Fálkinn - 03.04.1937, Síða 14
14
F Á L Ií I N N
Sundlaugarsalurinn i hinni nýju Sundhöll Reykjavíkur. A myndinni
sest fram eftir salnum. — 'Myndina tók Vigfús Sigurgeirssoii Ijósm.
SUNDHÖLLIN.
Frh. af bls. 3.
sótthreinsunarefnum, sem á-
valt lialda vatninu hreinu og
fyrirbyggja alla smitunarhættu,
auk ]>ess sem vatnið endurnýj-
ast stöðugt í lauginni með að-
rensli á nýju, heitu vatni.
Við sundhöllina starfa alls
21 menn, en forstjóri hallarinn-
ar er herra Ólafur Þorvarðar-
son.
Einn af lielslu íþróttal'römuð-
um landsins, Sigurjón Pjeturs-
son á Álafossi, sem mikið hefir
unnið fyrir sundment lands-
manna og sjálfur hefir oft hlot-
ið nafnbótina „sundkonungur
íslands“, hefir senl blaðinu eft-
irfarandi grein um þessa iil-
komumiklu iþróttahöll.
Það Er Ekki nEinn
hjegnmi - heldur
íagur uEruIziki.
Sundhöllin í Reykjavík er
opnuð til afnota öllum, sem
])angað vilja koma, og eftir að
liafa skoðað sig um og sjeð hús-
ið, alt liátt og lágt þá duttu
mjer i hug þessi orð: Það er
ekki neinn hjegómi heldur
íagur veruleiki. 1 mörg ár
liafa íþróttamenn þessa bæjar
dreymt um það að komast inn
i þetta hús og fá að nota það,
og þeir hafa spurt hverir aðra
hvernig verður húsið að innan?
Og sjá — við komum inn í hús-
ið - og mjer finst það vera að
innan eins og ,,Aladdinshöll“ —
með aðstoð og með valdi raf-
orkunnar, hveravatnsins, og
með hjálp hinnar fullkomnu
lækni mannsandans, komum
við inn í nýja og nýja sali,
hvern fullkomnari, fegurri og
hetri uppljómaða og funlieita,
og siðast í sjálfa sundlaugina,
sem er þeirra stærstur, fínast-
ur og bestur. Slíka dýrð, slíka
fegurð, hefur íslenska iþrótta-
menn varla getað dreymt um —
fyrir nokkrum árum síðan —
og alls ekki, þegar líkamleg
þjálfun hófst hjer í þessum bæ
fyrir rúmum 30 árum síðan.
Þá voru þeir varla álitnir með
öllu viti, sem altaf voru að
hlaupa, ganga, róa og synda —.
Menn sögðu, að það væri ógur-
lega vitlaust að eyða kröftum
og tíma í þennan óþarfa. Þekk-
ing mannanna náði þá ekki
lengra en það, að þeir vissu
ekki — að stæling á vöðva á
landi og í vatni var til lieilsu-
bóta og þroska. Og jafnvel í þá
daga þóttust menn miklir af
þvi að tyggja mikið skraató-
bak og að geta spýtt mó-
rauðu nógu langt — og tekið
mikið í nefið — og drukkið
svo og svo mikið brennivin eða
svo og svo marga bjóra.
En tímarnir hafa breysl —
l)etur fer til annars lifs —
hetra lifs — fullkomnara lifs.
Þá vissu menn ekki að þeir voru
að eyðileggja það dýrmætasta,
sem þeir áttu likama sinn -
líkamleg og andleg líðan var í
voða. Þeir voru með framferði
sínu að ganga yfir lögmál lieil-
brigðarinnar og huðu nátt-
úrunni í þá glímu, sem varð
þeim að falli — fyrr eða síðar.
En nú vita menn, að tóbak
og áfengi skemmir manninn —
og nú er mikið gert til þess að
auka líkamlega hreysti og
likamlega fegurð.
Líkamleg menning hefir sigr-
að — og sá stærsti sigur fyrir
likamlega menningu er þetta
volduga og fína hús — sem er
að mínu áliti sá fullkomnasti
og fegursti hyrningarsteinn, sem
enn hefir verið reistnr hjer á
landi lil eflingar líkamlegri
hrevsti og' menningu. Heill sje
ykkur öllum, sem hafa staðið
fyrir hyggingu ]æssarar Aladdins-
hallar. Heill sje ykkur borgar-
stjóri — bæjarstjórn bæjar-
húar ríkisstjórn og Alþingi.
Heill sje ykkur fyrir það að
hafa bvgt þetta hús fyrir æsku-
lýð þessa bæjar og fyrir unga
fólkið, fvrir alla — unga og
gamla —. Allir sem koma i
laugina og baða sig menn
finna að þar er gott að koma, og
að þar er gott að Vera,þeir munu
finna að það er unaður að
dvelja í lauginni og þeir munu
koma aftur og aftur
I sundhöllina munu menn
sækja heilbrigði, hreinleik og
velliðan. Hinn voldugi skapari
vor, sem alt gefur okkur gott
hefir gefið okkur hveravatn
málulega heitt til þess að synda
i og sólargeislana til þess
að haða i — svo að við getum
notið hvildarinnar og svefnsins,
enn hetur en áður, því hvíld og
svefn er sá lífgjafi, sem við
menn getum ekki verið án —.
Munið það íþróttamenn og
íþróttavinir, að þessi fagra
„Aladinshöll er bygð til þess að
auka likamlega heilbrigði ykk-
ar, og gera líf ykkar bjartara,
fegurra og fullkomnara, þið
eigið þar að auka og endur-
hæta lífsorku ykkar — því þeg-
ar heilbrigðin og hreystin hverf-
ur og lasleikinn kemur i stað-
inn, þá koma leiðindin, vilja-
leysið, kæruleysið og vonleysið
og menn vantar svo marga
sjálfstraust —. En alla þessa
galla á mönnunum á þessi fagra
sundhöll að hjálpa til að lag-
færa og endurbæta. Hún á að
endurskapa likamlega og and-
lega líðan sinna gesta. Hún á
að endurbæta mennina, gera þá
viljasterka — líkamlega hreiiia
og þolna —. Við áreynsluna í
lauginni mun hver maður verða
endurnærður — með nýrri orku
og nýjum viljakrafti. í gegnum
æðar hans streymir hreint, nær-
ingarríkt blóð, fult af orku og
heilnæmi —
Allur maðurinn þroskast og
verður færari lil þess að up])-
fylla sínar skyldur sem sannur
borgari í þjóðfjelaginu.
Þetta er starf þessarar fögru
Sundhallar. Og jeg vona að hún
uppfylli allar þessar ósldr og
kröfur okkar íþróttamanna. -
Ef sundhöllin getur fengið
fólkið til þess að hætta að
skemma líkama sinn með tó-
haki, áfengi, málningu og fl.
eitri en í þess stað að njóla
lifsins og unaðarins i vatninu
og sólinni, þá gerir sundhöllin
mikið gagn . Við íþróttamenn
segjum burt með óregluna og
viljalevsið upp með lieil-
brigðina, hrevstina -— fram-
takssemina,. starfið. Vinnan -
athafnirnar sjálfsbjargarvið-
leitnin eru ljós mannanna —
sem við viljum efla og þroska.
Komandi tímar munu leiða
])að í Ijós, að hjer hefir verið
gert gotl verk, og úti við liafs-
brún blikar fvrir nýjum degi
i islenskri líkamsmenningn.
Hann er friðarboðinn — hann
er þetta hulda afl í hinni ungu
mannssál, sem kemur lienni til
að hlusta — eftir einhverju,
sem hún gerir sjer ekki grein
fyrir en sem hefir haldið
henni vakandi og haldið
einmitt harnssálinni vakandi
og opna fyrir því, sem er dýr-
mætast af öllu — en það er að
hafa hreinan, fínan og fagran
líkama. Þá munum við lifa
þann glaða dag — að það verð-
ur mikil breyting til batnaðar
i íslensku þjóðlífi. Þá mun is-
lenska þjóðin lifa aftur upp ís-
lenska líkamshreysti í enn feg-
urri mynd en nokkuru sinni fyr.
Og þá munu íslendingar
standa saman í baráttu lífsins
sem ein heild, brynjaðir orku
úr náttúrunni sem er hinn full-
komnasli verndari þessa lífs
meðan við lifum á þessari jörð.
íslensk likamsmenning er
liinn rjetti grnndvöllur. Ekkert
er of gert fyrir þann veruleika.
Sigurjón Pjetursson Álafossi.
Sundlaugarsalurinn í hinni nýju Sundhötl Reykjavíkur. A myndinni
sjest inn eftir salnum.