Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1937, Page 2

Fálkinn - 19.06.1937, Page 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍÓ „Talsvert óvenjulegt". Bráðskemtileg og eldfjörug mynd tckin nf Metropa Film i París. Aðalhlutverkin leika: DANIELLE DARHIEAUX, ALBERT PRÉJEAN og LUCIEN BAROUX. Sýnd bráðlega. Heitið á myndinni er talsverl óvenjulegt, og myndin sjálf er tals- vert óvenjuleg líka. Þetta er frönsk gamanmynd, sem byrjar með ein- tómum raunum. Skrifstofustúlkan Lucie (Danielle Darrieaux) liefir l'engið uppsögn lijá húsbónda sín- um, sem kann ekki við að biðja sinnar eigin skrifstofustúlku og seg- ir henni jjessvegna upp, en ætlar aö biðja hennar daginn eftir. En aum- ingja stúlkan veit ekki þetta og verð- ur örvilnuð af sorg yfir atvinnu- missinum og mannsmissinum, því hún hefir verið bráðskotin í hús- bóiidanum, eins og skrifstofustúlk- urnar í kvikmyndunum eru svo oft. Og þessvegna gerir hún það sama sem ógæfusamar stúlkur í París gera svo oft: að kasta sjer í Signu. En hún fær samt ekki tækifæri til að farga sjer, því að í sama b'ili ber þar að samkvæmisklæddan mann í bifreið, og hann bjargar henni — með ofbeldi, þvi að hún vill ekki láta bjarga sjer. Og hann þorir ekki að sleppa af henni hendinni, því að þá veit hann að Lucie muni demba sjer út í ána aftur, og fer því með hana heim til sín og lendir hún þar i samkvæmi. Það er blátt áfram grátbroslegt, að sjá allar til- tektirnar í henni þarna í samkvæm- inu og það er dauður maður sem ekki hlær að þeim. Danielle Darr- ieaux hlýtur að verða flestum minn- isstæð eftir leik sinn í þessari mynd, svo frábær er hann og frum- legur. Hann er meira en „talsvert óvenjulegur“. Maðurinn sem bjargar henni er leikinn af Albert Préjean, en hús- bóndi hennar af André Roanne. Bráðskemtilegt þjónshlutverk í myndinni leikur Lucien Baroux, en Suzanne Deprés, hin fræga leikkona, fer þarna me'ð dálitið hlutverk aldr- aðrar konu. Suzanne Despres er ein af frægustu leikkonum Frakklands og m. a. kunn fyrir leik sinn í ýmsum stórum kvenhlutverkum i íeikjum Ibsens, og einnig hefir liún leikið Höllu í Fjalla-Eyxindi Jó- hanns Sigurjónssonar. GuUbriíÖkaup áttu þann 17. þ. m. hjónin Ólöf Ejólfs- dóttir og Diðrik Stefánsson. Svavar Svavars kaupmaður, Njálsgötu 102, varð sextugur 11. júní. \ O -«11,, O -«■*.- • •'<4-• -••«4- • O -«••-• • -*H.- O O O j DrekkiÖ Egils-öl í 0-*Hr0■^'0-*llm-0'Hb,••-■•« •-'Jta-O-Op** Hjer verður ekki sagt frá því, hvernig sögiílokin verða og hver hreppir að lokum hið trylta stelpu- gæskni, Danielle Darrieaux. Þeim er góð biðin, sem sjá myndina. Iiún verður sýnd á GAMLA BÍÓ. Myndin er tekin af Metropa Film i París undir stjórn Leo Joannon. 9 I næsta blcifti „FÁLKANSW birtist itarleg grein uin „Bernard Shaw fgndnasta speking Eng- lendinga". Bernard Shaw er tvi- mælalanst frwgasta skáld Bretlands slffahjKipling leið og er fgrir löngu orðinn lieimsfrægur fgrir leiki sina og önnur rit. Fjöldi íslendinga hef- ir lesið margt þeirra, og sumir leik- irnir hafa verið sgndir hjer á landi. Auk þess er Shaw viðfrægur fgrir fyndni sína, en eignuð er honum mörg fgndni, se/n hann liefir aldrei sagt. í greininni er sagt margt frá gngri árum skáldsins, sem almenn- ingi er eigi kunnugt og gmsur sögur og tilsvör hermd eftir þessum aldn.i æringja, ,,sem er trúandi til alis nema að vera leiðinlegur“. Sagan heitir „Játningin“ ög cr eftir Jan Leuba. Hún er um gamlan greifa og þjón hans, sem marga ára- tugi hefir verið stoð hans og stgtta en jafnan búið gfir hrœðilegu legnd- armáli, sem hefir kvalið hann og tært. Þá hefst i næsta blaði NÝ FRAM- HALDSSAGA sem heitir: RÁNFUGLAR og cr eftir frægan enskan söguhöf- und. JÖHN GOODCHILD. Aðalper- sónan i sögunni er ung og falleg ekkja, sem undir eins i bgrjun sög- unnar lendir i æfintýrum. Þessi saga tekur tesandann fanginn þegar í stað og jafn viðburðarrika sögu er sjaldgæft að lesa. Frásögnin er lipur og Ijett og laus við allar mála- lengingar og Fálkinn telur bessa sögu besla af þeim, sem nokkurntíma he/- ir verið birt lijer í blaðinu — enn- þá meira spennandi en „Fjárhættv- spitarinn“ eða „Meistari Vorst“ sem flestir gamlir kaupendur blaðsins hafa rómað mjög. Fglgist vel með þessari sögn frá -npphafi og gætið þess að missa ekkert úr. Það borgar sig. í næstnæsta blaði hefst greinar- flokkur, ‘sem flestum mun þgkja ng- næmi að. Rockefeller gaml.i, sem dó fgrir skömmu, 98 ára gamall og var talinn rikasti maður heimsins, að minsta kosti um langt skeið, fjeksl ckki mikið við ristörf um æfina. En skömmu fgrir duuða sinn skrifaði hann greinaflokk, þar sem hann m. a. Igsir æsku sinni og uppvexti og ýmsum þáttum úr lifi sínu, sem ekki NÝJA BÍÓ. Ástin lifi. Ensk lal- og söngvamynd sam- kvæmt hinni víðfrægu operettu „Madame Dubarry" eftir Millöck- ers, Aðalhlutverkið leikur: GITTA ALPAR. Sýnd bráðlega. Elni myndarinnar hefir áður vei- ið rakið hjer i blaðinu. Það er sannsögulegt og myndin gerist i Frakklandi á timum Lúðvíks XV. konungs og er að nokru leyti það sama og i myndinni „Madame Du- barry', sem margir muna, þó að langt sje síðan hún var sýnd. En þessi mynd er beinlínis gerð eftir söngleiknum „Madame Dubarry“ eft- ir tónskáldið Millöcker, svo að á- heyrandinn fær alt það helsta af þeirri ágætu hljómlist, sem sá leik- ur hefir að geyma. Það er einkennilegur aldarháttur sem mynd jjessi sýnir. Stjórnmála- klíkurnar berjast um völdin og hylli konungs, sem sjálfur er lítill stjórn- andi, en sjer flest með annara aug- um. Hjákonur hans hafa mest áhrif- in á liann, og því er klikunum um að gera, að koma að þeim hjákon- um, sem draga taum klíkanna hvorrar um sig. Madame Pompa- dour, hin heimsfræga hjákona kon- ungsins er að deyja, þegar myndin hefst, og því leggnr andstöðuklíka hennar, sem stjórnað er af hertogu- frúnni af Luxemburg, kapp á, að útvega konunginum nýja hjákonu, sem dregur taum hennar og getur komið hinum allsráðandi forsætis- ráðherra Choiseul frá vö'ldum. Og til l>ess er saumakonan Jeanne val- in. En til þess að hægt sje að koma henni á rekspöl við hirðina verður fyrst að gifta hana aðalsmanni. Og á þann hátt verður Jeanne madame Dubarry. Á þann hátt var barist um völdin í Frakk'landi forðum, í stað þess að hafa þingkosningar eða þessháttar og er að vísu óliku sain- an að jafna. Auk þess að vera sett á svið með miklum tilkosnaði og útbúnaði hefir mynd þessi það m. a. lil síns ágæt- is, að hljómleikarnir eru prýðilegir og að Gitta Aljar leikur alveg prýði- lega aðalhlutverkið. Hjá henni fer saman mikill yndisþokki og ágælur leikur. í hinum hlutverkunum eru eintómir enskir leikendur, þ. á. m. Patrick Waddington, Hugh Miller og Owen Nares. Marcel Vanel hefir stjórnað töku myndarinnar, en hún er tekin af British Internationai. „Ástin lifi“ verður sýnd bráðlega á NÝJA BÍÓ. Alll tneð islenskum skrpum1 hafa verið almenningi kunnir. Þenn- an greinaflokk bgrjar Fálkinn að birla i blaðinn 3. júlí og spáum vjer þvi, að þar muni flestir lesendur finna efni, sem þeir lesa með al- hggli. — Eruð þjer búinn að koma gðvr niður á úrslitum kosninganna? Nú er ekki langur tími til stefnu, þvi að sá stóri dagur er á sunnudaginn. Og fgrir þann dag verður svarið frá gður sannanlega að vera komið i póst eða helsl á afgreiðslu Fálkans. Fyllið út egðublaðið í næst sið- asta blaði Fálkans og sendið okkur i dag. Það getur gert gður HUNDRAÐ KRÓNUM RÍKARII

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.