Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1937, Page 2

Fálkinn - 06.03.1937, Page 2
2 F A L K I N N PftOTClS RYKSUGfin MIKIÐ SOGMAGN SIEMENS-mótor með tiltölu- lega litlum snúningshraða; því lítið slit og góð ending. HUNDRUÐ 1 NOTKUN HÉR iliMivy SIEMENS Kennarinn: Hvaö ep E-NdII? rizmandinn: E M □ L zv nafnið handsápu sEm mjEP líkap bEst. B1 TOILET SORP Dæmiö sjálí um ágæíi þEssarar handsápu. Líftryggingar Brunatryggingar Sjóvátryggingar GAMLA BÍÓ HaraiDBÍudraumurinn. Gullfalleg og hrífandi mynd, sam kvæmt sögu eftir Elise Finn ag David Wittels. Aðalhlutverkið leikur og syng- ur hin heimsfræga söngmær LILY PONS. Myndin verður sýnd hráðlega. Þetta er áreiðanlega í fyrsta sinn, sem íslenskir híógestir fá tækifæri til að sjá og heyra söngkonuna Lily Pons, cn hún er annars heimsfræg óperusöngkona og þykir viðburður, hvar sem er í heiminum, að heyra iiana syngja. Henni liefir oft opin- berlega verið líkt við listakonur eins og Jenny Lind og Nellie Melba. í New York söng hún fyrst 1931, og síðan hefir ferill hennar verið óslit- inn frægðarferilL Aðeins örlitið ágrip af efni mynd- arinnar: I fjallaþorpi í Suður-Frakklandi á Anetta heima hjá gamla frænda sín- um. Hann hefir ekki nema eitt á- hugamál í þessum heimi: að gera litlu frænku sína að heimsfrægri söngkonu. En kvöld eitt, þegar föstuinngangs- ólætin ætla alt ol'an að keyra, strýk- ur Anetta úr kenslustundinni og fer út til að skemta sjer eftir eigin geð- þótta. Af tilviljun rekst hún — bók- staflega tekið! — á ungan Ameríku- mann —Jonathan Street, sem annars á heima i Paris og er tónskáld. Árekstur þessi verður til þess, að þau fara að skemta sjer saman og halda þvi áfram lengi næturinnar, en morguninn eftir, vaknar Jonathan við hugsunina um, að þau hafa gifst um nóttina, en því sjer hann jafn- skjótt eftir, því hann er liræddur um að slíkt sje ekki lieppilegt fyrir starf- semi hans sein listamaður. Engu að síður sættir hann sig við orðinn hlut og fer með Anette til Parísar og nú hefst sambúð þeirra þar og ekki linökrulaust. En einn dag þegar þau eru úti á gangi, liitta þau barnahóp og Anette langar til að skemta börn- unum eitthvað, og fer að syngja. Þá uppgötvar Jónatlian fyrst, að konan hans getur sungið eins og engill. Til þess að geta fengið kenslu handa konu sinni, fær hann sjer at- vinnu sem fylgdarmaður, en kona hans syngur — að honum óafvitandi — á ítölskum veitingahúsum. Þar hittir hún leikhúsumboðsmann einn og ætlar aðð fara að semja við hann, en í því kemur Jonathan þar að og misskilur samtal þeirra. Vill liann sýna sig hinn góða eiginmann og gef- ur umboðsmanninum glóðarauga. Til þess að geta haft ofan af fyrir sje, fer Anette til helsta óperukóngs- ins í Paris — Paul Darcy — með nýjasta verk Jonathans. Það kemur í ljós, að Darcy er einmitt maðurinn, sem glóðaraugað fjekk. Ekki vill liann líta við tónverkinu, en hinsveg- ar lætur hann kenna Anettu svo ræki- lega, að hún verður heimsfræg á nokkrum árum. En nú hefst vandinn fyrir alvöru hjá þeim hjónum .... Myndin verður sýnd i GAMLA BÍÓ. --------------x---- fbúar Osló voru 269.805 1. desem- ber síðastliðinn og hafði fjölgað um 2790 manns á siðasta ári, eða rúm- lega einn af þúsundi. Mussolini hefir nýlega tekið próf, sem herflugmaður. Áður h'afði hann ahnent flugmannsskírteini, en hjer eftir fær hann leyfi til að stjórna herflugvjel. ------ NÝJA BIÓ. ----------- Dóttir uppreisnarmannsins. Stórmerkileg og lirífandi mynd úr þrælastriðinu í Bandaríkjun- um. Aðalhlutverkið leikur: SHIRLEY TEMPLE. Sýnd bráðlega. Það þarf vonandi ekki mikið að gylla þessa mynd fyrir bíógeslum, úr því Shirley Temple leikur í henni, en rjett er að rekja hjer nokkurn hluta efnisins. Á stórum búgarði í Richmond í Virginia, er verið að halda afmælis- veislu fyrir dóttur húsbóndans, sex ára gamla. Húsbóndinn er Gary höf- uðsmaður, sem á búgarðinn sjálfur og lifir þar ánægjulegu lífi með konu sinni og Virgie litlu. Þegar alt stendur sem hæst kemur þar maður ríðandi í sprettinum og tilkynnir Gary liöfuðsmanni, að ó- friður sje hafin milli Norður- og Suðurríkjanna, og ekki einungis Gary heldur liver einasti vopnfær inaður í Richmond, skuli mæta til herþjón- ustu fyrir sólarlag þann dag. Sex mánuðum seinna, er það orðið helsta starf Virgie litlu að halda lieræfingar yfir svertingjabörnunum á búgarðinum. Hún skilur, að faðir hennar berst fyrir Suðurríkin, og er farin að þekkja sundur einkennisbún- inga þeirra og óvinanna, því ein- stöku sinnum liafa herdeildir frá Norðurrikjunum verið þarna á ferð- inni. Og næst þegar það skeður, leggja hinir krakkarni á flótta en Virgie setur á sig svip og verður ein eftir til þess að „talca á móti óvin- inum“. Morrison ofursti er fyrir þess- ari herdeild og jafnskjótt sem hann er kominn nógu nærri, miðar Virgie á hann teygjubyssu sinni og hittir hann i andlitið með smásteini. Hann verður hrifinn af þessu, og ætlar að fara að spyrja Virgie með fagurgala, um hitt og þetta, en hún man vel eftir því, að hún er að tala við óvin- inn, og gætir þess vandlega að segja ekki neitt. Einn dag — og öllum óvænt — kemur Gary höfuðsmaður heim til sín. Hann er á njósnarferð. Auðvitað verður mikill fagnaðarfundur með þeim hjónum, en ekki líður nema stundarkorn áður en svertingi kemur inn og segir, að óvinirnir sjeu að koma. Gary verður að fara þegar í stað, en svertingjarnir fara að bera saman það, sem fjmnætt er í húsinu, lil þess að koma því undan áður en árásin verði hafin............... Myndin verður sýnd í NÝJA BÍÓ,

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.