Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1937, Side 6

Fálkinn - 03.04.1937, Side 6
6 FÁLKINN Joseí Schwadron: Sakleysissönnunin. Dómarinn las upp fyrir hin- um ákær'ða aðalatriðin úr kær- onni og ljet brúnirnar síga: - Hinn 10. júlí, milli klúkk- an átta og 8A5 að morgni vav Abraham Lyns myrtur í versl- sinni á Grotiusgötu í Amster- dam. Morðinginn slapp undan með smápoka og í honum voru gimsteinar fyrir meira en milj- on gyllini. Eftir lokunartíma kvöldið áður hafði Lyns sýnt vinum sínum þessa gim- steina í Demantsklúbbnum, og snemma morguninn eftir sá kona hans að hann stakk pok- anum í innanvasann á jakkan- vm sínum áður en hann fór að heiman. Það er sannað, að Lyns opnaði búðina klukkan áitta. Kortjeri fyrir níu komu báðir skrifstofumennirnir í gim steinaverslunina og fundu þá Lyns liggjandi í blóði sínu á gólfinu; en ókunnur maður, auðsjáanlega morðinginn, hljóp framhjá þeim og út á götuna. Það varð svo mikil háreysti í búðardyrunum meðan þetta gerðist, að nærstaddur lögreglu- þjónn kom hlaupandi. — Mað- urinn sem hljóp út, það voruð þjer, Jón Kampus! Hefir á- kærði nokkuð að athuga við þetta? — Það var ekki jeg, svaraði sakborningurinn rólega og kaldranalega. — Eigi að síður voruð þjer tekin fastur í september á Hotel Ilairfair og var þá stuðst við lýsingu þá, sem vitnin þrjú gáfu af yður. Lögregluþjónninn og skrifstofumennirnir tveir þykj- ast vissir um, að þeir þekki yð- ur fyrir sama manninn, og styðj ast þeir ekki síst við örið, sem þjer hafið á enninu. Vitnunum skjátlast. — Það var ekki jeg. -— En örin? Það eru margir, sem hafa ör á enninu. Það var ekki jeg. — Gott og vel. Það er best að yfirheyra vitnin. Skrifstofumennirnir báðir voru kallaðir upp að grindun- um. Þeir voru yfirlieyrðir hvor i sínu lagi og báðir sátu þeir fastir við sinn keip og staðfestu ákæruna eins og dómárinn hafði fært hana í letur. Síðan voru þeir leiddir fram fyrir á- kærða, sem horfði á þá án þess að láta sjer bregða. En vitnm endurtóku, viss í sinni sök: — Þetta er maðurinn sem hljóp út úr búðinni! Og lögregluþjónninn staðfesti jætta líka. — En hvernig gat hann kom- ist framhjá yður? spurði dóm- arinn lögregluþjóninn. Þier mættuð lionum í dyrunum! Það gerðist alt i svoddan skyndingu, svaraði lögreglu- þjónninn. Þegar jeg ætlaði að snúa mjer við til að grípa í hann, hentist harin inn i biíreið, sem hlýtur að liafa heðið eftir honum; því að hún livarf í sama vetfangi fyrir hornið á fleygi- ferð. En j)etta var maðurinn sem situr þarna, herra dómari; jeg get unnið sáluhjálpareið að því. Dómarinn sneri sjer að hin- um ákærða, með spyrjandi augnaráði. Hann stóð upp og var ekki að sjá að framhurður vitnanna hefði fengið neitt á hann. Hann virlisl ekki liafa neitt að óttast. — Herra dómari, sagði hann og liló kaldranalega. — Vitnun- um hlýtur að hafa skjátlast. — Hlýtur Hvað eigið þjer við? Hversvegna? — Vegna þess að jeg var í Ameríku klukkan 8 að morgni þess tíunda júlí — daginn sem morðið var framið. — Tíunda júlí í ár? Já. Jeg get sannað það. —• En hversvegna hafið þjer ekki skýrt frá þessu fyr við yf- irheyrslunraar? — Vegna þess að enginn hef- ir spurt mig um það. Dómarinn kinkaði kolli lil opinbera ákærandans. Hann spratt upp. Jeg ætla að frábiðja mjer svona ástæður af hendi sakborn ingsins, lirópaði hann gramur. — Hjer eru þrjú vitni, sem liafa sannað, að þessi maður var i búðinni eftir að morðið var framið. Hvað mundu amerísku vitnin hans geta sannað? Við þekkjum tryggingarkerfi það, sem alþjóða glæpamenn nota til þess að sanna fjarveru og sakleysi livers annars. Jeg efast ekki um, að ákærði geti útveg- að sjer fólk vestan frá Amer- íku til þess að sverja hvað sem hann biður það um. En hjer höfuni við þrjú áreiðanleg vitni, sem hetur fer, þrjá vel metna hollenska borgara, og getum vísað öllum vífilengjum og fölsunum á bug. Dómarinn kinkaði kolli, tor- tryggnin skein út úr honnm þeg- ar hann lagði næstu spurningu fyrir sakhorninginn: — Hver eru nú þessi ágætu amerísku vitni yðar? —- Forstöðumaður lögreglu- skrifstofunnar í New York og djákninn við Þrenningarkirkj- nna þar. Jeg var svaramaður systur minnar, sem var gifl i New York 10. júli klukkan átta. Nú varð dauðaþögn um allan dómsalinn. Svo Ijel dómarinn lcalla á vitnin þrjú á ný. Atliugið sakborninginn gaumgæfilega á nýjan leik, ró- lega og ítarlega. Lif mannsins liggur við. Vitnin einblíndu á liann en sögðu sem fyr, að enginn vafi ljeki á að þetta væri sami mað- urinn. Þau voru öll fús á að \inna eið að því. Dómarinn ráðgaðist um stund við meðdómendur sína og sagði svo: — Eigi að síðnr álítur rjetturinn sjálfsagt ,að senda mynd af sakborningi til New York ásamt fyrirspurn. Rjettar- haldinu verður frestað þangað til á morgun. Vill ákærði segja rjettarritaranum heimilisfang vitna sinna? Myndin var símuð til New York og þegar rjetturinn var settur daginn eftir, las dómar- inn upp svolátandi símskeyti frá lögreglu New Yorkhorgar: „Hollenskur ríkisborgari, Jón Kampus bifreiðarstjóri var 10. júlí í ár, klukkan 8 að morgni svaramaður við hjónavígslu á dómskrifstofu í New York. Ilann undirritaði gerðabókina og sama daginn var tekin mynd af honum ásamt brúðkaups- gestunum. Það er auðsjáanlegt við samanburð á myndarsím- skeytinu og þessari mynd, að hjer er um sama mann að ræða og er þetta staðfest af áitta vitn- um. Nánari skjöl send í pósti“. Af þessari tilkynningu leiddi það, að frekari rjettarhöhlum var frestað þangað til skjölin kæmi frá New York. Opinberi ákærandinn var með ólundarsvip þegar hann lagði plöggin sín saman, en sakborn- ingurinn hinn rólegasti, er .lög- reglumennirnir leiddu liann út á milli sín. Áheyrendurnir voru forviða. Blöðin fóru að ræða þetta mál. kunnir lögfræðingar ljetu til sín heyra og hentn á ýms hliðslæð mál, jiar sem sviplíkindi tveggja manna hefðu liaft rjettarmorð í för með sjer. Sálfræðingarnir fóru að rökræða g'ildi vitna- framburðar yfirleitt og spiritist- arnir komu fram með ýmsar kenningar um tvífara og sál- klofningu. En þegar skjölin frá New York komu og þarmeð yf- irlýsing frá fjölda vitna, þar á meðal yfirlýsing frá hollenska konsúlnum í New York, um að hann hefði áritað vegahrjef Jóns Kampus þann 10. júli, fór ahnenningur að skeyta skapi sínu á hollensku vitnunum þremur. Ilingað til hafði eng- inn haldið því fram, að fram- burður þeirra sem nú var sann- anlega falskur, hefði verið á móti betri vitund. En nú mundi sakborningurinn eflaust verða sýknaður. IJver var þá morð- inginn? Skyldu það ekki vera vitnin þrjú, sem höfðu myrl Lyns? Þeim bar svo einkenni- lega vel saman og þau hjeldu öll svo eindregið fram staðhæf- ingum sínum, að það benti á hvar fiskur lægi undir steini. Það l'rjettist að opinher ákær- andinn ætlaði að taka málið upp á nýjum grundvelii — en þá slceði nokkuð alveg óvænl. Rjetlarhöldin voru h\rrjað aft- ur á nýjan leilc. Opinberi ákær- andinn hafði búið sig undir a'ð taka aftur ákæruna á Jón Kamp ús. Ilann rýndi augunúm á Hollendingana þrjá, sem sátu fölir í vitnastúkunni. Þá kom sendill upp að horði ákærand- aris og rjetli hönum símskeyti. Opinberi ákærandinn las: „Af myndunum, sem undan- farið hafa birst í blöðunum af Jóni Kampus, þekki jeg aftur mann, sem jeg sá lenda í flug- vjel á velli fyrir utan New York hinn 10. júlí klukkan 614 áir- (legis. Jeg man sjerstaklega efl- ir þesu vegna þess hve lögun flugvjelarinnar var einkenni- leg; hún líktist fremur grárri fallbyssukúlu en farþegaflug-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.