Fálkinn - 03.04.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
VNCS/ftf
LES&HbtfRHIR
S ; '//> I |§. • /j
, - *
\ í ' -. - ''
Fappírsfuglinn sem flýgur.
1 þennan „fugl“ notið þið pappírs-
l)lað ferliyrnt, ekki mjög þunt en
sterkt, og á það að vera um 15 senti-
metrar á livern veg. Pappírinn er
brotinn eins og sýnt er á mynd 1,
með punktalínunum, fyrst þvert yfir,
sitt á livað og síðan milli hornanna.
Það ijettir fyrir síðar, ef þið brjótið
pappírinn undir eins til beggja liliða,
því að eflir á eiga geirarnir að beygj-
ast í ýmsar áttir. Litlu geirarnir út
við brúnirnar, sem eru skástrykaðar
á mynd 1 eiga að brjótast eins og
sýnt er á mynd 2: hvert horn er lagt
tvöfalt, þannig að brúnin fylgi horna-
línunni og brotið vel, en þó ekki
lengra en að örinni, sem sýnd er við
B á mynd 2. Þessi brot eru líka gerð
til beggja liliða, og þegar þið hafið
brotið hornið alt í kring verður
miðbik pappirsins stjörnumyndað,
eins og sýnt er með strikunum á
mynd 1. — Brjótið nú pappírinn sam
an eftir miðlinunni A á mynd 1 og
brjótið um leið skástrikuðu geirana
inn, þannig að pappírinn verði eins
og sýnt er á mynd 3. Honum svipar
iil umslags, sem iokið vantar á.
Opnið svo umslagið dálítið að ofan,
svo að geirarnir B, sem sýndir eru
með skástrikum á mynd 3, geti orð-
ið brotnir inn á við hvor á móti
öðrum, og takið isvo með fingrunum
i neðri hornin á umslaginu og beygið
þá upp, eins og örvarnar á mynd 3
sýna. Þá kemur fram mynd 4. Nú
beygið þið flipann A niður (brjótið
hann um línuna x—x), en flipann á
móti b beygið þið á sama hátt í mót-
setta átt og verða brotin þá einsog
sýnt er á mynd 5. Efri helmingurinn
eru tveir þríhyrndir flipar, sem
verða vængir á fuglinum en neð’’i
belmingurinn tveir aðskildir flipar
— A og B — sem eiga að mynda
kroppinn. Þessir flipar eru beygðir
sinn til hvorrar handar, svo að þeir
liggi eins og punktalinurnar á mynd
5 sýna. Maður beygir flipann A inn.
svo að hann liggi nákvæmlega á
injili vængjaflatanna — bak við
merkið x og flipann B beygir maður
á sama hátt en i mótsetta átt.
Sjeu öii brotin gerð rjett þá lítur
fuglinn út eins og sýnt er á mynd
0. Oddurinn á A er beygður út á við,
svo að hann myndi liaus og svo eru
máluð augu, munnur og nef á fugl-
inn og svo fjaðrir. Það er besl að
gera þetta með iitbiýant Ef maður
nú tekur í nefið og stjelið á fuglin-
um. þá baðar hann vængjunum al-
veg eins og hann væri að fljúga.
SkemíilEg
Eðlisíræðistilraun.
Ef þið bafið tvær mjóar glerpípur:
það er reyndar hægl að komast at
með „makkaroni“-pipur og stóra
flösku með tappa, þá getið þið gert
skemtilega eðlisfræðitilraun.
Tvö göt eru gerð á tappann og
pípunum stungið gegnum þau og
verða götin að vera svo mjó að ekki
leki utan með pípunum. Önnur píp-
an á að vera um það bil hélmingi
lengri en hin. Áður en tappinn er
settur í flöskuna er hún barmafylt
með valni. Svo hvolfið þið flöskunni
og haldið henni yfir bolla eða þvotta-
skál og stingið styttri pípunni ofan i
botn á fuliu vatnsglasi. Vitanlega fer
vatnið undireins að renna úr flösk-
unni út um lengri pipuna undir eins og
búð er að hvolfa henn. En áður en
flaskan tæmist kemur nokkuð skrít-
ið fyrir: Vatnið úr glasinu fer að
renna beint upp i móti og inn í
flöskuna og þaðan aftur gegnum
löngu pipuna niðnr í balann! Ástæð-
an lil þessa er sú, að um leið og
vatnið liefir runnið úr flöskunni
hefir myndast lofttómt rúm inni í
henni. En loftið þrýstir á yfirborð;ð
á vatninu í glasinu svo að það leitar
þangað sem minni þrýstingurinn er:
upp i flöskuna.
----x----
Lukkuspil úr gömlum
grammúíún-nálum.
Þið getið haft þetta spil stórt eða
lítið eftir því sem þið viþð og eftir
því sem þið eigið mikið af gömlum
grammófónnálum. Þið takið sljetta
fjöl — lielst krossvið og neglið
grammófónnálarnar í hana, þannig
að allsstaðar sje jafnt bil á milli (sjá
teikningu 1). MiUibilin eiga að vera
svo stór, að steinvalan eða járnkúl-
an, sem þið notið, geti aðeins oltið
milli nálanna í annan endann á
fjölinni gerið þið marga ,,vasa“ í
röð, sem kúlurnar komast ekki í
gegnum og merkið tölu við hvern
vasa, mismunandi háa, eins og sýnt
er á myndinni. Á rendur fjalarinn-
ar neglið þið lista eða þykkan
pappa, svo að kúlan renni ekki útaf
fiölinni. Fremst á fjölina límið þið
ræmu úr klæði, svo að kúlan hrökki
ekki upp, þegar þið kastið lienni á
fjölina. Og í sama enda neglið þið
lista að neðanverðu, svo að fjöl-
inni halli inn og kúlan geti runnið
í áttina að markinu.
---x----
Hvað Er Pjetur gamall
□g íaðir hans?
Pjetur segir: Hjerna er bann
faðir minn og jeg. Faðir ininn er
þrefalt eldri en jeg, en eftir tiu
ár verður bann helmingi eldri en
jeg verð þá. Hvað erum við gamlir
núna?
Spreytið l>ið ykkur á þessu.
Báðningin kemur á laugardaginn.
Tóta frænka.
f Betbei í Alaska kostar það einn
fisk að koma i Bíó. Bethel er ekk:
beinlínis tískustaður, en kvikmynda-
bús er þar þó til samt. íbúarnir eru
flestir eskimóar og sjá sjaldan per.-
ir.ga. En bíóstjórinn tók þá upp á
því, að byggja fisklijall við kvik-
myndahúsið og selja inngangseyrinn
i fiskum og það gefst ágætlega.
SKÁTAR í LOTINU.
í Playmouth í Englandi hefir ný-
lega verið stofnuð fyrsta flugsveit
skáta í lieiminum. Er skátunum kent
að flújga. Á myndinni sjást skátar
með flugvjelalikingar, sem þeir hafa
smíðað sjálfir.
GRETA GARBO
hefir nýlega leikið aðalhlutverkið i
„Kamelíufrúnni" eftir Dumas. Hún
segist aldrei hafa verið leiðari á lif-
inu en nú, og hafi hún kvalist er hún
ljek hlutverk Kamelíufrúarinnar,
vegna þess að það sje svo raunal,egl.
Greta Garbo kveðst staðráðin í að
bætta að kvikmynda í vor, og er
talið víst, að hún muni flytjast til
Sví])jóðar, en þar befir hún keypt
stóra jörð.
KVENNAFLOKKUR FRÁ BIPMA.
var nýlega i sýningarför i London,
og ein konan eignaðist þar barn. En
ekki tók hún af sjer hálsprýðina
þó hún legðist á sæng.