Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.02.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Skraddaraþankar. , Með lögum skul land byggja“. En lngasetningin er vandasamt starf og krefst bæði vits og þekkingar, ef hún á að koma að notum. Óviturleg lagasetning er verri en engin, því að hún verður ávalt til bölvunar. Því er það, að ólög eyða landinu. Ekkert land lifir á lögum einum. En góð lög geta bætl hag lands og þjóðar, og sú þjóð er best stödd, sem best á lögin. En hjer á landi liefir það brunnið við, einlcum síðan stjórn- in fluttist inn i landið fyrir rúmum 30 árum, að löggjafarvaldið virðist hafa hugsað meira um, að hafa lögin sem flest, en minna um liitt, að hafa þau sem best. Löggjafarnir hafa ver- ið sjúkir af gjafmildi, en þeir hafa gefið mikið af skrani. Það er blátt áfram hryggilegt, að líta yfir öll þau kynstur af lögum, sem eftir nokk urra ára tilveru eru orðin eins og stagbætt flík, þar sem bót er selt á bót. „Breytingum á breytingu og við- auka við lög nr. 00“ og aumingja frumlegú lögin fá með tið og tíma smo margar breytingar, að þau vcrða óþekkjanleg, alveg eins og bættar brækur, sem eru orðnar svo stágaðar, að ilt er að þekkja úr hvaða efni þær voru í fyrstu. Það er að vísu svo, um nýmæli í lögum, að oft er ekki hægt að sjá það fyrirfram, hvernig lögin muni verka — reynslan verður að skera úr því, og svo á að breyta í samræmi við reynsluna. En þetta afsakar ekki allar þær breytingar, sem íslenskir löggjafar eru að dútla við að gera á islenskri lagasetningu. Ástæðan til breytinganna er fyrst og fremst sú. að löggjöfunum þykir gaman að til- raunastarfi i lögum. Þeir hafa gaman af að nota þjóðina sem tilraunakan- ínu, sjá hvernig þetta og þetta verk- ar. í öðru lagi hefir að jafnaði ver- ió óhæfilega mikið af mönnurn á AI- þingi, sem höfðu sáralitil slcilyrði til |)ess að gegna löggjafarstarfsemi. Þar hafa vaðið uppi lítilmenni, sem þótl- ust vera stór, og fávísir menn, sem þóttust vera vitringar. Á Alþingi lief- ir það sannast, ef nokkursstaðar, að „margir eru kallaðir, en fáir út- valdir". Það má að vísu segja, að það kosti litið nema pappírinn og þingmanna- kaup og skrifara, að penta úr sjer lögum, sem ekki eiga neitt erindi til þjóðarinnar. En það kostar meira. Það kostar almenning þnð, að hann stendur uppi ráðalaus með að vita, hvað lög eru og hvað ekki. Hann man ef til vill efni laganna eins og það var meðan þau voru ný. En hvernig í ósköpunum á hann að muna eftir öllum bótunum? Karlakórinn „ÞRE5TIK“ í Haínaríirði 25 ára. Blaðið kemur úl lnern laugaidag. Askriftarverð er l<r. 1.50 á ináuuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og IX kr. árg. Erléndis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Au(/li/singaver<): 20 qnra miltimeter. Herberlsprent prentaði. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—0. Skrifstofa i Oslo: A n I (i n S c h j ö t b s g a d e 1 4. Þann 19. febr. 1912 var karlakór- inn „Þrestir" í Hafnarfirði stoinað- ur. — Stofnendurnir voru 12 og hóf lcórinn þegar að æfa fjórraddaðan karlakórssöng. Einn af stofnendun- um, Friðrik Bjarnáson, tók þegar að sjer söngstjórnina, og valdi hann kórnum þetta heiti. Fyrsti formaður var Salómon Heiðar, sent söng í kórnum stöðugt frá stofnun hans til 1926, er hann fluttist úr bænum og var ávalt einn af gegnustu og áhuga- sömustu meðlimum. „Þrestir" sungu fyrst opinberlega á slcírdag 1912 í Góðtemplaraliúsinu i Hafnarfirði við ágætar viðtökur, enda þótti karlakórssöngur þá nýlunda mikil. Kórinn skipuðu þá þessir menn: Árni Þorsteinsson, bíóstjóri, Einar Þórðarson, úrsmiður, Elias Halldórsson, versíunarmaður, Gísli Gunnarsson, kaúpm., Guðjón Jónsson, kaupm., Guðmundur sál. Eyjólfsson, simastöðvarstjóri, Hafsteinn sál.Jóns- son Þórarinssonar fræðslumálatjóra, Helgi Valtýsson, kennari, Salómon Heiðar, verslunarm. Rvík og Sig- urður Sigurðsson, bifreiðarstj. Rvík. Á söngskránni voru 12 liig eftir útlenda og ísl. höfunda, en einsöngv- ari var Helgi Valtýsson. Við fyrsta áfanga, sem tókst svo vel, óx kórnum áhugi og áræði, starf- og liafði kórinn ávalt á að skipa mjög mörgum úrvalssöngmönnum, og urðu sumir þeirra þjóðkunnir, svo sem Sigurður Birkis, sem söng með kórnum um nokkurt skeið og Sveinn Þorkelsson, sem um mörg ár var aðal einsöngvari kórsins. Arið 1924 ljet Friðrik Bjarnason af söngstjórn og tók þá við Sigurður Þórðarson, núverandi söngstj. Karla- kórs Reykjavíkur, og stjórnaði hann kórnum í 2 ár með miklum dugnaði og prýði. Á þeim árum söng kórinn oft opinberlega og meðal annars i Reykjavík og fekk þar eins dæma góðar viðtökur og dóma. — Sigurður stofnaði á árinu 1926 Karlakór NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN: SÍMI 4875. Guðmundur Gissurarson, formaður Karlakórsins ,,Þrestir“. Friðrik Bjarnason, tónskáld. leikámaður mikill og hefir sýnt i starfi sínu einstaka fórnfýsi og á- stundun, enda notið hvers manns virðingar og trausts. Um það ber ótviræðast vitni árangurinn af starfi hans. Kórinn skipa nú 37 meðlimir, auk tveggja heiðursfjelaga, Jóns ísleifs- sonár og síra Garðars Þorsteinsson- ar, sem hefir verið einsöngvari i kórnum og aukið mjög vinsældir hans. Aðrir einsöngvarar hafa verið seinni árin Pálmi Águstsson og Hall- steinn Hinriksson. — Formaður kórs- ins er Guðmundur Gissurarson. Kórinn er í S. f. K. og hefir tví- vegis notið kenslu söngkennara sam- bandsins, hei'ra Sigurðar Birkis. Karlakórinn „Þrestir" hefir á þessu 25 ára tímabili verið stór þáttur í menningarlífi Hafnfirðinga og á von- andi eftir að vera það um margra ára skeið enn. — í tilefni af 25 ár.-i afmælinu hafa „Þrestir" í hyggju að efna til samsöngs í Hafnarfirði 19. þ. m. Jón ísleifsson, söngstjóri. aði hann nú af krafti miklum og söng ár hvert opinberlega í Hafn- arfirði og viðar, með stöðugt vax- andi hylli og vinsældum, svo sem vænta mátti, þar sem hann naut for- ustu Friðriks Bjarnasonar, eins af þjóðarinnar bestu tónskáldum og söngkennurum, og áttu lög hans, svo sem „Hóladans" drjúgan þátt í vin- sældum kórsins. Meðlimum fjölgaði Reykjavíkur og hjeldu kórarnir und- iv stjórn hans sameiginlegan sam- söng bæði i Hafnarfirði og Reykja- vík og vakti það athygli mikla og aðdáun. Hefir Sigurður verið síðan sóngstjóri Karlakórs Reykjavíkur og unnið sjer þjóðarhylli fyrir starf sitt, bæði innan lands og utan, sem söng- stjóri og tónskáld. — 1927—’28 stjórn ar Páll Halldórsson „Þröstum" núv. söngstjóri Karlakórs Iðnaðarmanna og söng kórinn nndir stjórn hans við ágætar viðtökur, enda sýndi liann í starfi sinu mikinn áhuga og dugnað. — Eftir það sungn „Þrestir" ekki um nokkurra ára skeið, þar til nokkr- ir ungir og áhugasamir söngmenn 'nófu starf hans og merki á ný og fengu fyrir söngstjóra Jón ísleifsson söngkennara í Reykjavík. Hefir kór- inn oft sungið opinberlega undir stjórn hans i Hafnarfirði, Útvarpinu og víðar, og hvarvetna orðið sjer til sæmdar. Kórinn hefir að þessu sinni, sem áður, orðið heppinn i vali með söngstjóra. Jón ísleifsson er hæfi-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.