Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.10.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—0. Skrifstofa í Oslo: A ti t o n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern iaugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglfisingaverö: 20 aura millimeter Herbertsprent. Skraddaraþankar. Hinn „dauði tími ársins“ fer i hönd — sá tíminn, sem hlje er á aðalatvinnuvégum þjóðarinnar. í sveitunum hefir fólkinu fækkað, kaupafólkið er horfið i kaupstaðina og heima situr bóndinn og hús- l'reyjan og hefir aðeins lítinn mann- ttfla til þess að liugsa um búpen- inginn. Því að nú eru þeir timar víðast ltvar horfnir, að fjölment sje á sveitaheimilum, margir rokkar í gangi, kembulárar við rúmstokkana og vefstóll slái taktföst högg, vinnu- menn sitji við að fljetta reipi og beisli úr hrosshári eða ullarúrgangi, er húsbóndinn eða húsfreyjan sitji við lampann og lesi liátt fyrir fólkið alla vökuna. Þessi mynd er að týnasl úr ís- lensku þjóðlífi, þvi miður. En hvað er orðið af fójkinu marga, sem fylti langar baðstpfur fyrrum. Einlivers- staðar er það, því reyndin er sú. að altaf er fólkinu að fjölga í land- inu. Það eru kaupstaðirnir, sem hafa sogað til sín þetta fólk. Það hefir ef lit vill fengið tækifærisvinnu í kaup- slöðunum, betur borgaða en það gat fengið í sveitinni, og þessvegna flutt sig um set. En hvérsu góð sem sú vinna er, þá hefir hún þó þann galla, að vinnuleysiskaflarnir koma inn á milli, og l'yrri hluti vetrar er einmitt versti vinnuleysiskaflinn. Yera má að arðurinn af súmarstarf- inu hafi orðið svo mikill, að ekki þurfi að kvíða bjargarleysinu. En vinnuleysið eill út af fyrir sig er böl fyrir því jafnvel þó et'ni sjeu á þvi, að halda burtu svelti og kulda. Ó- hollustan, sem fylgir vinnuleysinu, er skaðsemd, sem hvarvetna er álit- in þjóðarböl og stjórnarvöld land- anna leilast við að uppræta. Þess er lílil von, að unga fólkið, sem flúið hefir sveitirnar, fari þang- að aftur í bráð. En er þá ekki hægt að koma þannig ár fyrir borð, að vinnnleysistíminn í kaupstöðunum geti orðið fólki að gagni samt. Er ekki hægt að koma á í kaupstöðun- um innivinnu í sambandi við kenslu og skólahald, sem fólkinu sem vant- ar vinnuna, gæti að haldi komið. Bæði þannig, að það gæfi dálítið í aðra liönd og eins hitt, að það gæti gert einstakjinginn sem þessa nýtur, betur færa um að gegna störfum sínum í framtíðinni eða jafnvel að geta byrjað sjálfstætt á 'nýjum störf um þegar næsti vinnuleysistími kemur. Svona vinnustofnanir eða vinnuskólar hlytu að geta þrifist. Þeir kæmi sumpart í stað iðnaðar sveitaheimilanná og gætu sumpart rutl braut nýjum greinum heimilis- iðnaðar eða smáiðju. Flensborgarskólinn nýi. Þann 10. okt. siðastliðinn var hið nýja skólahús Flensborgarskólans i Hafnarfirði vigt að viðstöddu fjöl- menni. Ræður flultu formaður skóla- nefndar Emil Jónsson alþm., Har- aldur Guðmundsson mentamálaráð- herra, Ásgeir Ásgeirsson fræðslu- mátastjóri og Lárus Bjarnason skóla- stjóri, en karlakór úr Hafnarfirði skemti með söng. Fjöldi gesta var viðstatt athöfnina og eldri og yngri nemendur skólans. Að vigslunni lok- inni var húsið opnað til sýnis og skoðaði það fjöldi manns. Hið nýja skólaliús er risayaxin bygging, mikil og vönduð í alla slaði. l’að stendur á fegursta stað i firðinum, uppi á Hamrinum svo nel'nda og gnæfir yfir bæinn. Það er hin mesta bæjarprýði og setur tignarlegan svip á umhverfið. Til þess að gefa lesöndum „Fálkans“ hugmynd um byggingu þessa, skal henni lýst hjer að nokkuru sam- kvæmt upplýsingum, sem formaður skólanefndar hefir vinsamlega látið blaðinu í tje. Húsið er bygt úr steinsteypu, tvær hæðir og kjallari. Húsið er tvær álmur, önnur 21.8x10.3 m., en hin 18.9x11.0 m., auk turns sem er. 5.0x5.6 m., anddyris, sem er 4.0x2.8 m., og kvikmyndaklefa, sem er 1.9 x7.5 m. að stærð. Alls er húsið að stærð um 500 m2 að flatarmáli, gólfflöturinn, og 5339 m8 að rúm- máli. I kjallara hússins er íbúð fyrir starfsfólk heimavistar, borðsalur, eldhús, þvóttahús, straustöfa og þurk hús fyrir heimavist, en kenslustofa fyrir smíða eða handavinnukenslu pilta, herbergi fyrir umsjónarmann skólans, og auk þess miðstöð, geymslur, snyrtiherbergi og böð. Á neðri hæð eru þrjár kcnslustofur í suðurálmu hússins, sem sameina má i einn sal og hafa til kvikmynda- sýninga, og er í ])ví sambandi bygð- ui klefi fyrir sýningaráhöld við enda þessarar álmu hússins. í norð- urálmunni er enn ein kenslustofa, sem aðallega er ætluð til kenslu i náttúrufræði, eðis- og efnafræði og teikningu, kennaraherbergi og fata- geymsla, iðnaðarmannastofa og í- búð skólastjóra. Á efri hœð eru heimavistarherbergi 11 að tölu fyr- ir 22 nemendur, alt tveggja manna herbergi, og stór sameiginlegur salur fyrir heimavistarfólk til afnota. Þar eru og tveir salir, sem ætlaðir eru bókasafni bæjarins fyrir bóka- geymslu og afgreiðslu og lesslofu, sem ætlað er að verða opinni fyrir almenning. Þar er og enn ein stofa, sem ekki hefir verið tekin ákvörðun um, til hvers nota skuli, en getur verið bæði kenslustofa, ef á þarf að halda, safn eða eitthvað þess háttar. Auk þess eru á báðum hæðum nauð- synleg snyrtiherbergi. Uppdrætti alla vegna hússins sjálfs gerði húsameistari ríkisins, prpf- Guðjón Samúelsson ásamt Bárði ís- leifssyni húsameistara. Járnlagnir i steypu og miðstöð teiknaði Axe! Sveinsson verkfræðingur, en raf- lögn Jón Gauti .rafmagnsverkfræð- ingur. Ásgeir Stefánsson bygginga- meistari og bræður hans. Friðfinnur, Tryggvi og Ingólfur Stéfánssynir, tóku að sjer smíð hússins að öllu leyti að undanskildum miðstöðvar- vatns- og skolplögnum, en um það vcrk sá Erlendur Halldórsson pípu- lagningarmeistari. Enok Helgason rafvirkjameistari sá um raflögnina. Osvald Knudsen málarameistari tók að sjer málninguna, en Magnús Kjart- ansson sá um verkið og Sigurður Ingimundarson sá um dúklögn. Sig- urður Þórólfsson verkstjóri Hafn- arfjarðarbæjar hafði á hendi um- sjón með vinnu umhverfis skól- ann, nema múrsmíðina á riðum og stjettum, en um það sá Jón Jónsson múrarameistari. Eftirlit með verk- inu hafði Davíð Kristjánsson bygg- ngameistari á hendi. Hafa allir jjessir menn og aðrir, sem við bygginguna liafa unnið, leyst verk sitt af hendi með hinni mestu prýði og fullkom- inni vandvirkni, eins og frágangui allúr ber best vott um. Það er og merkilegt við bygginguna, að til henn ar hefir verið notaður íslenskur iðn- varningur meira en almenl tiðkast. Þannig er málningin framleidd hjer á landi. Miðstöðvarofnarnir eru hin- ir svonefndu helluofnar, sem einnig eru framleiddir hjer, og loks er utanhússhúðun úr islenskum efn- um, lirafntinnu, kvarsi og silfur- hergi. Kostnaðurinn við bygginguna hefir numið alls 231.700 kr., eftir þvi sem næst verður komist, en áætlaður kostnaður var 226.000 kr. Sú áætlun hefir því staðist býsna vel. En fjárins hefir verið afláð á þá leið, að ríkissjóður hefir lagt fram 80.000 kr., Sparisjóður Hafnarfjarð- ar 15.000 kr., Iðnaðarmannafjelagið i Hafnarfirði 10.000 kr., Gullbringu- sýsla (loforð) 15.000 kr., en afgang- inn leggur bæjarsjóður Hafnarfjarð- ai fram. Bygging l)essi er uppkomin fyrir atbeina margra góðra manna og er öllum hlutaðeigöndum til mrkils sóma. Það er vafalaust, að Flens- borgarskólinn, sem um langt skeið hefir átt við mjög ljeleg húsakynni að búa, mun eflast og dafna við hin ágætu skilyrði sem hið nýja skóla- hús skapar honum. Það sjer þess þegar vottinn, því að skólinn hefir aldrei verið jafnvel sóttur eins og nú i vetur. Sá, sem ])essar línur ritar, gat ekki varist þeirri hugsun, er liann sá allan liinn góða aðbúnað í hinu nýja húsi, að gaman væri að vera orðinn nemandi í Flensborg aftur, og er ekki ólíklegt, að líkar hugsanir hafi flögrað að fleiri fyrri nemöndum skólans. í pólska ríkinu eru nú 34 miljón- ir manna, og hafa rjettir tveir þriðju hlutar ibúanna atvinnu sína ein- göngu af búnaði. í sveitum Póllands eru fimm bændur fyrir hvern einn, er ekki hefir jarðnæði. Til saman- burðar má gela að í Englandi eru i sveitum 10 menn, sem ekki hafa jarðnæði, fyrir liverja fimm sem hafa það. Frú Málfríður Magnúsdóttir, Óðinsgötu 17, verður 60 ára 23. þ. 777.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.