Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1937, Síða 4

Fálkinn - 03.04.1937, Síða 4
4 F Á L K I N N 40 ára afmæli Hins islenska prentarafjelags. Á morgun eru liðin 40 ár frá stofnun Hins íslenska prentara- fjelags — en það er elsta stjett- arfjelag á íslandi. Samtakaleysið, þumbaraskap- urinn og hokurhneigðin er ríkt i eðli okkar íslendinga og menn greinir á um það, hvort Mieldur þetta skuli telja ljóð á okkar ráði eða mikla dygð! En liill er vist, að það þóttu mikil tíðindi, ])egar prentar- ar hjer í Reykjavík risu fyrst- ir allra stjetta úr svefnrofum 19. aldarinnar og gerðu sig lik- lega til að berjast sjálfir fyrir hagsmuna og velferðarmálum stjettar sinnar. STOFNENDUR FJELAGSINS. Það var á sunnudegi, 4. apríl 1897, að tólf prentarar komu saman á fund í Goodtemplara- húsinu hjer i Reykjavík. Á þessum fundi, sem sakir fram- sýni fundarmanna er um marga hluti mjög merkilegur, var fje- laginu gefið nafn og síðan tek- ið að ræða ýms aðkallandi hagsmunamál stjeltarinnar. Eitt allra merkilegasta málið, sem tekið var fyrir á þessum fundi, var tUlaga um stofnun sjúkra- samlags prentara, og þá var imprað i fyrsta sinn á at- vinnuleysistryggingar hjer á landi. Um framkvæmd og stjórn þessara mála, sem þá virtust mjög fjarlæg raunveruleikan- inn, hafa prentarar jafnan ver- ið liinir hyggnustu og fyrirmynd annara stjettarfjelaga. Það væri ekki úr vegi að reyna að gera sjer grein fyrir þvi, hvers vegna prentarar urðu fyrstir til þess að mynda með sjer stjettarsamtök hjer á landi. Jeg hygg aðalástæðurnar fyrir þvi vera tvær. — í fyrsta lagi voru prentarar fjölmennasta iðnstjett í landinu um þessar mundir, því þá má telja, að hjer væri enginn iðnaður. í öðru lagi er það vitað, að prent- arar voru þá, eins og þeir eru enn, fjelagslyndari og sam- henlari en títt er um aðra menn hjer á landi. Og það er ]æssi eiginleiki, sem í fjörutíu ár hefur þokað prenturum fast- ar og' fastar saman um stjetta- samþykti fjelagið lög um stofn- un og rekstur styrktarsjóðs fvr- ir atvinnulausa prentara og nokkrar tillögur gerðar til að afla sjóði þessum tekna, m. a. með því, að hver fjelagsmaður legði 50 aura á mánuði í sjóð- inn. Nokkur hið var á því að sjóðurinn læki til starfa, þvi samlagið var stofnað 18. ágúst 1897 með 15 aura framlagi á viku frá hverjum fjelagsmanni. Guðmundur Björnson, landlækn- ir, hjálpaði prenturum lil að semja skipuleg sjúkrasamlags- lög', og með þeim var lagður grunnurinn að fyrstu trygging- arstarfsemi prentarafjelagsins, NÚVERANDI STJÓRN HINS ISLENSKA PRENTARAFÉLAGS: Magnús Jónsson, formaður. Jóh. Jóhannesson, gjaldkeri. Gnðm. Halldórsson, ritari. Jón H. Guffmundss., 1. meffstjórnandi. Samúel Jóhannsson, 2. meðstjórnandi. mál þeirra, hvað sem liver kann að segja um gildi sljetta- samtakanna. Og jeg hygg það vera skrumlaust, að Hið ís- lenska prentarafjelag njóti mestrar virðingar og hafi jafn- an verið best stjórnaða stjetta- fjelag í landinu. Þvi liyggin fjármálastjórn hefir frá önd- verðu verið ein sterkasta stoð fjelagsins. SJÓÐIR. Við síðustu áramót átti fjelag- ið 161 þúsund krónur í sjóði — en á sama tíma voru meðlimir ljelagsins um 150, að meðtöld- um konum, sem unnu að prent- verki. Ef sjóðurinn væri gerður upp og lionum skift jafnt á milli fjelagsmanna kæmu rösk- ar þúsund krónur i hlut. Eitt- livað mætti skemta sjer fvrir það! ATVINNULEYSISSTYRKTAR- jSJÓÐUR. j Fyrsta apríl aldamótaárið hann er ekki talinn formlega stofnaður fyrr en 11. nóv. 1909. Síðan hefir sjóðurinn vaxið og margfaldast og mörgum prent- aranum er hann nú búinn að koma að góðu liði, þvi oft hefir verið hart í ári fyrir prentara- sljettinni, eins og öðrum, og hafa mestu atvinnuleysisárin verið eftir 1920. Síðan 1934 hefir at- vinnuleysis ekki gætt í prentara- stjettinni. Við síðustu áramót hafði samtals verið greitt úr sjóði þessum lil atvinnulausra prent- ara kr. 49.112.90 — eða sem svarar kaupi fyrir 9000 daga. SJÚKRASAMLAGIÐ: Þorvarður Þorvarðsson, sem var fyrsti formaður Hins ís- lenska prentarafjelags, vakti þegar á stofnfundi fjelagsins máls á því hvort ekki mætti takast að koma á stofn sjúkra- samlagi prentara og eftir nokkr ar bollaleggingar varð það úr, að Ng mgnd a[ 5 stofn- endum IIIP: Guöjón Einarsson. Aðalbjörn Stefánss. Friðfinnur Guðjónss. Jón Árnason. Einar Kr. Anðunss. sem um margt liafa orðið lil l’yrirmyndar öðrum hjer á landi. Bæði samlagið og atvinnu- leysisstyrktarsjóðurinn hefir not ið stuðnings ýmsra velviljaðra manna eins og t. d. Sig. Krist- jánssonar, fyrrum prentara og síðar bóksala, sem samanlagt hefir gefið til velferðar mála sljettarbræðra sinna 4000 krón- ur það er ríkmannlegust gjöf, sem fjelaginu liefir verið gefin. ELLIST YRKTARS JÓÐUR: Jón Þórðarson, prentari, valcli fyrstur máls á því i júní 1926, að fjelagið stofnaði sjerstakan sjóð til styrktar prenturum er láta yrðu af störfum fyrir ald- urs sakir. Málið fjekk þegar góð- ar undirtektir, en kom þó ekki til framkvæmda fyr en 1929 að Ellistyrktarsjóður Hins ís- lenska prentarafjelags var sett- ur á stofn. Stofnfje sjóðsins var 10 þús. króna framlag út at- vinnuleysisstyrktarsjóði fjelags- ins og 14 hundruð, sem var deildarsjóður Reykjavíkurdeild- arinnar. En hún var lögð niður um þessar mundir og fje- lagslögum breytt i núverandi liorf. Aidc þess var hverjum fjelagsmanni skylt að greiða 50 aura á viku til sjóðsins. 1934 var í fvrsta sinn veittur styrk- ur úr þessum sjóði og nú styrk- ir hann 5 fjelaga, sem koninir eru um og yfir sjötugt. Styrk- ur til ókvæntra manna liefir verið 25 krónur á viku, en 30 krónur lil kvæntra. Prentsmiðj- ur, sem að hlutaðeigandi menn hafa unnið hjá liafa greitl elli- styrk til gamallra starfsmanna að jöfnu við Ellistyrktarsjóðinn. Þannig eru nú faslar mánaðar- tekjur prentara, sem kominn er yfir 65 ár, 200—220 krónur frá stjettasamtökum prentara.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.