Fálkinn - 15.05.1937, Qupperneq 8
8
F Á L K I N N
F Á L K I N N
9
Svo segja l'róðir menn, að
tekjur Englands og þá einkum
Lundúnaborgar, af krýningunni,
sem fram fór núna í vikunni,
muni verða engu minni en tekj-
ur Frakklands af heimssýning-
unni, sem nú er að hefjast í
París. Svo mikill fjöldi aðkomu
manna streymir til London í til-
efni af krýningunni. Og þó voru
það ekki nema fáeinir útvaldir
sem feiigu að vera viðstaddir
sjálfa krýninguna. Westminster
kirkjan, sem krýningin fór fram
í, er tiltölulega lítil kirkja, og
þó að rýmt liafi verið þaðan
hinum mörgu listaverkum, sem
þar eru að jafnaði og settir upp
bráðabirgðapallar til að sitja á,
kvað það hafa verið hið mesta
vandaverk, að útvega þar rúm
þeim, sem þóttu sjálfsagðir til
])ess að fá inngöngu.
En fólk ferðaðist langar leiðir
lil London, til þess að fá að sjá
krýningarskrúðgönguna rjett i
svip. Það er löng leið, sem
skrúðgangan fór, frá Bucking-
ham Palace, um The Mall á
Trafalgar Square, um Pall Mall
og Piccadilly og'á Oxford Street
og eftir því að Marble Arch.
Síðan niður með Hyde Park að
Hyde Park Corner og þaðan að
Buckingham Palace. En þrátt
fyrir þessa löngu leið er svo
mikil eftirsókn eftir plássum
meðfram henni, að þau hafa
komist i geypiverð, bæði glugga-
pláss og á pöllum þeim, sem
reistir hafa verið meðfram göt-
unum. Einstakir menn kaupa
leyfi til að reisa þessa palla og
selja svo pláss á þeim, með gíf-
urlegum ágóða.
Frá því á nýári hefir verið
starfað að undirbúningi krýn-
ingarinnar. Dagurinn var ákveð-
inn í haust, áður en það kom
lil orða, að Edward VIII. færi
frá völdum, enda yeitti ekki af
tímanum. Viðgerð á Westmin-
ster Abbey stóð í fjóra mánuði
og að kalla hvert einasta hús
meðfram götum sem skrúðgang-
an fer um, hefir verið fágað og
prýtt. Þeir sem komið liafa til
London nýlega hafa varla trúað
sinum eigin augum, svo hrein
og falleg eru húsin orðin.
Þegar Victoria drottning var
krýnd kostaði undirbúningur-
inn ekki nema 70.000 pund af
hálfu hins opinbera. Þegar
Georg V. var krýndur kostaði
hann 185.000 pund, en í þetta
sinn er hann áællaður 090.000
pund. Bæjarfjelögin 28, sem
London skiftisl í, vörðu um
150.000 pundum. En ótalið er það
sem einstakir menn hafa varið
i undirbúninginn, ýmist í aug-
lýsingaskyni eða framlög til
ýmsra fyrirtækja, er eiga að
gefa arð. Krýningin er eigi að-
eins merkileg athöfn hjá þjóð-
inni, lieldur er hún jafnframt
kaupsýslufyrirtæki. Það eru
miljónir sterlingspunda, sem
skifta um eigendur í sambandi
við krýninguna. Hundruð þús-
unda af útlendingum dvelja i
London krýningardagana og búa
ýmist á gistihúsum eða i skip-
um um borð á Thames. Þús-
undir manna höfðu atvinnu af
að búa til ýmiskonar minja-
gripi um krýninguna, þar á
meðal gipsmyndir af konungs-
hjónunum, sem sjást hjer á
einni myndinni. Sömu verk-
smiðjurnar höfðu steypt kynst-
ur af myndum af hertoganum af
Windsor, meðan það stóð til
að hann yrði krýndur, og þegar
það fór út um þúfur bjuggusl
þeir við að verða fyrir stór-
tapi. En fólkið vildi eiga gips-
myndir af „Prince Charming“
þó að svona færi, og‘ þær seldust
allar.
Það er einkum herliðið, er
aðstoðar við sýningarnar, sem
hefir átt ónæðisama daga upp á
síðkastið. Allskonar æfingar hafa
farið fram, þar á meðal full-
komin „generalpröve“ á skrúð-
göngunni miklu, og sjest hún
hjer á myndinni. Þá þurfti einn-
ig sjerstaklega að æfa hestana,
sem ganga fyrir gullna vagnin-
um, er konungshjónin óku i
þegar skrúðgangan fór fram.
Þessar æfingar á hestunum fóru
einkum fram þegar umferðin
var minst á götunum, og var
hvítur dúkur breiddur yfir vagn
inn. Ein myndin sýjiir, þegar
valdataka Georgs var tilkynt frá
St. James-höll.
Þá hefir hirðgullsmiðurinn,
Garrard haft nóg að gera undir
krýninguna. Ný kóróna var gerð
handa drotningunni og framan
á henni er hinn frægi Koh-inoor
demantur. Kóróna hafði verið
smíðuð handa Edward VIII. en
henni var breytt, svo að Geo>-g
VI. gæti notað hana. Annai's eru
þær þrjár kórónur konungs, sem
notaðar eru við krýninguna. Þá
þurfti og að gera kórónur handa
prinsessunum Elisabeth ogMarg-
aret Rose, dætrum konungs og
ennfremur handa „Princess
Royal“, systur konungs
GEORG BRETAKONUNGUR,
er fæddur i Sandringham í'i de.i.
1895 og heitir fiillu nafni Alhert
Frederick Arthur George,
tók þátt i orustunni viö Jótlands-
síðu i maí 1916, á herskipinu Col
lingwood,
gekk i flugherinn i febrúar 1918,
giftist laföi Elisabeth Bowes-Lyon,
26. april 1923,
eignaöist dóttur, Elisabeth Ale.r-
andra Marg, núverandi ríkiserfingja
fíretlands, 21. april 1926,
fór i opinbera lieimsókn til Ástr-
alíu 1927 og vígöi þá hið ngja þing-
hús Ástraliubúa, i Canberra,
eignaðist dóttur, Margaret Rose
prinsessu, 21. ágúst 1930,
varð ríkiserfingi Breta 20. jan.
1936, við dauða fööur sins, er Ed-
ward VIII. var tekinn til konungs.
MYNDIRNAR:
Aö neðan t. v. Georg VI. á hersýningu. Aö ofan frá vinstri: Gipsmgndit
af konungshjónunum. — Þrjár konungskórónur. Stúlka er aö fella gim-
°tein inn i „The lmperial State Crown“ en t. v. er keisarakrónan. —
Ríkistöku George VI. lýst gfir á svölum St. Jameshallarinnar. Aö neðan
„æfing“ á krýningarskrúðgöngunni og gullvagninn yfirtjaldaður.
KJRYNINGIN I LONDON.