Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1937, Síða 12

Fálkinn - 30.01.1937, Síða 12
12 1-' Á L K 1 N N DASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. Dorotliy hrópaði: „Nei, hann gerði það ekki“, svo hátt að Nora og Quinn hættu að dansa, og hún sneri sjer við og leil á hróður sinn. „Hvar er Kesse?“ spurði hún. Gilbert leit af henni á mig og svo aftur á liana. „Láltu ekki eins og bjáni“, sagði hann kulda lega, „hann er úti með stúlkunni sinni þessari Fentonsstelpu“. Lað var ekki að sjá á Dorothy, að hún trvði honum. „Hún er hrædd um hann“, bætti hann við, „J>að er jjessi móðurtilfinning“. Jeg spurði: „Hefir hvorugl ykkar nokk- urntíma sjeð þennan Rosewater, sem faðir ykkar átti í klandrinu við, um það levti sem við kyntumst fyrst?“ Dorothy hristi höfuðið. Gilbert sagði: „Nei, hversvegna?“ „Mjer datl það svona í hug. Jeg hefi aldrei sjeð liann heldur, en lýsingin sem jeg fjekk af honum, gæti með nokkrum smábreyting- um átl svo mætavel við þennan Kesse Jorg- ensen vkkar“. XIV. Um kvöldið fórum við Nora á fyrstu sýn- inguna í Radio City Musie Hall. Eftir klukkutíma kom okkur saman um, að við værum húin að sjá nóg af sýningunni, og við hypjuðum okkur á hurt. „Hvert éigum við nú að fara?“ spurði Nora. „Mjer er alveg sama. Annars hálflangar mig eiginlega til að lita inn í þennan Pigi- ron-klúbh, sem hann Morelli var að segja okkur frá. Jeg er viss um, að J)ú kant vel við Studsy Burke. Hann var upprunalega peningaskápaþjófur. IJann stendur fast á því, að liann hafi brotið upp peningaskáp- inn i Hagerstown-fangelsinu, þegar hann sat ])ar í mánuð fyrir götuóspektir“. „Við skulum fara J)angað“, sagði hún. Við fórum í 49. götu, og eftir að hafa spurt tvo bílstjóra, tvo blaðadrengi og einn lögregluþjón til vegar fundum við staðinn. Dyravörðurinn sagðist engan Burke þekkja, en hann skyldi spyrja, hvort hann væri þarna til. Studsy kom til okkar innan skamms. „Hvernig líður þjer, Nick? sagði hann. „Það er langt síðan við höfum sjest“. Hann var þrekvaxinn og í meðallagi hár, var orðinn talsverl lioldugur, en ekki skvap- niikill. Hann hlaut að vera orðinn fimtugur, en leit út fvrir að vera tíu árum yngri. And- litið var breitt og góðmannlega Ijótt og bólu- grafið, liárið gisið og litlaust, og jafnvel þó liann væri með skalla var ennið lágt. Rödd- in var djúpt bassaurg. Við tókumst i liend- ur, og jeg kynti honum Noru. „Svo ])ú er giftur“ sagði liann. „Sjáum til. Og nú er það kampavín, annars skaltu eiga mig á fæti“. Jeg sagði, að þá vildi jeg heldur kampa- vín, og við fórum inn í klúbbinn. Það var notalegt þar, en dálítið snjáð. Gamanið var ekki byrjað — það voru ekki nema þrír gestir í salnum. Við settumst við borð úti i horni, og Studsy gaf þjóninum nákvæm fyr- irmæli um, hvaða víntegund liann átti að koma með. Svo rannsakaði hann mig ítar- lega og kinkaði kolli: „Þú hefir hafl gott af að giftast“. IJann klóraði sjer hökuna. „Það er langt síðan við höfum sjest“. „Já, víst er það langl“, sagði jeg’. „Það var liann, sem sendi mig í steininn“, sagði hann við Noru. Hún brosti til lians: „Var bann duglegur njósnari ?“ Studsy hrukkaði alt það enni, sem á hon- um var. „Þeir segja það, en jeg veit það nú ekki. 1 eitt skifti sem hann hramsaði mig var það tilviljun. Hann var örlitlu hand- fljótari en jeg“. „Hversvegna sendirðu þennan villimann, Morelli, til mín?“ spurði jeg. „Þú ])ekkir útlendingana", sagði hann, „þeir eru móðursjúkir. Hvernig gat mjer dottið í liug, að hann gerði allan þennan ó- skunda. Nú er hann skíthræddur um, að lögreglan muni hengja liann á morði þess- arar Wolf, og svo sáum við í blöðunum, að þú værir eitthvað að grúska i því, og þá segi jeg við hann: Nick er góður, og þú þarft að tala við einlivern. Og þá sagðist ha.nn ætla að fara og tala við þig. En hvað gerðir þú við hann. Varstu ósvífinn?" „Hann Ijet veiða sig þegar hann reyndi að laumasl inn til mín og svo lijelt liann, að jeg væri valdur að því. Iivernig í ósköpun- um fór hann að finna mig-“ „Hann liefir sín sambönd, og það er ekki liægt að segja að þú hafir falið þig — finst þjer það?“ „Jeg hafði ekki verið nema viku í New York og blöðin höfðu ekki sagt neitt um, hvar jeg ætti lieima“. „Er það satl“, sagði Studsy með áhuga. „Hvar hefirðu lialdið þig?“ „Jeg á heima í San Francisco núna. Hvernig fann hann mig?“ „Það er indælis borg. Jeg hefi ekki komið hingað í mörg ár, en það er indælis borg. Það er ekki vert jeg segi þjer það, Nick. Spurðu hann sjálfan. Það kemúr ekki öðr- uin við“. „Það kemur að minsta kosti þjer við, úr því þú sendir hann til mín“. „Ojæja“, sagði liann, „vitanlega að svo miklu leyti, en þú skilur, að jeg var að reyna að auglýsa þig“. Hann sagði þetla graf alvarlegur. Jeg sagði: „Þetta kalla jeg kunningja". „Hvernig átti jeg að vita, að hann tæki upp á því, að gera spell? Jæja, en hann hitti þig ekki að neinu márki — var það?“ „Að vísu ekki, en þó var þetta ekki neitt gaman, og jeg —“. Jeg þagnaði af því að þjónninn kom með kampavínið i sömu svifum. Við brögðuðum á því og sögðum að það væri ágætt. Það var afleitt. „Heldiírðu að hann liafi drepið stúlk- una?“ spurði jeg. Studsy hristi hqfuðið ákveðinn. „Kemur ekki til mála“. „Þá virðist ekki vera mikill vandi að fá liann lil að skjóta“. „Það veit jeg. Þessir útlendingar eru svoddan hlóðhundar. En hann var hjerna i klúbbnuni allan seinni part dagsins, sem morðið var framið“. „Allan ?“ „Já, állan. Jeg get svarið þess dýran eið. Nokkrir af strákunum og stelpunum hjeldu rall uppi á lofti, jeg veit alveg ákveðið að iiann fór ekki burt frá borðinu og þvi síður úr.klúbbnum, allan eftirmiðdaginn. Þetta er ekkert rugl, lieldur staðreynd, sem liann gel- ur sannað“. „Nú, en livað er hann þá svona liræddur við?“ „Hvaðan ætti jeg að vita það? Það er ein- mitt ])etla, sem jeg er altaf að spyrja hann um, en ])ú þekkir þessa útlendinga“. Jeg sagði: „Ójú, þeir eru móðursjúkir, því að það gæti víst ekki liugsast, að hann hefði senl góðkunningja sinn í heimsókn til stúlk- unnar ?“ „Jeg held að þú liafir fengið liann öfugan i kokið“, sagði Studsy. „Jeg þekli kven- manninn, hún kom liingað með honum öðru hverju. Þau skemtu sjer bara saman. Hann var ekki líkt þvi svo ginkeyptur fyrir henni, að hann hefði getað fundið upp á svona til- læki. Það máttu reiða þig á“. „Var hún kókaínisti?“ „Það gel jeg ekki sagt um. Jeg liefi sjeð l)ana taka sjer prís einstöku sinum, en það getur vel verið að hún hafi bara gert það til samlætis, ef lil vill l)ara af því að liann gerði það“. „Ilverjum var liún með öðrum?“ „Jeg veit ekki um neinn“, sagði Studsy úti á þekju. „Það var hjerna náungi sen) lieit- ir Nunheim, liann kom hingað stundum og var að viðra sig upp við liana, en honum varð ekkert ágengt, að þvi er jeg besl sá“. „Jæja, svona fjekk Morelli heimilisfangið mitt“. „Vertu nú ekki að ígrunda það. Það eina, sem Morelli langar til, er að fá færi lil að hefna sín á honum. En hvað það er líka likl honum, að hlaupa með ])að í lögregluna, að Morelli þekli stúlkuna? Er liann vinur þinn?“ Jeg hugsaði mig um og sagði svo: „Jeg þekki hann ekki. Jeg héyri sagt, að liann geri lögreglunni smágreiða við og við“. „Þarna sjáum við. Þakka þjer fyrir orð- ið“. „Þakka fvrir livað? Jeg hefi ekki sagl neitt“. „Það má nú segja. En nú verðurðu að segja mjer nokkuð: Hvað á þessi skollaleik- ur að þýða? Það er svo sem auðvitað, að þessi Wynand hefir drepið hana. Er þáð ekki?“ „Þeir eru margir, sem halda það“„ sagði jeg, „en jeg vil veðja 100 á móti 50 um, að hann hefir ekki gerl það“. Ilann liristi höfuðið: „Jeg veðja ekki við þig í þínu eigin fagi“. Það Ijelti yfir svipji- um. „En jeg ætla að segja þjer, livað jeg ætla að gera, og það getum við veðjað um, ef þjer sýnisl svo. Þú manst, að einu sinni þegar þú gómaðir mig þá vai's það þú, sein hittir fyrst, og jeg hefi allaf verið að hugsa um, hvorl þú gætir gert það í annað skifti. Einhvern- líma, þegar ])jer lientar, hefði jeg gaman af að C-“' Jeg liló og sagði: „Jeg þakka boðið, en jeg er hættur að æfa mig“. „Og jeg er búinn að fá ístru“, sagði hann. „Auk þess var ekkert að marka ])etta. Þú liafðir mist jafnvægið en jeg stóð fast i háða fætur“. „Þú ert að reyna að klóra yfir þetta“, sagði hann — og síðan með þeirri íliugun: „Þó að það væri víst reyndar svoleiðis, sem þetta vildi til. Jæja, úr því að þú vilt það

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.