Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1937, Blaðsíða 10

Fálkinn - 31.07.1937, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Nr. 250. Adamson tekst ekki að hitta erkifjandann. S k r í 11 u r. — .leg er að serjja: H-j-á-l-p! .l-e-rj d-r-u-k-n-a!! 1 — tíara að þeirlkomi nú bráðum með vísirana! Jói litli horfir á frænku sína, sem er að reita hænu, og segir: „Heyrðu, frænka, verðurðu að hátta hana svona á liverju kvöldi?“ .... og hjerna sjáið þjer kgtr- una mina. Faðirinn er að eiga við bridge- þraut og litla dóttir hans er að lesa lýsingu á brúðkaupi Júlíönu Hol- landsprinsessu og er stórhrifin af allri viðhöfninni í brúðkaupinu. Loks spyr hún: — Heyrðu pabbi, eru allar drotn- ingar og kóngar góð? — Það er undir þvi komið hvar ásinn liggur, svaraði gami maður- inn. Útvarp frá veðurstofunni: tíað eru horfur á framhaldandi þurviðri og hlýindum. — Það var gott að þjer komuð, smiður. Það er vist(eitthvað að bað- ofninum. Prófessorinn fer á lögreglustöð- ina til að tilkynna, að vasaþjól'ur hafi stolið veskinu hans í Aðal- stræti. Lögreglumaðurinn spyr: — Urðuð þjer ekki var við, að höndin færi í vasa yðar? — Jú, en jeg hjelt að það væri höndin á sjálfum injer, svaraði prófessorinn. — Hvernig datt jijer í hug, að kasta tveimur viðardrumbum í haus- inn á honum. - Af því að sá fyrri liitti ekki. — Hversvegna hlóstu ekki þegar liúsbóndinn var búinn með söguna sina? Það hefir enga þýðingu. Jeg á að fara hjeðan eftir viku. Fangavörðurinn hafði verið á stofugangi og staðnæmdist við klefa, sem nýr gestur hafði verið settur i og segir: — Hjer i fangelsinu reyn- urn við að láta fangana hafa það verk fyrir stafni, sem þeir eru van- astir við. Hvaða atvinnu hafið þjer stundað? — Jeg er sjómaður, svaraði fang- inn. Og fangavörðurinn hætti talinu. Frú N er fastur gestur á biðstofu læknisins. Þegar hún kemst að, byrj- ar hún á löngum fyrirlestri um höf- uðverk, meitingarörðugleika og þar fram eftir götunum. Læknirinn hlustar þolinmóður á hana og gefur henni lyfseðil upp á flösku af mixl- úru. Loksins sýndi frúin á sjer far- arsnið, og glaður var læknirinn, en i dyrunum snýr hún við og segir: — Það var satt, læknir, þjer haf- ið víst gleymt að skoða tunguna i mjer. — Þess þarf ekki, frú. Það grær ekki gras á veðreiðabrautum. — Hvar er piparsveinunum kald- ast ? — Fyrir utan dyrnar hjá þeim, sem jieir eru ástfangnir af. — Afsakið þjer ungfrú. Höfum við ekki sjest einhverntíma áður? — Það getur vel verið. Jeg var einu sinni barnfóstra. — Hvar hefirðu lært þessa fyndni? — Jeg bjó hana til sjálfur. — Jæja. Þá ertu talsvert eldri en þú hefir útlit til. Pabbi var úti að ganga með litlu dóttur sinni. Stór hundur kom hlaup- andi á móti jieim. Telpan hjúfraði sig hrædd að föður sínum. — Þú skalt ekki vera hrædd við hundinn, hann gerir jijer ekkerc mein. — Ert þú ekki hræddur við hunda? — Nei, væna mín. — Ertu ekki hræddur við stóra bola heldur? — Nei. — En ertu l)á ekki hræddur í þrumveðri og eldingum? — Nei, það er jeg ekki. — Pabbi — ertu þá ekki hrædd- ur við neitt nema hana mömmu? — Jeg skil ekkert í, að þú skulir ráða mjer frá að giftast honum. Hann er alls ekki ljótur og hann á mikið til. — Jeg trúlofaðist honum í gær. — Jeg spilaði tennis við hana systur þína í gær. Hún verður góð liúsmóðir. — Af hverju ræðurðu jiað? —■ Af þvi að hún hjelt greipinni eins og rjómaþeyti og tekur á bolt- unum eins og þeir væru kartöflur. — Jónas spámaður má vera feg- inn að hann var ekki giftur þjer. — Hvað meinarðu með því? — Ef hann hefði verið að heim- an í þrjá daga og þrjár nætur og kæmi svo og segði þjer að hvalur hetfði gleypt hann, þá værir þú vís til að segja hann' ljúga því. Gesturinn -fokvondur): — Nú finn jeg aftur hár í súpunni, þjónn. Tek- ur þessi eldabuska ykkar ekki eftir neinu? — Nei, hún er með svo mikið hár, að það sjer ekki högg á vatni — Jæja, herra lektor, þjer hafið víst lært mikið á þessu ferðalagi yð- ar til Frakklands og Sviss í sumar? — Nei, það fór alveg út um þúf- ur. Undir eins fyrsta daginn sem jeg var i París sá jeg hundrað skilti með málvillum. Kunningjarnir hittust á götuhorni: — Jeg er í standandi vandræðum, stundi annar. Jeg verð endilega að ná mjer í hundað krónur fyrir klukkan þrjú og hefi ekki hug- mynd um, hvers jeg á að leita til. — Það er gott, segir hinn. — Gott? Hvað segirðu maður? — Já gott. Jeg var nefnilega far- inn að halda að þú æltaðir að leita til min. Innbrotsþjófnrinn: — Þessi bjeuðu l'unkishúsgögn! Maður veit ekkert hvar maður á að fela sig þegar ein- hver kemur. — Mamma, er klukkan ekki bráð- um orðin tólf? — Nei, það er talsvert þangað til. — Þá hlýtur maginn á mjer að hafa gengið of fljótt í dag. Kenslukonan: — Hver var Katrín mikla af Rússlandi? Rut: — Marlene Dietrieh.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.