Fálkinn


Fálkinn - 23.10.1937, Qupperneq 12

Fálkinn - 23.10.1937, Qupperneq 12
12 FÁLK.IN N Ránfuglar. Leynilögreglusaga. 17. eftir JOHN GOOÐWIN lil þess, eins og þeir segja fangaverðirnir. Joyee tók sjer þetla nærri. Hún kunni vel við fangelsisstjórann, sem var stór og þrekinn slöttólfur og piparsveinn, um finit- ugt, og krossaður herforingi. Það var liart. að þetta skvldi bitna á honum. Hafið þjer nokkra hugmynd um, hvar liann muni vera niður kominn? spurði hún. Nei, ekki get jeg sagt það. Það var sagt frá því í einu blaðinu, að hann hefði sjest i Crediton, en það er liklega rangl. Jeg hefi fengið lieilar tvlftir af símskevt- um og símtölum síðan hann strauk, frá fólki sem þvkist hafa sjeð hann, en alt liefir reynst vitlevsa, þegar það var rann- sakað nánar. Það er helst að sjá, að menni telji að hann sje kominn til London, sagði Jeff. Það er mjög ósennilegt, ])vi að Seot- land Yard var gert aðvart undir eins og hann strauk, og hann hefir haft verði á öllum stöðvum. En það er ómögulegt að hann lcyn- ist i heiðinni ennþá, sagði Jeff. Nei, það er enn ósennilegra, því að þá liefði maður áreiðanlega frjett að liann hefði brotist inn einhversstaðar til að stela mat. Jeg er á þeirri skoðun, að einhver hafi skotið skjólshúsi yfir hann. Þið vitið að það voru margir sem liöfðu samúð með lionurn og voru á hans bandi meðan stóð á rannsókninni, því að þeir töldu, að þessi þorpari, Senstone, befði svikið hann i trygðum. Það er mjög sennilegt, að einhver feli hann. Jovce var mállaus og jafnvel Jeff gat ekki fundið neitt til að segja. Forstjórinn hjelt áfram: Því meir sem jeg hugsa um þetta þvi sannfærðari er jeg um, að það muni liggja einhvernveginn svona í þessu. Jeg vildi aðeins óska, að jeg gæti gerl slikum kjánum skiljanlegt, hvað þeir eiga á hættu. Ef það kemst upp um þá, er aldrei um sektir að ræða. Þeir lenda í fangelsi fvrir. Löngu fangelsi, það er vist um það. Fingur Joyce titruðu, er hún tók upp vínglasið. Jeff beit á vörina. En Dench virtist ekki láta samtálið á sig fá. öfurlítið meira, sagði hann, og án þess að bíða eftir svari líelti hann á glasið hjá majórnum. — Þetta er dásamlegt vín, frú Nisbet, sagði Merivale um leið og hann drevpli á glasin u. Það megið þjer þakka herra Ballard, eða rjettara sagl lionum föður hans, sagði Joyce rólega. Henni þótti vænt um, að samtalið skyldi berast að öðru. Hánn hefir geymt þetta vín, svo að jeg gel ekki eignað mjer heiðnrinn af því. — Það er skrítið, en ef þjer hefðuð beð- ið mig um að velja mjer sjálfur það vín, sem mjer þætti best, þá hefði jeg kosið þetta, sagði majórinn hugsandi. Það þykir mjer gott að heyra, sagði Joyce. Og svo hefi jeg gott portvín, sem jeg vona að yður geðjist vel að. Mjer þykir glas af portvini ákaflega gott, sagði majórinn og fór nú að lala um vintegundir. Joyce varð Ijettara. Það virtisl sem hún væri komin út úr ógöngunum. Nú var skift mn diska og andarungarnir og grænu baun- irnar, sem næst komu, var hreinasta sad- gæti. Emmu hafði tekisl upp. Ávaxtarjett- urinn var líka herramannsmatur og fram- leiðsla Denchs var hafin yfir alla dóma. Hver einasta ósk majórsins var uppfvlt áð- ur en hann hafði borið hana uþp. Nú kom eg'gjakakan og Joyce fór nú að verða rórra. Bráðum gæti hún farið út og skilið Jeff og geslinn eftir yfir víninu. En henni fanst eins og hún væri stödd á eldfjalli og að hepnin væri of mikil til þess að hún gæti haldist. Eftir stuttá þögn sneri fangelsisstjórinn sjer að henni. Meðal annara orða, frú Nisbet það var dálítið, sem mig langaði til að spvrja vður um, jeg var rjett búinn að glevma þvi. Jeg vona að þjer skiljið það ekki svo, að jeg sje að yfirheyra yður, en það er dá- lítið sem mig vantar skýringu á. Kvöldið sem fangarnir struku .... Joyce varð ekki um sel. Hún vissi á hverju hún átli von. .... það kvöld hringduð þjer í fang- elsið og sögðuð okkur frá Willard. Það var vel af sjer vikið og sýndi hugrekki. En Gribble, varðmaðurinn á brúnni, sagði mjer, að þegar þjer fóruð þar hjá, hefðuð þjer ekki minst einu orði á fangann. Mig langaði til að vita hvernig því víkur við auðvitað fer það aðeins okkar á milli. ' Hann tók málhvíld og einblíndi á Joyce. Augun voru hvöss og stálblá. Jeg er viss um, að þetta kemur af einhverjum misskilningi, sagði hann svo rólega. Getið þjer sagt mjer hvernig í því liggur, frú Nisbet? 23. Á veikum ís. Jeff liorfði með eftirvæntingu á Joyce. Hann trúði varla sínum eigin luiguni, þegar hann sá að hún brosti. Jeg þóttist viss um, að þjer munduð spvrja mig að þessu, majó'r, sagði Iiún. Auðvitað var þetta lagabrol og jeg bjóst jafnvel við að lenda í fangelsi. Forstjórinn pírði augunum. Góða frú, liversvegna gerðuð þjer þetta? Joyce brosti aftúr. - Ef þjer væruð gifl- ur þyrftuð þjer ekki að spyrja svona. Þá niunduð þjer vita, að samúð konunnar er ávalt með þeim, sem líður illa. Ilm! sagði Merivale, — en þjer vorúð fljót að skifta um skoðun, frú Nisbet? Já, af því að jeg sá, að þetta var raiigl, undir eins og jeg fór að hugsa um það. Jeg Iiafði farið frá mannimun, sem lá særður í vegarbrúninni, og svo fjekk jeg vonda samvisku, þegar jeg fór að hugsa lil þess, að ef til vill lægi hann þarna og dæi af kulda og þreytu. Og þá hringdi jeg lil yðar. Jeg vona að þjer fyrirgefið mjer. Fvrirgefi yður. Minnist þjer ekki á það, svaraði majórinn óðamála. — Þegar þjer hafið skýrt fvrir mjer, hvernig í ])essu lá, |)á finst mjer framkoma yðar mjög eðli- leg. En þjer hefðuð getað komist i slík vandræði útaf þessu, að enginn hefði getað bjargað yður úr þeim aftur. 1 næsta skifti verðið þjer fyrir alla muni að minnast ])ess, að fyrir fangana er aðeins einn slaður lil og ])að er fangelsið. Jovce skall' ofurlítið. — Jeg vona að það mx'sta skifti komi aldrei fyrir, sagði hún. Qg það vona jeg líka, svaraði fang- elsisstjórinn. Maður verður að muna, að Dench leikur enn lausúm lmla. Glás af portvini? sagð Dench i sömu svifum. Og án ])ess að bíða eftir sVári helli hann á glasið hjá fangelsisstjóranum. Hann saup á. Yndislegt vín, sagði liann. Yndislegt og vel verkað vín. Hann lyfti glasinu lil frúarinnar. Yðar skál, frú Nisbet, og jeg' vona, a'ð l)jer Iendið aldrei í verra en þessu. Þakka v.ður l’yrir, majór, sagði Joyce brosandi og' slóð upp. Hún fór úl úr stof- unni og Dench á eftir, þegar hann hafði setl flöskuna fyrir framan Jeff. Það leið hálftímj þangað lil þeir komu inn lil hennar, og ])á var fangelsisstjórinn í betra skapi en svo, að hann færi að ergja hana með fleiri spurningum. Hann hrósaði matnum, hinum ágætu vínum og yfirleitt þeim frábæru viðtökum, sem liann hafði fengið. Brylinn yðar er snillingur, frú Nisbet, sagði hann. Ef svo kvnni að fara, að þjcr þyrftuð ekki á honum að halda, þá vona jeg að þjer látið mig vila. Joyce var hin rólegasta. Já, það skal jeg gera, majór, cn jeg býst við að Jankins kjósi heldur að vera hjerna á Deeping en hjá vður i fangelsinu. Já, jeg væri heimskingi, ef jeg vissi það ekki, sagði majórinn. það er tilbrevl- ingalítið hjá okkur þarna í Dartmoor, en þessi heimsókn hefir verið einstaklcga skemtileg. En nú verð jeg að fara heim aftur, i vinnuna og' amstrið. Jeff fvlgdi honum til dvra og kom svo inn aftur. Hann lokaði borðstofudyrunum á eftir s.jer. Guði sje lof, að þetta er afstaðið, sagði hann og andaði djúpt. Við vorum á veikum ís áðan. Já, ])að brakaði dálítið, sagði Joyce. og hló. En Dench hafði rjett að mæla. Það borgar sig að vera frekur í blekkingunum, og nú býst jcg við, að við sjeum sæmilega örugg. Já, um tima, sagði Jeff. — En þú manst eftir Daltonfeðgunum. Meðal ann- ara orða: Hvað er orðið al' Philip? Jeg hefi ekki sjeð hann síðan í fyrra- dag. Dench flutti ])á háða inn i gömlu álm- una og aðvaraði þá nokkurn veginn skýrt um, að verða ekki á vegi mínum. Jeg geri ekki ráð fyrir að okkur hljótist nein ó- þægindi af PIiillip. Nei, jeg' býst við að Dench sjái um hann, en Granl þcgar liann kemur afl- ui'? Hvenær verður það? Jeg býsl við, að hann komi á morgun. En við skulum nú ekki vera að hugsa um Iiann núna, Við skulurn taka bifreiðina og aka niður á Slaptonfjörur og baða okkur. Við getum fengið okkur te á gistibúsinu og verið komin heim aftur i lækatíð fyrir mi'ðdegisverð. Jeff hló. Þú eyðileggur mig, Joyce.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.