Fálkinn - 15.05.1937, Síða 15
FÁLKI-NN
15
Bvað skeður árið 1937.
StórblöSin úti í heimi birta ávalt
um nýársleytið spádóma fyrir árið
sem er að byrja. Það eru einkum
spákonur sem hafa það lilutverk að
segja heiminum fyrir um alt sem
gerist milli himins og jarðar og spá
styrjöldum, drepsóttuin og allskon-
ar ógæfu. Flestar þeirra hafa þó
vaðið fyrir neðan sig og tala svo ó-
ijóst að það er ekki gott að átta sig
á spádómunum yfirleitt — það lærðu
þær af vjefrjettinni í Delphi.
Spákonurnar sem nefndar eru hjer
á eftir eru allar víðkunnar og fjöldi
fólks trúir þeim eins og nýju neti.
Því miður er ísland svo lítið, að
þær þekkja það ekki og geta þvi
ekki spáð fyrir því — en hvað gerir
það: við höfum Jón Árnasonl
Frú Lodia segir svo: þrátt fyrir
miklar óeirðir og liættulegt ástaud
verður ekkert nýtt strið árið 1937.
Hinsvegar mun rísa ný friðarhreyfing
seni mun verða vel ágengt í því, að
sætta þjóðirnar. Stórkostleg uppgötv-
un verður gerð í fluglistinni. Hún
mun gjörbreyta undirstöðu alls flugs
þvi að mótorar verða ójiarfir i flug-
vjelunum! Stjórn Blums fellur i
Frakkaudi og Daladier mun verða
eftirmaður hans.
Stjörnuspákonan frú Christini
Nora liefir birt svolátandi spá: Öfga
fiokkarnir í Frakklandi munu tvístr-
ast og hverfa, að undangengnum hörð
um bardaga á götum úti. Frakkar
lenda í miklum fjárhagsörðugleikum,
sem hafa í för með sjer fall stjórn-
arinnar. Tvisvar sinnum á ariuu
verða stjórnarskifti.
Madama Pierre hefir spáð eftirfar-
andi i kristalkúlu: Flugmál Frakka
eru í stórkostlegri hættu, á árinu
verður konungur krýndur á Spáni.
Madame Glaude, sem spáir i blóm,
segir: Ástandið í Frakklaiidi batnar
ekki fyr en árið 1942 eða 1944. En
stjórn Leons Blum fellur á árinu,
án þess að til borgarstyrjaldar komi.
Madama Florida spáir i bráðið
blý, hún liefir sjeð það fyrir, að
Kínverjar muni sigrast á Japönum
og að Hitler komist að samningum
við stórveldin um að Þjóðverjar fái
nýlendur aftur.
Loks má geta um eina spá, sem
ýmsir taka meira mark á en spáin
kerlinganna, vegna jiess, að maður-
inn sem stendur lienni að baki er mjög
frægur veðurspámaður. Það er Ga-
bríel ábóti. Samkvæmt „Daily Tele-
grapli“ hefir hann spáð því, að vet-
urinn í vetur verði sá liarðasti sem
komið hafi síðan 1564—65. Þann
vetur voru feikna frosthörkur um
álla Vestur-Evrópu og England frá
20. desember til 4. mars. Ábótinn
byggir spá sína á sjerstakri afstöðu
sólarinnar til tunglsins, sem kemur
ávalt fram með 372 ára millibili og
fylgir henni ávalt mikill kuldi. Ilann
er ekki viss uin livenær kuldarnir
byrji eða hve kalt verði, en liann er
viss um, að veturinn verði kaldur,
og segir að þá megi hundur heita i
höfuðið á sjer ef spáin rætist ekki
STRÍÐSYFIRLÝSINGU ÞJÓÐVERJA
STOLIÐ.
Nýlega var áramótahreinsun í ut-
íinrikisráðuneytinu í París. Þar var
verið að raða ýmsum gömlum plögg
um og athuga lielstu merkisskjöl og
dusta af þeim rykið. Kom þá á dag-
inn að þarna var horfið merkilegt
plagg, nefnilega slríðsyfirlýsing
þýsku stjórnarinnar á hendur Frökk-
um, dagsett 2. ágúst 1914. Líklegast
þykir, að þessu merkisskjaii hafi ver-
ið stolið og muni þjófurinn ætla
sjer að selja jiað fyrir ærið fje.
Amerikumenn og enda fleiri mundii
víst fúsir til að kaupa það. — Það
getur fleira týnst en vasabækur!
ÞEKKIRÐU LANDIÐ. 7.
HVAÐA STAÐUR ER ÞETTA?
Þarna var viti.
Staður nr. 7.
Nafn:
Heimili:
Póststöð:
FATAEFNI nýkomin.
Til sýnis í búðarglugga Brauns-
uErslunar, Rusturstræti 10.
Vigfús Guðbrandsson & Co.
Verslunin BRYNJA
Laugaveg 29. Sími 4160 og 4128.
SELJUM TIL HÚSGAGNASMÍÐA:
SKRÁR
LAMIR
SKRtFUR
TIPPI
SPÓN
GABÓN o. fl.
SELJUM TIL HÚSA:
SAUM
SKRÁR
LAMIR
SKOTHURÐAJÁRN
GLER
KÍTTI
MÁLNINGAVÖRUR
VEGGFÓÐUR o. fl.
EINNIG ALLSKONAR VERKFÆRI.
VANAÐAR VÖRUR. VÆGT VERÐ.
Sendum gegn póstkröfu um land alt.
Vinnufatnaður
og
ferðafatnaðnr.
Nankinsföt,
Khakiföt,
Samfestingar,
Khakisloppar,
Málaraföt,
Vinnuskyrtur,
Peysur, allskonar,
Sokkar, allskonar,
Axlabönd,
Vinnuvetlingar, allskonar,
Sjóvetlingar,
Madressur,
Ullarteppi,
Vattteppi,
Enskar húfur,
Nærföt, margar teg.
Gúmmíkápur,
Olíufatnaður alskonar,
Olíukápur, síðar,
Gúmmístígvjel, alskonar,
Trjeskóstígvjel,
Klossar,
Gúmmískór,
Rykfrakkar,
Sportsokkar,
Oxfordbuxur,
Manchettskyrtur,
Sportskyrtur,
Hálsbindi,
Flibbar,
Gúmmíjakkar, stuttir,
Reiðbuxur.
Stærst og f jölbreyttast úrval.
GEYSIR
FATA D EIL DIN
Austurríska tónskáldið Oscar
Strauss, sem hingað til hvorki hefir
viljað heyra kvikmyndir nje sja,
liefir nú sjeð sig um hönd og gert
samning við kvikmyndafjelag í Hol-
lywood, uin að semja hljómleika
fyrir kvikmynd, sem á að heita „Blái
drengurinn".
MAÐUIt ÚR KONU —
KONA ÚR MANNNI.
Núna um áramótin var einkenni-
legt mál fyrir dómstólunum í Sofia.
Stefnandinn var 22 ára og heitir
Bosiliko Stojanov en stefndi er einn
al fræguslu skurðlæknum Búlgariu.
Árið 1928 hjet Bosiliko Bosilika
og var fallegasta stelpa og stundaði
nám í verslnnarskólanum i Sofia.
En liúslæknir fjölskyldunnar hafði
orðið þess var, að kynferði stúlk-
unnar var að breytast. Ilún var að
verða að karlmanni. Iiann rjeð for-
eldrunum til að láta sjerfræðing
athuga stúlkuna. Það var gert og
sjerfræðingurinn framkvæmdi lækn-
isaðgerð.
Eftir fyrsta uppskurðinn kom það
á daginn, að óhjákvæmilegt yrði að
gera nýjan nppskurð. Það var gerl
og alt fór eins og læknirinn hafði
ætlast til og Bosiiliko varð hinn
karlmannlegasti. Það kom meira að
segja skegghýungur á hökuna á hou-
um.
En í fyrra kom nokkuð óvænt á
daginn. Ýms einkenni fóru að koma
í ljós, sem bentu á það, að Bosiliko
væri að breytast í kvenmann á ný.
Skeggið hvarf. Bosiliko varð móður-
sjúlcur og fann að hann var að verða
að kvennmanni i annað sinn. Og
læknirinn sá, að það var ólijákvæmi
legt að gera uppskurð i þriðja sinn
— og gerði það. En nú heimtaði
sjúklingurinn, að þessi þriðji upp-
skurður yrði ókeypis og hjelt því
fram, að læknirinn hefði ekki farið
rjett að í fyrri skiftin. — Læknirinn
vildi ekki viðurkenna þetta og nú
eiga dómstólarnir að skera úr.