geta markað af
þeim ráðstöfunum, sem Wynand gerði áður
en hann fór. Hann gerði sem sje ráðstafan-
ir lil þess, að Macaulay hefði aðgang að
hlutabrjefum hans og skuldahrjefum og
öðrum verðbrjefum óg gæti komið þeim í
peninga, þegar þess væri þörf; ennfremur
fól hann Macaulay umsjón með hankavið-
skiftum sínum og gaf lionum umboð til
þess, að gera alt í sínu nafni“.
„Þjer eigið við: lögmætt fullnaðarumboð?“
„Einmitt. Og þegar Wynand vildi fá pen-
inga, áttu þeir að sendast í reiðu fje“.
„Hann hefir altaf verið mesti kenjakopp-
ur“, sagði jeg.
„Já, það segja allir, sem hafa þekt hann.
í þessu tilfelli virðist tilgangur hans hafa
verið sá, að enginn þarna upp frá, sem hann
var, skyldi geta rakið slóð lians á ávisun-
um, og að enginn á þeim sama stað, sem
hann hjelt sig á, gæti vitað, að hann væri
Wynand. Þessvegna var það lika, sem hann
tók ckki stúlkuna með sjer — hánn sagði
henni ekki einu sinni hvar hann yrði, ef
hún hefir þá sagt satt — og hann ljet skegg-
ið vaxa“. Guild strauk ósýnilega skeggið
sitt með vinstri hendinni.
„Þarna uppfrá“, át jeg eftir honum, „Þjcr
vilið þá, að hann var uppi í Adirondack-
fjöllum?"
Guild ypti öxlum. „Jeg kemsl svo að orði,
vegna þess að jeg finn það á mjer. Við telj-
um hann hafa verið upp í fjöllum, en skilj-
anlega vitum við það ekki. Ilann gæti vit-
anlega hafa farið til Ástralíu“.
„Og hvað vildi Wynand fá mikla ])eninga
i reiðu fje?“
„Það get jeg ekki sagt með vissu“. Ilann
tók hrúgu af skítugum og velktum snepl-
um með hundseyrum upp úr vasa sínum,
fann umslag sem var sinu skítugra og stakk
svo hinu í vasann. „Daginn eftir að hann
hafði talað við Macaulay, tók hann sjálfur
5000 í peningum út úr hankanum. Hinn 28.
— þetta er í október, skiljið þjer — varð
Macaulay að taka út önnur 5000 lianda hon-
um, og 2500 þann 6. nóvember og 1000 þann
fimtánda og 7500 þann þrítugasta og 1500
þann sjötta — það hlýtfjr að vera desember
-— og þúsund þann átjáanda og 5000 þann
22. — en það er dagurinn áður en liún var
myrt“...............................
„Þetta verða nærri því 30.000 dollarar“,
sagði jeg, „hann hlýtur að hafa átt laglega
inneign i bankanum“.
„28.500 svo að maður sje nákvæmur“.
Guild stakk umslaginu i vasa sinn aftur.
„En þjer skiljið, að þetla var ekki alt til í
bankanum. Eftir fyrstu úttektina varð Mac-
aulay í sifellu að selja verðbrjef til þess að
afla peninga". Hann leitaði aftur í vasan-
um. „Jeg liefi skrá yfir verðbrjefin, sem
hann seldi, ef yður langar lil að sjá hana“.
„Jeg sagði að það skifti engu máli. „En
hvernig sendi liann Wynand iieningana?11
„Wynand skrifaði stúlkunni þegar hann
þurfti peninga, og liún fjekk þá lijá Macau-
lay. Hann hefir kvittanir frá lienni“.
„Og livernig kom liún þeim til Wynand?“
Guild liristi höfuðið. Hún sagði Macaulay,
að hún hitti hann á ákveðnum stöðum, en
liann lieldur, að hún liafi vitað hvar liann
hjelt sig, þó að hún þrætti altaf fyrir það“.
„Og máske hefir hún haft þessi 5000 á sjer
þegar hún var myrt?“
„Þá væri hjer um ránmorð að ræða, nema
því aðeins að —“
Guild hafði pírt gráu augunum, svo að
varla sást i þau — „hann hafi drepið liana,
þegar hann kom að sækja peningana“.
„Eða því aðeins“, sagði jeg, „að einhver
alt annar maður, sem drap hana af all öðr-
um ástæðum, liafi fundið peningana lijá
henni og þótt eins hyggilegt, að hirða þá í
sömu ferðinni“.
„Auðvitað“, sagði Guild, „annað eins hel’ir
nú heyrst. Það hefir komið fyrir, að sá fyrsli
'sem kemur að líki, stingur hinu eða þessu
á sig, áður en hann gerir aðvart“. Hann hóf
hnefann á loft. „Auðvitað, livað frú Jorgen-
sen snerlir — fullkomna hefðarkonu — jeg
vona,að yður detti ekki i hug, að jeg —“
„Hún var auk þess ekki ein — var það?“
„Jú, aðeins augnablik. Síminn í ibúðinni
var bilaður og lyftudrengurinn fór ofan með
umsjónarmanninn, svo að hann gæti hringt
af skrifstofunni. En þjer verðið að skilja, að
það er fjarri mjer að staðhæfa, að frú Jorg-
ensen hafi aðliafst nokkuð það sem ólöglegt
var. Það er óliugsandi að dæma eins og hún
44
„Hvað var þá að simanum?" spurði jeg.
„Ja“, sagði Guild, „jeg veit ekki hVað
segja skal. „Síminn hafði . .. .“
Hann þagnaði er þjónninn kom inn í
sama bili til þess að dúka borðið.
„Hvað símann snerti“, sagði Guild, þegar
við höfðum sest að snæðingi, „þá var ekki
gott að átta sig á honum. Það hafði farið
kúla gegnum heyrnarlólið“.
„Af tilviljun — eða —?“
„Já, það get jeg auðvitað spurt um. Kúlan
var auðvitað úr sömu skammbyssunni og
hinar fjórar, sem liöfðu hitt hana; en hvort
simtólið hefir verið hitt með vilja, skal jeg
ekki segja. Mjer finst það vera nokkuð liá-
vaðasöm aðferð til þess að fá síma til að
þegja“.
„Vel á minst“, sagði jeg, „heyrði enginn
jjessa skothríð? Kal. 32 er að vísu ekki veiði-
hyssa, en samt finst mjer að einhver hefði
átt að geta heyrt hyellina".
„Já, auðvitað“, sagði hann fyrirlitlega,
„húsið er troðfult af fólki sein heldur núna
eftir á, að það hafi heyrt allan skrambann,
en þá ljet það sig þetla ekki neinu skifta, og
því fer fjarri, að því heri saman um það,
sem það þykist hafa heyrt“.
„Svona er það“. Ilann hámaði í sig mai
inn. „Hvað var jeg nú að tala um? Jú, já,
það.var Wynand. Hann sagði upp íhúðinni
þegar hann fór og kom innbúinu sínu fyrir
til geymslu. Við höfum grannskoðað það alt,
innbúið meina jeg, en ekki fundið snefil sem
henti á hvert liann fór, eða hvað hann ætl-
aði að sýsla, en af því hefðum við getað
haft einhvern stuðning. Ekki gekk okkuc
betur í raimsóknarstofunni lians ó 1. Averiue.
Hún hefir verið læst síðan hann fór, að öðru
leyti en því, að liann var þar einn lil tvo
tíma fáum sinnum í viku, til þess að lesa
hrjef og svara, og því um líkt. Síðan liöfum
við nú tekið við hrjefum hans, en siðan hún
var skotin hefir ekkert verið á þeim að
græða“. Hann brosti til Noru. „Yður hlýtur
að leiðasl þetta raus, frú Cliarles".
„Leiðast?“ sagði hún forviða. „Jeg er eins
og á nólum“.
„Kvenfólkið er vant að vilja heyra meira
af viðhurðum" , sagði hann ög hóstaði.
„Svona eitthvað sem bragð er að. Jæja en
útkoman er sú, að við fundum ekkert, sem
benti til, hvar hann væri niðurkominn. Við
höfum aðeins komist að því, að hanrí hringdi
til Macaulay á föstudaginn og mælti sjer
mót við hanrí á almenningnum á Hotel
Plaza. Macaulay var ekki á skrifstofunni,
svo að liann ljet liggja boð til hans“.
„Macaulay var hjerna þá“, sagði jeg, „að
borða hádegisverð“.
„Hann liefir sagt mjer það. Nú, Macaulay
komst ekki á Hotel Plaza fyr en klukkan
undir þrjú, og þar var þá enginn Wynand,
og Wynand átli ekki heima á gistihúsinu.
Hann reyndi að lýsa útliti hans, hæði með
skegg. og skegglausum, en enginn af heima-
fólkinu á Hotel Plaza mintist þess að hafa
sjeð hann. Hann hringdi á skrifstofu sína,
en Wynand liafði ekki hringt þangað aftur.
Svo hringdi hann til Júlíu Wiolf, og hún
sagðist ekki liafa hugmynd um, að Wyn-
and væri í bænum, en það heldur hann að
sje lygi, því að liann hafði afhent henni
5000 dollara handa Wynand daginn áður
og gekk að því vísu, að Wynand hefði farið
til hennar að sækja þá, en svo sagði liann,
að það kæmi i sama stað niður og hringdi
af og l'ór að eiga við málið“.
„Hvaða mól var það?“
Guild hælti að tyggja stóran bita, sem
hann hafði nýlega innbyrt. „Ja, það væri
fróðlegt að vita það. Jeg reyni að komasl
að því. Það lá ekkert fyrir, sem gæti benl á
hann, svo að við skiftum okkur ekkert af
því, en það skaðar aldrei að fá að vita
hverjir hafa fjarverusönnun og hverir
ekki“.
„Jeg hristi höfuðið til svars þeirri spurn-
ingu, sem hann liafði alls ekki borið upp.
„Jeg gat lieldur ekki komið auga á neitt,
nema það eitt, að hann er málaflutnings-
maður Wynands og veit líklega meira en
hann segir“.
„Auðvitað, það er augljóst. Það er nú einu
sinni það, sem fólkið notar lögfræðingana
til. En svo er það stúlkan sjálf. Þegar öll
kurl koma til grafar getur vel verið, að hún
hafi elcki lieitið .Túlía Wolf. Við höfum
ekki komist fyrir það ennþá, en svo mikið
liöfum við sannfrjett um liana, að hún lief-
ír eigi verið kvenmaður, sem liægt væri að
búast við, að nokkur maður tryði fyrir pen-
ingum — ef hann hefir þá vitað deili á
henni.“
„Hefir hún sætt refsingu?“