Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1937, Síða 3

Fálkinn - 03.04.1937, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. I'ramkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anlon Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út livern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. hað þykir svo fallegt að bera um- hyggju fyrir öðrum, að það getur vel verið, að suinum þyki það furðu djarft að gerðar sjeu athugasemdir \ ið þennan útbreidda mannkost. En þó skal hætt á það. Það er gamalt og fallegt hoðorð, að maður eigi að elska náunga sinn eins og sjálfan sig. En skýringin á því hvað náungi sje, er býsna teygj- anleg. Náunginn getur sem sje verið hvar í heiminum sem er, hann getur verið Kínverji austur i Mansjúkuo eða búskmaður suður í Afrík’u. Við eigum að elska hann, þó við höfum aldrei sjeð hann. Sumir liiðja okkur um að gefa nokkra aura í sjóð til að kristna fyrir heiðingja suður í Mada- gaskar, aðrir safna saltfiski handa Spánverjum. Og það er ekkert við þessu að segja, ef menn gleyma ekki þeim sem nær eru. Því að hver er sjálfum sjer næstur og þeim sem kringum hann húa. Menn lialda hrókaræður um styrj- öldina á Spáni, vatnavexti í Ohio og manndrápin í Rússlandi og leggja dóma á það En gleyma máske öðru, stm varðar þá miklu meiru. Þeir láta undir höfuð leggjast að kynna sjer það, sem varðar þeirra eigin afkomu. Þeir kunna valdasögu Hitl- ers utanbókar en þekkja ekki grös- in á grundinni, sem þeir ganga um. Og ef þeir hjálpa ekki náungan- um sem bágt á með peningum eða mal, liá eru þeir jieim mun rausnar- legri á ráðin handa honum. Þeir geta sagt honum upp á hár, hvérsvegna lionum hafi vegnað vel eða illa — og enn hægra eiga þeir með að segja það öðrum. Þeir vita alt um hans hagi, miklu betur en hann sjálfur. Þeir geta dómfelt hann eða hrósað honum. Þeir geta fundið að því að hann sje of vel klæddur eða of illa klæddur, þeir áfellast liann eða dá- sama fyrir skoðanir hans, fjargviðr- ast yfir þvi að hann geri eitthvað illa eða hrósa honum fyrir að hann liafi gert eitthvað vel. En sjaldnast þó sama manninum. Reyndin verður oftast svo, að náunginn gerir annað- hvort alt vel eða alt illa. Palladóm- arinn skipar mönnum í Ivo flokka og setur plus við annan og mínus við hinn. Og jiað er aðallega síðar- nefndi flokkurinn, sem hann ber umhyggju fyrir — við aðra. Þeir vekja ofl aðdáun þessir menn, sem vita skil á öllu,, í jörðu og á og láta „ekkert mannlegt vera sjer ó- viðkomandi". Þeir hafa allsstaðar siðasta orðið, þeir eru hæstirjettur. En eru það ekki ofl þessir sönm menn, sem vita síst skil á sjálfum sjer. Þeir hafa gleymt sínum eigin manni, í öllum mnsvifunum fyrir náunganum. Vígsla Sundhallarinnar í Reykjavík. Sundliöllin var vígð þriðju- daginn 23. f. m. að viðstöddum á að giska 400 boðsgestum. Pjetur Halldórsson borgar- stjóri flutti vígsluræðuna og rakti sögu sundlistarinnar i Reykjavik og sögu sundhallar- innar í belstu dráttum Skýrði bann m. a. frá því, að þessi fagra sundhöll mundi kosla fullgerð samtals um 065 þús- undir króna, og af því mundi ríkissjóður greiða um 2/5 bluta, en bæjarsjóður liitt. Er borgar- stjóri hafði lokið máli sínu, bóf- ust sundsýningar. Ujiprunalega bafði verið til ætlast, að sund- meislarar bæjarins vígðu laug- ina við þetta hátíðlega tækifæri, en sökum inflúensunnar gat ekki af því orðið. í stað þessa atriðis í vígsluathöfninni synti 7 ára gömul telpa, Þuríður Erla, sonardóttir liins gamla og vinsæla sundkennara Páls Er- lingssonar, en dóttir Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns, sem frægur er m. a. fyrir bið frækilega Drangeyjarsund sitt. Var unun að sjá liina litlu sundmær, íklædda ljósgrænum sundbol, kljúfa ljeltilega hið tæra vatn laugarinnar, og' dundu við fagnaðarópin, er bún bafði lokið sundinu. Með þessu sýndu forráðamenn sundballar- innar á skemtilegan bátt, að þessi dýrmætasta og veglegasla íþrótfastofnun landsins er fyrsl og fremst ætluð æskunni og hinni uppvaxandi kynslóð í landinu, og væri óskandi, að þeir peningar og sú vinna, sem lögð hefir verið i þetta mikla mannvirki, mætti bera marg- falda ávexti i bættu heilsufari ungra sem gamalla. Að loknu þessu vígslusundi litlu stúlkunnar, bófust sund- sýningar undir stjórn Jóns Pálssonar sundkennara, og sj'iitu fyrst 5 stúlkur bringu- sund, þá jafnmargir piltar bringusund. Síðan syntu 4 stúlkur skriðsund og jafnmarg- ir piltar flugsund, og að síðustu 10 piltar skriðsund. Var þar með sundsýningunni lokið. Síðan sýndi forstjóri sund- Iiallarinnar gestunum sundhöll- ina, og dreifðist gestabópurinn brátt um bina veglegu byggingu. Skal bjer í nokkrum dráttum skýrt frá fyrirkomulagi ballar- innar. Aðalinngangur i Sundböllina er frá Barónsstíg. Þegar gestur kemur i Sundhöllina, kaupir liann aðgöngumiða i anddyrinu. í anddyrinu er einnig afgreiðsla Sundballarinnar, þar sem menn fá sápu, sundföt, handklæði og p.úmer á klefa. Einnig tekur af- greiðslan við geymslu fjár- muna af Sundliallargestum, ef þeir óska þess. í afgreiðslunni er borð, þar sem öll númer eru skráð og við hvert númer er úrskífa og eru vísarnir settir þannig, að þeir segi til livenær gesturinn kom, en Iiver gestur hefir rjett til að vera einn klukkutima í Sundhöllinni og afklæðast og' klæðast. Búningsklefar kai'la eru á sömu bæð og sundlaugin, en klefar kvenna í kjallara. Alls geta klæðst og afklæðst i einu 83 karlar og 73 konur, bæði i einmenningsklefum og' sam- klefum. Er sundhallargestur befir afklæðst, fer bann i bað áður en farið er i laugina. — Við suðurblið hallarinnar eru sólbaðsskýli, og liggja tröppur i austurenda laugarsalsins upp í sólbaðssvalir kvenna, en í vest- urenda salsins upp í sólbaðs- svalir karla. Eins og lesendum Fálkans er sennilega kunnugt, er hilagjafi sundballarinnar laugavatn, sem leitt er úr gömlu þvottalaugun- um, skamt fyrir innan bæinn. Vatnið í sundlaug ballarinnar er endurnýjað og hreinsað þannig, að það er látið renna 2—3 sinnum á bverjum sólar- bring gegnum sandsíu, en á leiðinni frá hreinsitækjunum, sem komið er fyrir í kjallara liallarinnar, er bætt í vatnið Frli. á bls. lð. Pjetur Halldórsson heldur ræðu við opnun Sundhall- arinnar. Myncfina tók Vigfús Sigurgeirsson. Sundhallarsalurinn. Vígslugestir hlusta á ræðu Pjeturs Halldórssonar borgarstjóra. er þar með talinn tími lil að

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.